„Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Hinrik Wöhler skrifar 6. júlí 2025 18:53 Óskar Hrafn Þorvaldsson fór tómhentur heim úr Laugardalnum. Vísir/Ernir Eyjólfsson Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var vonsvikinn að hafa fengið ekki neitt út úr leiknum á móti KA í dag. KR laut í lægra haldi á móti KA á Avis-vellinum í Laugardal. „Mér finnst skrýtið að hafa spilað þennan leik í 90 mínútur og ganga út af vellinum með núll stig og með ekki neitt fyrir erfiðið. Svona er þessi leikur okkar, hann er grimmur. Við erum greinilega ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá,“ sagði Óskar Hrafn skömmu eftir leik. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði bæði mörk KA áður en Aron Sigurðarson klóraði í bakkann fyrir KR. KR-ingar komust ekki nær og endaði leikurinn 2-1. „Mér finnst andstæðingurinn fá mikið fyrir lítið og það er verkefni að girða fyrir það. Að liðið geti ekki legið í skotgröfunum, bombað honum fram og vonað það besta og fengið eitthvað upp úr því. Það er grátlegt og óásættanlegt.“ Óskar Hrafn segir að það var erfitt að finna glufur á sterkri vörn KA en ýmis atriði þurfa að ganga upp til þess að hægt sé að sækja sigur á móti slíku liði. „Það er ekkert grín að opna þessar varnir þegar menn leggjast svona lágt. Þú þarft mikil gæði, hlaup og sendingar þurfa að fara saman. Þú þarft að geta unnið stöðuna einn á móti einum og þá má ekkert klikka. Stundum gengur það upp, stundum gengur það frábærlega. Þetta er flókið og en það er verkefnið.“ „Okkar helsta verkefni er að leyfa ekki liðum sem liggja svona lágt að komast upp völlinn. Að loka betur á þá þegar við töpum boltanum og ná meiri hreyfanleika á síðasta þriðjung,“ bætir Óskar Hrafn við. Aron Sigurðarson minnkaði muninn fyrir KR en það dugði ekki til.Vísir/Ernir Eyjólfsson Leikstíll KR er krefjandi verkefni Í flestum leikjum KR í sumar hefur verið nóg af mörkum en þrátt fyrir leiftrandi sóknarleik á köflum er liðið tveimur stigum frá fallsæti. Óskar Hrafn talar um að sé leikstíll KR-inga sé krefjandi og það taki tíma fyrir leikmenn að læra. „Við þurfum að sýna þolinmæði, þetta er erfið tegund af knattspyrnu, að ætla sér að stjórna fótboltaleikjum. Að gefa svæði á bak við sig, þetta er krefjandi fyrir menn sem eru að koma inn og eru kannski ekki í miklu leikformi. Ekki það, Gyrðir [Hrafn Guðbrandsson] kom inn og var framúrskarandi góður. Þetta er krefjandi, þetta er verkefni og tekur tíma,“ sagði þjálfarinn að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira
„Mér finnst skrýtið að hafa spilað þennan leik í 90 mínútur og ganga út af vellinum með núll stig og með ekki neitt fyrir erfiðið. Svona er þessi leikur okkar, hann er grimmur. Við erum greinilega ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá,“ sagði Óskar Hrafn skömmu eftir leik. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði bæði mörk KA áður en Aron Sigurðarson klóraði í bakkann fyrir KR. KR-ingar komust ekki nær og endaði leikurinn 2-1. „Mér finnst andstæðingurinn fá mikið fyrir lítið og það er verkefni að girða fyrir það. Að liðið geti ekki legið í skotgröfunum, bombað honum fram og vonað það besta og fengið eitthvað upp úr því. Það er grátlegt og óásættanlegt.“ Óskar Hrafn segir að það var erfitt að finna glufur á sterkri vörn KA en ýmis atriði þurfa að ganga upp til þess að hægt sé að sækja sigur á móti slíku liði. „Það er ekkert grín að opna þessar varnir þegar menn leggjast svona lágt. Þú þarft mikil gæði, hlaup og sendingar þurfa að fara saman. Þú þarft að geta unnið stöðuna einn á móti einum og þá má ekkert klikka. Stundum gengur það upp, stundum gengur það frábærlega. Þetta er flókið og en það er verkefnið.“ „Okkar helsta verkefni er að leyfa ekki liðum sem liggja svona lágt að komast upp völlinn. Að loka betur á þá þegar við töpum boltanum og ná meiri hreyfanleika á síðasta þriðjung,“ bætir Óskar Hrafn við. Aron Sigurðarson minnkaði muninn fyrir KR en það dugði ekki til.Vísir/Ernir Eyjólfsson Leikstíll KR er krefjandi verkefni Í flestum leikjum KR í sumar hefur verið nóg af mörkum en þrátt fyrir leiftrandi sóknarleik á köflum er liðið tveimur stigum frá fallsæti. Óskar Hrafn talar um að sé leikstíll KR-inga sé krefjandi og það taki tíma fyrir leikmenn að læra. „Við þurfum að sýna þolinmæði, þetta er erfið tegund af knattspyrnu, að ætla sér að stjórna fótboltaleikjum. Að gefa svæði á bak við sig, þetta er krefjandi fyrir menn sem eru að koma inn og eru kannski ekki í miklu leikformi. Ekki það, Gyrðir [Hrafn Guðbrandsson] kom inn og var framúrskarandi góður. Þetta er krefjandi, þetta er verkefni og tekur tíma,“ sagði þjálfarinn að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira