Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2025 15:56 Þorsteinn Roy var sáttur eftir gott hlaup og góðan sigur í dag. Mynd/Laugavegshlaupið „Mér líður bara mjög vel núna. Ég er búinn að fara í sturtu og drekka einhverja sex lítra af vökva, eftir það er ég góður,“ segir Þorsteinn Roy Jóhannsson, sigurvegari Laugavegshlaupsins í ár, eftir glimrandi frammistöðu í dag. Hann varði titil sinn frá því í fyrra. „Aðstæður voru frábærar, það er ekki hægt að kvarta yfir neinu. Mjög lyngt, smá hliðar en eiginlega meðvindur á söndunum. Það eina sem er hægt að kvarta yfir er hiti en það má ekki á Íslandi. Þetta var bara fullkomið,“ segir Þorsteinn Roy enn fremur. Aðspurður um æfingar í aðdragandanum segist Þorsteinn ekki hafa einblínt á Laugaveginn í æfingum sínum, enda sinnir hann hlaupum á ýmsum vígstöðvum. „Maður er alltaf í góðri æfingu og ég hef æft vel í mörg ár. Mörg ár af samfelldri þjálfun og þá bætir maður sig hægt og rólega. Ég er svo sem ekki búinn að æfa sérstaklega fyrir akkúrat Laugaveginn, ég tók bara eina stóra Laugavegsæfingu en almennt er maður að reyna að bæta sig í öllu.“ Þorsteinn Roy kom í mark á 4:05:05 klukkutímum en hann hljóp mjög vel framan af og var líklegur til þess að bæta brautarmet þjálfara hans Þorbergs Inga Jónssonar. Það féll þó ekki að þessu sinni. „Mig langaði að reyna við metið hans Tobba. Ég ber svo mikla virðingu fyrir Tobba og þessu meti. Þetta er hægara sagt en gert. Þetta er bara tryllt, það er ótrúlegt að maðurinn hafi verið á 2:50 í Emstrum og hlaupið svo undir fjórum. Ég held að fólk fatti ekki hvað þetta er ótrúlegt met,“ segir Þorsteinn. Þorbergur Ingi varð annar í hlaupinu en hann er sá eini sem hefur hlaupið Laugaveginn á undir fjórum klukkustundum. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Laugavegshlaupið Hlaup Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Sjá meira
„Aðstæður voru frábærar, það er ekki hægt að kvarta yfir neinu. Mjög lyngt, smá hliðar en eiginlega meðvindur á söndunum. Það eina sem er hægt að kvarta yfir er hiti en það má ekki á Íslandi. Þetta var bara fullkomið,“ segir Þorsteinn Roy enn fremur. Aðspurður um æfingar í aðdragandanum segist Þorsteinn ekki hafa einblínt á Laugaveginn í æfingum sínum, enda sinnir hann hlaupum á ýmsum vígstöðvum. „Maður er alltaf í góðri æfingu og ég hef æft vel í mörg ár. Mörg ár af samfelldri þjálfun og þá bætir maður sig hægt og rólega. Ég er svo sem ekki búinn að æfa sérstaklega fyrir akkúrat Laugaveginn, ég tók bara eina stóra Laugavegsæfingu en almennt er maður að reyna að bæta sig í öllu.“ Þorsteinn Roy kom í mark á 4:05:05 klukkutímum en hann hljóp mjög vel framan af og var líklegur til þess að bæta brautarmet þjálfara hans Þorbergs Inga Jónssonar. Það féll þó ekki að þessu sinni. „Mig langaði að reyna við metið hans Tobba. Ég ber svo mikla virðingu fyrir Tobba og þessu meti. Þetta er hægara sagt en gert. Þetta er bara tryllt, það er ótrúlegt að maðurinn hafi verið á 2:50 í Emstrum og hlaupið svo undir fjórum. Ég held að fólk fatti ekki hvað þetta er ótrúlegt met,“ segir Þorsteinn. Þorbergur Ingi varð annar í hlaupinu en hann er sá eini sem hefur hlaupið Laugaveginn á undir fjórum klukkustundum. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan.
Laugavegshlaupið Hlaup Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Sjá meira