Rúnar Páll um Ólaf Karl: Ef þetta var agamál þá segi ég ykkur ekki frá því Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2015 22:21 Rúnar Páll Sigmundsson á bekknum í kvöld. vísir/pjetur Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna manna eftir leikinn gegn Breiðabliki í kvöld. Hann vildi þó engu svara um stöðu Ólafs Karls Finsen sem var óvænt ekki í byrjunarliðinu í kvöld. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum hrikalega slakir í þessum leik og Blikarnir hleyptu okkur einfaldlega ekki inn í leikinn. Þeir voru bara miklu betri en við.“ „Við ætluðum að setja pressu á þá í upphafi leiks en það gekk bara ekki eftir,“ sagði Rúnar Páll enn fremur. „Þeir dældu boltanum fram og við lentum í vandræðum með það. Að sama skapi náðum við ekki að koma boltanum á milli manna og sköpuðum okkur ekki eitt einasta færi.“ Rúnar var spurður hvort að þetta hafi verið slakasti leikur Stjörnunnar undir hans stjórn. Hann hló að því. „Þú getur haft það þannig ef þú vilt. En Blikarnir voru bara hrikalega sterkir. Okkur var rækilega kippt niður á jörðina og við áttum það skilið miðað við frammistöðuna í kvöld.“ Ólafur Karl Finsen, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar, var ekki í byrjunarliðinu í kvöld en kom inn á í upphafi síðari hálfleiks. Rúnar Páll neitaði því að hann hafi verið settur úr byrjunarliðinu vegna agabanns. „Nei, það var ekkert svoleiðis. Það er bara okkar mál,“ sagði Rúnar Páll. Fyrir stuttu birtist myndband á Fótbolti.net þar sem að Ólafur Karl sést læðast inn í búningsklefa Breiðabliks og stela til að mynda skóm Gunnleifs Gunnleifssonar. „Ég hef enga skoðun á því [þessu myndbandi],“ sagði Rúnar Páll aðspurður um málið og neitaði aftur fyrir að málið tengdist því að Ólafur Karl byrjaði ekki í kvöld. „Það tengist því ekki neitt. Og jafnvel þó svo að það myndi tengjast þá myndi ég ekki segja ykkur það. Það er bara svoleiðis.“ „Óli er mjög mikivægur leikmaður fyrir okkur. Það er ekkert launungarmál.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Stjarnan 0-3 | Fyrsta tap Stjörnunnar í 28 leikjum Íslandsmeistarar Stjörnunnar töpuðu fyrsta deildarleik sínum síðan 2013 í kvöld og það gerðu þeir með stæl gegn afar sprækum Blikum. 31. maí 2015 00:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna manna eftir leikinn gegn Breiðabliki í kvöld. Hann vildi þó engu svara um stöðu Ólafs Karls Finsen sem var óvænt ekki í byrjunarliðinu í kvöld. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum hrikalega slakir í þessum leik og Blikarnir hleyptu okkur einfaldlega ekki inn í leikinn. Þeir voru bara miklu betri en við.“ „Við ætluðum að setja pressu á þá í upphafi leiks en það gekk bara ekki eftir,“ sagði Rúnar Páll enn fremur. „Þeir dældu boltanum fram og við lentum í vandræðum með það. Að sama skapi náðum við ekki að koma boltanum á milli manna og sköpuðum okkur ekki eitt einasta færi.“ Rúnar var spurður hvort að þetta hafi verið slakasti leikur Stjörnunnar undir hans stjórn. Hann hló að því. „Þú getur haft það þannig ef þú vilt. En Blikarnir voru bara hrikalega sterkir. Okkur var rækilega kippt niður á jörðina og við áttum það skilið miðað við frammistöðuna í kvöld.“ Ólafur Karl Finsen, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar, var ekki í byrjunarliðinu í kvöld en kom inn á í upphafi síðari hálfleiks. Rúnar Páll neitaði því að hann hafi verið settur úr byrjunarliðinu vegna agabanns. „Nei, það var ekkert svoleiðis. Það er bara okkar mál,“ sagði Rúnar Páll. Fyrir stuttu birtist myndband á Fótbolti.net þar sem að Ólafur Karl sést læðast inn í búningsklefa Breiðabliks og stela til að mynda skóm Gunnleifs Gunnleifssonar. „Ég hef enga skoðun á því [þessu myndbandi],“ sagði Rúnar Páll aðspurður um málið og neitaði aftur fyrir að málið tengdist því að Ólafur Karl byrjaði ekki í kvöld. „Það tengist því ekki neitt. Og jafnvel þó svo að það myndi tengjast þá myndi ég ekki segja ykkur það. Það er bara svoleiðis.“ „Óli er mjög mikivægur leikmaður fyrir okkur. Það er ekkert launungarmál.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Stjarnan 0-3 | Fyrsta tap Stjörnunnar í 28 leikjum Íslandsmeistarar Stjörnunnar töpuðu fyrsta deildarleik sínum síðan 2013 í kvöld og það gerðu þeir með stæl gegn afar sprækum Blikum. 31. maí 2015 00:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Stjarnan 0-3 | Fyrsta tap Stjörnunnar í 28 leikjum Íslandsmeistarar Stjörnunnar töpuðu fyrsta deildarleik sínum síðan 2013 í kvöld og það gerðu þeir með stæl gegn afar sprækum Blikum. 31. maí 2015 00:01