Sport

Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Jack Grealish hefur tekið ástfóstri við Manchester City, þrátt fyrir að vera líkast til á förum frá félaginu.
Jack Grealish hefur tekið ástfóstri við Manchester City, þrátt fyrir að vera líkast til á förum frá félaginu. Getty/Michael Steele

Jack Grealish fór ekki með Manchester City á HM félagsliða og gæti farið frá félaginu í sumar. Þrátt fyrir þetta segir hann að hann elski félagið „meira en allt.“

Grealish hefur verið orðaður við félagaskipti aftur til Aston Villa, þar sem hann spilaði fyrir City, en einnig til Tottenham eða Everton.

Hann hefur ekkert tjáð sig um félagaskiptin en hann var festur á myndband á útihátíð í vikunni, þar sem hann talaði hlýlega til Manchester City.

„Veistu hvað, ég elska City meira en allt. Og veist hvað ég elska meira en allt? City stuðningsmenn. Bestu stuðningsmenn í heimi,“ sagði Grealish.

Grealish kom til Manchester City frá Aston Villa árið 2021 fyrir 100 milljónir punda sem var met í Bretlandi á þeim tíma.

Hann var mikilvægur fyrir liðið þegar þeir unnu þrennuna tímabilið 2022-23, en kom minna við sögu á liðnu tímabili þar sem hann byrjaði aðeins tíu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×