Rúnar Páll um Ólaf Karl: Ef þetta var agamál þá segi ég ykkur ekki frá því Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2015 22:21 Rúnar Páll Sigmundsson á bekknum í kvöld. vísir/pjetur Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna manna eftir leikinn gegn Breiðabliki í kvöld. Hann vildi þó engu svara um stöðu Ólafs Karls Finsen sem var óvænt ekki í byrjunarliðinu í kvöld. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum hrikalega slakir í þessum leik og Blikarnir hleyptu okkur einfaldlega ekki inn í leikinn. Þeir voru bara miklu betri en við.“ „Við ætluðum að setja pressu á þá í upphafi leiks en það gekk bara ekki eftir,“ sagði Rúnar Páll enn fremur. „Þeir dældu boltanum fram og við lentum í vandræðum með það. Að sama skapi náðum við ekki að koma boltanum á milli manna og sköpuðum okkur ekki eitt einasta færi.“ Rúnar var spurður hvort að þetta hafi verið slakasti leikur Stjörnunnar undir hans stjórn. Hann hló að því. „Þú getur haft það þannig ef þú vilt. En Blikarnir voru bara hrikalega sterkir. Okkur var rækilega kippt niður á jörðina og við áttum það skilið miðað við frammistöðuna í kvöld.“ Ólafur Karl Finsen, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar, var ekki í byrjunarliðinu í kvöld en kom inn á í upphafi síðari hálfleiks. Rúnar Páll neitaði því að hann hafi verið settur úr byrjunarliðinu vegna agabanns. „Nei, það var ekkert svoleiðis. Það er bara okkar mál,“ sagði Rúnar Páll. Fyrir stuttu birtist myndband á Fótbolti.net þar sem að Ólafur Karl sést læðast inn í búningsklefa Breiðabliks og stela til að mynda skóm Gunnleifs Gunnleifssonar. „Ég hef enga skoðun á því [þessu myndbandi],“ sagði Rúnar Páll aðspurður um málið og neitaði aftur fyrir að málið tengdist því að Ólafur Karl byrjaði ekki í kvöld. „Það tengist því ekki neitt. Og jafnvel þó svo að það myndi tengjast þá myndi ég ekki segja ykkur það. Það er bara svoleiðis.“ „Óli er mjög mikivægur leikmaður fyrir okkur. Það er ekkert launungarmál.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Stjarnan 0-3 | Fyrsta tap Stjörnunnar í 28 leikjum Íslandsmeistarar Stjörnunnar töpuðu fyrsta deildarleik sínum síðan 2013 í kvöld og það gerðu þeir með stæl gegn afar sprækum Blikum. 31. maí 2015 00:01 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna manna eftir leikinn gegn Breiðabliki í kvöld. Hann vildi þó engu svara um stöðu Ólafs Karls Finsen sem var óvænt ekki í byrjunarliðinu í kvöld. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum hrikalega slakir í þessum leik og Blikarnir hleyptu okkur einfaldlega ekki inn í leikinn. Þeir voru bara miklu betri en við.“ „Við ætluðum að setja pressu á þá í upphafi leiks en það gekk bara ekki eftir,“ sagði Rúnar Páll enn fremur. „Þeir dældu boltanum fram og við lentum í vandræðum með það. Að sama skapi náðum við ekki að koma boltanum á milli manna og sköpuðum okkur ekki eitt einasta færi.“ Rúnar var spurður hvort að þetta hafi verið slakasti leikur Stjörnunnar undir hans stjórn. Hann hló að því. „Þú getur haft það þannig ef þú vilt. En Blikarnir voru bara hrikalega sterkir. Okkur var rækilega kippt niður á jörðina og við áttum það skilið miðað við frammistöðuna í kvöld.“ Ólafur Karl Finsen, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar, var ekki í byrjunarliðinu í kvöld en kom inn á í upphafi síðari hálfleiks. Rúnar Páll neitaði því að hann hafi verið settur úr byrjunarliðinu vegna agabanns. „Nei, það var ekkert svoleiðis. Það er bara okkar mál,“ sagði Rúnar Páll. Fyrir stuttu birtist myndband á Fótbolti.net þar sem að Ólafur Karl sést læðast inn í búningsklefa Breiðabliks og stela til að mynda skóm Gunnleifs Gunnleifssonar. „Ég hef enga skoðun á því [þessu myndbandi],“ sagði Rúnar Páll aðspurður um málið og neitaði aftur fyrir að málið tengdist því að Ólafur Karl byrjaði ekki í kvöld. „Það tengist því ekki neitt. Og jafnvel þó svo að það myndi tengjast þá myndi ég ekki segja ykkur það. Það er bara svoleiðis.“ „Óli er mjög mikivægur leikmaður fyrir okkur. Það er ekkert launungarmál.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Stjarnan 0-3 | Fyrsta tap Stjörnunnar í 28 leikjum Íslandsmeistarar Stjörnunnar töpuðu fyrsta deildarleik sínum síðan 2013 í kvöld og það gerðu þeir með stæl gegn afar sprækum Blikum. 31. maí 2015 00:01 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Stjarnan 0-3 | Fyrsta tap Stjörnunnar í 28 leikjum Íslandsmeistarar Stjörnunnar töpuðu fyrsta deildarleik sínum síðan 2013 í kvöld og það gerðu þeir með stæl gegn afar sprækum Blikum. 31. maí 2015 00:01