„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júlí 2025 11:47 Ívar Örn býst við baráttu í Krikanum í dag. Vísir/Diego „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál í Kaplakrika. Menn eru alvöru gíraðir í þetta,“ segir Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, um leik hans manna við FH í Bestu deild karla síðdegis í dag. Ívar var nýlentur á höfuðstaðnum þegar Vísir náði tali af honum í morgun. Hann segist spenntur fyrir leik dagsins. „Þetta leggst rosalega vel í mig. Við erum að koma undan góðri frammistöðu í síðasta leik og hópurinn er allur að taka betri mynd á sig núna.“ Barátta í háloftum og um seinni bolta KA hafði tapað þremur leikjum í röð þegar liðið mætti KR síðustu helgi, þar á meðal fyrir toppbaráttuliðum Víkings og Vals. KA vann afar sterkan 2-1 sigur á KR þar sem þéttleiki og barátta einkenndi leik liðsins og segir Ívar léttari stemningu hafa einkennt nýliðna æfingaviku eftir langþráðan sigur. „Heldur betur. Það er margoft búið að ræða að Valsleikurinn var one-off og Víkingsleikurinn þar áður var ágætis frammistaða. Það var bara farið aftur í grunngildin gegn KR, línurnar þéttar saman. Við sóttum mjög mikilvæg stig í þeim leik,“ „Leikurinn í dag verður klárlega barátta um seinni boltann. FH vill spila mikið í háloftunum en svo sem rennandi blautur grasvöllur sem bíður okkar í dag og við Akureyringar eru m mjög hlynntir því að spila á grasi og gerðum það flestir leikmenn lengi vel á grasi. Okkur líður ennþá best þar,“ segir Ívar en býst hann þá við því að þurfa að skalla marga bolta í dag? „Eftir greiningu á FH-ingunum eru þeir með mjög skýrt upplegg og eru mjög góðir í því sem þeir gera. Þar er það baráttan um annan boltann, þeir eru oftar en ekki yfir í þeirri baráttu. Við þurfum að matcha það, ef ekki gera betur, ef við ætlum að fá eitthvað út úr þessum leik í dag. Það er bara þannig.“ Sex stiga leikur Liðin tvö eru jöfn að stigum fyrir leik dagsins, eins og ÍBV, öll þrjú lið eru með 15 stig. KA situr í fallsæti vegna markatölu en FH er í 9. sætinu fyrir ofan áðurnefnd liðin tvö. Það má því segja að um sex stiga leik sé að ræða. „Þetta er rosalega þéttur pakki. Það eru þrjú lið jöfn að stigum þar sem markatalan greinri á milli. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá þrjú stigin og ýta okkur aðeins upp úr þessu fallsæti. Við erum núna bara farnir að horfa upp á við.“ Leikur FH og KA hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport. Besta deild karla KA FH Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Ívar var nýlentur á höfuðstaðnum þegar Vísir náði tali af honum í morgun. Hann segist spenntur fyrir leik dagsins. „Þetta leggst rosalega vel í mig. Við erum að koma undan góðri frammistöðu í síðasta leik og hópurinn er allur að taka betri mynd á sig núna.“ Barátta í háloftum og um seinni bolta KA hafði tapað þremur leikjum í röð þegar liðið mætti KR síðustu helgi, þar á meðal fyrir toppbaráttuliðum Víkings og Vals. KA vann afar sterkan 2-1 sigur á KR þar sem þéttleiki og barátta einkenndi leik liðsins og segir Ívar léttari stemningu hafa einkennt nýliðna æfingaviku eftir langþráðan sigur. „Heldur betur. Það er margoft búið að ræða að Valsleikurinn var one-off og Víkingsleikurinn þar áður var ágætis frammistaða. Það var bara farið aftur í grunngildin gegn KR, línurnar þéttar saman. Við sóttum mjög mikilvæg stig í þeim leik,“ „Leikurinn í dag verður klárlega barátta um seinni boltann. FH vill spila mikið í háloftunum en svo sem rennandi blautur grasvöllur sem bíður okkar í dag og við Akureyringar eru m mjög hlynntir því að spila á grasi og gerðum það flestir leikmenn lengi vel á grasi. Okkur líður ennþá best þar,“ segir Ívar en býst hann þá við því að þurfa að skalla marga bolta í dag? „Eftir greiningu á FH-ingunum eru þeir með mjög skýrt upplegg og eru mjög góðir í því sem þeir gera. Þar er það baráttan um annan boltann, þeir eru oftar en ekki yfir í þeirri baráttu. Við þurfum að matcha það, ef ekki gera betur, ef við ætlum að fá eitthvað út úr þessum leik í dag. Það er bara þannig.“ Sex stiga leikur Liðin tvö eru jöfn að stigum fyrir leik dagsins, eins og ÍBV, öll þrjú lið eru með 15 stig. KA situr í fallsæti vegna markatölu en FH er í 9. sætinu fyrir ofan áðurnefnd liðin tvö. Það má því segja að um sex stiga leik sé að ræða. „Þetta er rosalega þéttur pakki. Það eru þrjú lið jöfn að stigum þar sem markatalan greinri á milli. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá þrjú stigin og ýta okkur aðeins upp úr þessu fallsæti. Við erum núna bara farnir að horfa upp á við.“ Leikur FH og KA hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Besta deild karla KA FH Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira