Sport

Konate gæti farið frítt frá Liverpool

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Konate vann ensku úrvalsdeildina á liðnu tímabili.
Konate vann ensku úrvalsdeildina á liðnu tímabili. Liverpool FC/Getty

Liverpool gæti misst Ibrahima Konaté þar sem hann gæti látið samning sinn við félagið renna út. Núverandi samningur hans gildir til júní 2026.

Konaté kom til félagsins árið 2021 frá RB Leipzig og hefur síðan þá myndað gott miðvarðarpar með Virgil Van Dijk.

Trent Alexander-Arnold fór þessa leið í sumar að leyfa samningi sínum að renna út og fór til Real Madrid.

Konate er 26 ára gamall, blaðamaðurinn Nicolo Schira greinir frá því á samfélagsmiðlum sínum að Konate hefur hafnað samningstilboði frá Liverpool.

Samningurinn sem var á hans borði átti að gilda til ársins 2030. The Times hefur greint frá því áður að Konate vilji fá u.þ.b. tvöfalt hærri laun en hann er á núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×