Óttast að tekjulægri borgi skattalækkanirnar Linda Blöndal skrifar 30. maí 2015 19:30 Fjármagn til skattalækkana og uppbyggingar félagslegs húsnæðis er ekki á fjárlögum en ríkisstjórnin kynnti áform þess efnis í gær að lækka skatta og byggja félagslegt húsnæði. Árni Páll Árnason, segist óttast að kostnaðurinn lendi á þjónustugjöldum í heilbrigðiskerfinu.Bótaþegar sitji eftirFormenn stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra kynntu í gær aðgerðir í tengslum við kjarasamninga í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélögin. Tekjuskattur á kjörtímabilinu verður lækkaður um næstum 16 milljarða, sem svarar til tæpra þrettán prósenta af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður sagði að í svörum fjármálaráðherra í vikunni á Alþingi hefði komið fram að bótaþegum yrðu ekki tryggð lágmarkslaun. Efasemdir um að nóg sé gert„Stærsta spurningin er að sjálfsögðu sú, verður öllum tryggt að þeir náði þessum þrjú hundruð þúsund krónum í lok samningstímans sem stefnt er að því að tryggja. Því miður virðist það ljóst, eftir því sem ríkisstjórnin segir að það muni ekki gilda um aldraða, öryrkja og atvinnulausa. Svo er líka spurning hvort það sé nægjanlega vel í lag varðandi húsnæðismálin og ég hef miklar efasemdir um að svo sé", sagði Árni Páll í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Það er margt eftir óljóst í þeim málaflokki", segir hann. Ekki í fjárlögumUm 2,5 milljarðar fara árlega næstu fjögur árin í uppbyggingu 2300 félagslegra íbúða og 2 milljarðar fara í annan kostnað vegna aukinna húsnæðis bóta. Aðgerðirnar munu kosta alls 34 milljarða króna á næstu fjórum árum. „Það er hvergi gert ráð fyrir þessu í fjárlögum og við höfum séð ríkisstjórnina hingað til fara mjög öfugsnúna leið þegar kemur að því loka gati eins og því sem blasir nú við að brúa. Það hefur ríkisstjórnin gert með því að auka almennar álögur á fólk, óháð því hvaða tekjur það hefur. Það væri auðvitað hræðilega niðurstaða að ef afleiðingin af þessari breytingu, sem vissulega mun nýtast vel millitekjufólki, að ef afleiðingin yrði að við myndum á endanum borga fyrir þetta allt sjálf með því að það verði bara dýrara að fara til læknis og kaupa lyf", segir Árni Páll og slíkt myndi bitna allra þyngst á þeim sem ríkisstjórnin ætlar að skilja eftir, það er að segja, öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum. Tillögur um bótakerfið kynntar í sumarStarfshópur sem vinnur að breytingum á bótakerfi öryrkja og aldraðra mun skila af sér tillögum til ríkisstjórnarinnar síðsumars en ekki er víst hvaða línur verða lagðar þá nema að lagt verður til að ellilífeyrisaldur muni hækka yfir langan tíma. Útfærslur á aðgerðunum í gær eru um margt óljósar enn en Árni Páll telur að svo virðist sem þær séu til þes fallnar að vinna gegn jöfnuði meðal tekjuhópa. Alþingi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Fjármagn til skattalækkana og uppbyggingar félagslegs húsnæðis er ekki á fjárlögum en ríkisstjórnin kynnti áform þess efnis í gær að lækka skatta og byggja félagslegt húsnæði. Árni Páll Árnason, segist óttast að kostnaðurinn lendi á þjónustugjöldum í heilbrigðiskerfinu.Bótaþegar sitji eftirFormenn stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra kynntu í gær aðgerðir í tengslum við kjarasamninga í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélögin. Tekjuskattur á kjörtímabilinu verður lækkaður um næstum 16 milljarða, sem svarar til tæpra þrettán prósenta af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður sagði að í svörum fjármálaráðherra í vikunni á Alþingi hefði komið fram að bótaþegum yrðu ekki tryggð lágmarkslaun. Efasemdir um að nóg sé gert„Stærsta spurningin er að sjálfsögðu sú, verður öllum tryggt að þeir náði þessum þrjú hundruð þúsund krónum í lok samningstímans sem stefnt er að því að tryggja. Því miður virðist það ljóst, eftir því sem ríkisstjórnin segir að það muni ekki gilda um aldraða, öryrkja og atvinnulausa. Svo er líka spurning hvort það sé nægjanlega vel í lag varðandi húsnæðismálin og ég hef miklar efasemdir um að svo sé", sagði Árni Páll í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Það er margt eftir óljóst í þeim málaflokki", segir hann. Ekki í fjárlögumUm 2,5 milljarðar fara árlega næstu fjögur árin í uppbyggingu 2300 félagslegra íbúða og 2 milljarðar fara í annan kostnað vegna aukinna húsnæðis bóta. Aðgerðirnar munu kosta alls 34 milljarða króna á næstu fjórum árum. „Það er hvergi gert ráð fyrir þessu í fjárlögum og við höfum séð ríkisstjórnina hingað til fara mjög öfugsnúna leið þegar kemur að því loka gati eins og því sem blasir nú við að brúa. Það hefur ríkisstjórnin gert með því að auka almennar álögur á fólk, óháð því hvaða tekjur það hefur. Það væri auðvitað hræðilega niðurstaða að ef afleiðingin af þessari breytingu, sem vissulega mun nýtast vel millitekjufólki, að ef afleiðingin yrði að við myndum á endanum borga fyrir þetta allt sjálf með því að það verði bara dýrara að fara til læknis og kaupa lyf", segir Árni Páll og slíkt myndi bitna allra þyngst á þeim sem ríkisstjórnin ætlar að skilja eftir, það er að segja, öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum. Tillögur um bótakerfið kynntar í sumarStarfshópur sem vinnur að breytingum á bótakerfi öryrkja og aldraðra mun skila af sér tillögum til ríkisstjórnarinnar síðsumars en ekki er víst hvaða línur verða lagðar þá nema að lagt verður til að ellilífeyrisaldur muni hækka yfir langan tíma. Útfærslur á aðgerðunum í gær eru um margt óljósar enn en Árni Páll telur að svo virðist sem þær séu til þes fallnar að vinna gegn jöfnuði meðal tekjuhópa.
Alþingi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira