Þingmenn kasti ekki rýrð á Alþingi eða skaði ímynd þess með framkomu sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2015 15:16 Frá þingfundi á dögunum. vísir/stefán Allir forsetar Alþingis auk þingflokksformanna þeirra fimm stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi hafa lagt fram sameiginlega þingsályktunartillögu um siðareglur þingmanna. Reglurnar kveða meðal annars á um eftirfarandi varðandi hvað þingmenn skuli gera sem þjóðkjörnir fulltrúar: „Taka ákvarðanir í almannaþágu án þess að vera bundnir af fyrirmælum sem kunna að vera í andstöðu við siðareglur þessar, ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti [...]“ Þá er skýrt kveðið á um að þingmenn megi ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra og að þeir skuli greina frá öllum hagsmunatengslum sem máli skipta vegna starfs þeirra. Samkvæmt tillögunni er þingmönnum gert skylt að afhenda forseta Alþingis undirritaða yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hlíta siðareglunum. Það sama mun gilda um varaþingmenn sem hafa setið samfellt í fjórar vikur. Forsætisnefnd mun skipa þriggja manna siðareglunefnd, til fimm ára í senn, sem mun taka til meðferðar erindi vegna meintra brota á reglunum. Í ályktuninni kemur fram að erindi um meint brot á reglunum megi aldrei bitna á sendanda þess: „Siðareglunefnd getur ákveðið að sendandi erindis njóti nafnleyndar ef telja má ljóst að meðferð málsins geti bitnað á honum,“ segir í þingsályktuninni. Í greinargerð kemur fram að siðareglurnar byggi á siðareglum Evrópuþingsráðsins. Alþingi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Allir forsetar Alþingis auk þingflokksformanna þeirra fimm stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi hafa lagt fram sameiginlega þingsályktunartillögu um siðareglur þingmanna. Reglurnar kveða meðal annars á um eftirfarandi varðandi hvað þingmenn skuli gera sem þjóðkjörnir fulltrúar: „Taka ákvarðanir í almannaþágu án þess að vera bundnir af fyrirmælum sem kunna að vera í andstöðu við siðareglur þessar, ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti [...]“ Þá er skýrt kveðið á um að þingmenn megi ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra og að þeir skuli greina frá öllum hagsmunatengslum sem máli skipta vegna starfs þeirra. Samkvæmt tillögunni er þingmönnum gert skylt að afhenda forseta Alþingis undirritaða yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hlíta siðareglunum. Það sama mun gilda um varaþingmenn sem hafa setið samfellt í fjórar vikur. Forsætisnefnd mun skipa þriggja manna siðareglunefnd, til fimm ára í senn, sem mun taka til meðferðar erindi vegna meintra brota á reglunum. Í ályktuninni kemur fram að erindi um meint brot á reglunum megi aldrei bitna á sendanda þess: „Siðareglunefnd getur ákveðið að sendandi erindis njóti nafnleyndar ef telja má ljóst að meðferð málsins geti bitnað á honum,“ segir í þingsályktuninni. Í greinargerð kemur fram að siðareglurnar byggi á siðareglum Evrópuþingsráðsins.
Alþingi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira