Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 0-3 | Valsmenn sprungu út í Lautinni Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 31. maí 2015 00:01 Ingimundur Níels Óskarsson og félagar náðu sér ekki á strik í kvöld. vísir/stefán Valur lagði Fylki 3-0 í Lautinni í Árbænum í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Valur var 1-0 yfir í hálfleik. Það var ekki margt sem benti til þess að Valur myndi vinna sannfærandi 3-0 sigur þegar liðið skoraði fyrsta mark leiksins seint í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var jafn þó Fykir væri meira með boltann. Heimamenn fengu nokkur færi en Valsmenn voru beinskeyttir og sóttu hratt fram þegar færi gafst og náðu nokkrum sinnum að skapa usla án þess þó að reyna á Bjarna Þórð í marki Fylkis. Leikurinn einkenndist að harðri baráttu en Valsmenn gerðu mjög vel í að loka á Albert Brynjar Ingason, besta leikmann Fylkis til þessa á tímabilinu. Framherjinn fékk úr litlu að moða og sást ekki á löngum köflum. Vísan að mörk breyta leikjum á mjög vel við leikinn í kvöld. Valsmenn áttu ekki marga spilkafla í fyrri hálfleik en mætti út í seinni hálfleikinn með mikið sjálfstraust og skoraði snemma annað mark og þá virtustu heimamenn gefast upp. Valur gekk á lagið, skoraði þriðja markið og gerði út um leikinn áður en Fylkir náði vopnum sínum á nýjan leik. Eftir þriðja mark Vals fjaraði leikurinn hægt og rólega út án þess að liðin væru líklega til að skora fleiri mörk. Valsmenn náðu Fylki að stigum um miðja deild. Bæði lið eru með 8 stig í sex leikjum. Kristinn: Mikilvægt að skora fyrsta markið„Að fara með forystu inn í seinni hálfleik var mjög gott á móti sterku Fylkisliði sem er búið að stíga vel upp og ná í punkta,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson leikmaður Vals sem lagði upp 2 mörk í leiknum. „Þetta setti okkur í þægilega stöðu fyrir seinni hálfleik og svo vorum við líka undan vindi. Þetta spilaðist ágætlega fyrir okkur,“ sagði Kristinn sem sagði vindinn þó ekki hafa haft mikil áhrif á leikinn. „Það var ekkert logn en boltinn stoppaði í loftinu og það þurfti að reikna hann út.“ Kristinn Freyr segir það hafa verið mjög mikilvægt að skora fyrsta markið í leiknum og það hafi í raun ráðið úrslitum. „Þetta var jafn leikur og í svona leik er mikilvægt að skora fyrsta markið. Við náðum því í kvöld. Það skóp sigurinn. „Við höfum ekki verið að spila illa. Blikaleikurinn var mjög svipaður þessum, hann snérist líka um hvort liðið væri á undan að skora. „Við þurfum að ná þessu upp í næstu leikjum. Vera á undan að skora og aðeins skrefinu á undan,“ sagði Kristinn Freyr. Ásmundur: Misstum hausinn„Leikurinn er mikil vonbrigði fyrir okkur. Það var jafnræði framan af leik og bæði lið fengu tækifæri og þetta leit allt í lagi út en þeir ná markinu fyrir hlé og það sem skilur á milli heilt yfir er að þeir eru grimmari í leiknum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis. Ásmundur sagði að annað markið í leiknum hafa breytt leiknum umfram það fyrsta. Þá hafi hans menn nánast gefist upp. „Þegar þeir fá mark númer tvö þá fannst mér menn missa hausinn. Skipulagið riðlaðist og menn fóru út úr stöðum og það klárar leikinn og við fáum á okkur þriðja markið. „Það leit út eins og við höfðum gefist upp. Svo fórum við að þétta raðirnar aftur en þá var það orðið of seint,“ sagði Ásmundur. Fylkir hefur nú tapað tveimur leikjum í sumar, báðu á heimavelli og það tveimur heimaleikjum í röð. „Við erum búnir að tapa tveimur heimaleikjum í röð og það er ekki í lagi. „Valsliðið mætti vel stemmt til leiks í kvöld. Við mættum vel skipulögðu og grimmu Valsliði sem lokaði á ákveðnar leiðir hjá okkur og það tókst betur hjá þeim eins og úrslitin sýna,“ sagði Ásmundur sem óttaðist ekki að það myndi endurtaka sig ef hans menn myndi mæta ákveðnir til leiks. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Valur lagði Fylki 3-0 í Lautinni í Árbænum í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Valur var 1-0 yfir í hálfleik. Það var ekki margt sem benti til þess að Valur myndi vinna sannfærandi 3-0 sigur þegar liðið skoraði fyrsta mark leiksins seint í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var jafn þó Fykir væri meira með boltann. Heimamenn fengu nokkur færi en Valsmenn voru beinskeyttir og sóttu hratt fram þegar færi gafst og náðu nokkrum sinnum að skapa usla án þess þó að reyna á Bjarna Þórð í marki Fylkis. Leikurinn einkenndist að harðri baráttu en Valsmenn gerðu mjög vel í að loka á Albert Brynjar Ingason, besta leikmann Fylkis til þessa á tímabilinu. Framherjinn fékk úr litlu að moða og sást ekki á löngum köflum. Vísan að mörk breyta leikjum á mjög vel við leikinn í kvöld. Valsmenn áttu ekki marga spilkafla í fyrri hálfleik en mætti út í seinni hálfleikinn með mikið sjálfstraust og skoraði snemma annað mark og þá virtustu heimamenn gefast upp. Valur gekk á lagið, skoraði þriðja markið og gerði út um leikinn áður en Fylkir náði vopnum sínum á nýjan leik. Eftir þriðja mark Vals fjaraði leikurinn hægt og rólega út án þess að liðin væru líklega til að skora fleiri mörk. Valsmenn náðu Fylki að stigum um miðja deild. Bæði lið eru með 8 stig í sex leikjum. Kristinn: Mikilvægt að skora fyrsta markið„Að fara með forystu inn í seinni hálfleik var mjög gott á móti sterku Fylkisliði sem er búið að stíga vel upp og ná í punkta,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson leikmaður Vals sem lagði upp 2 mörk í leiknum. „Þetta setti okkur í þægilega stöðu fyrir seinni hálfleik og svo vorum við líka undan vindi. Þetta spilaðist ágætlega fyrir okkur,“ sagði Kristinn sem sagði vindinn þó ekki hafa haft mikil áhrif á leikinn. „Það var ekkert logn en boltinn stoppaði í loftinu og það þurfti að reikna hann út.“ Kristinn Freyr segir það hafa verið mjög mikilvægt að skora fyrsta markið í leiknum og það hafi í raun ráðið úrslitum. „Þetta var jafn leikur og í svona leik er mikilvægt að skora fyrsta markið. Við náðum því í kvöld. Það skóp sigurinn. „Við höfum ekki verið að spila illa. Blikaleikurinn var mjög svipaður þessum, hann snérist líka um hvort liðið væri á undan að skora. „Við þurfum að ná þessu upp í næstu leikjum. Vera á undan að skora og aðeins skrefinu á undan,“ sagði Kristinn Freyr. Ásmundur: Misstum hausinn„Leikurinn er mikil vonbrigði fyrir okkur. Það var jafnræði framan af leik og bæði lið fengu tækifæri og þetta leit allt í lagi út en þeir ná markinu fyrir hlé og það sem skilur á milli heilt yfir er að þeir eru grimmari í leiknum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis. Ásmundur sagði að annað markið í leiknum hafa breytt leiknum umfram það fyrsta. Þá hafi hans menn nánast gefist upp. „Þegar þeir fá mark númer tvö þá fannst mér menn missa hausinn. Skipulagið riðlaðist og menn fóru út úr stöðum og það klárar leikinn og við fáum á okkur þriðja markið. „Það leit út eins og við höfðum gefist upp. Svo fórum við að þétta raðirnar aftur en þá var það orðið of seint,“ sagði Ásmundur. Fylkir hefur nú tapað tveimur leikjum í sumar, báðu á heimavelli og það tveimur heimaleikjum í röð. „Við erum búnir að tapa tveimur heimaleikjum í röð og það er ekki í lagi. „Valsliðið mætti vel stemmt til leiks í kvöld. Við mættum vel skipulögðu og grimmu Valsliði sem lokaði á ákveðnar leiðir hjá okkur og það tókst betur hjá þeim eins og úrslitin sýna,“ sagði Ásmundur sem óttaðist ekki að það myndi endurtaka sig ef hans menn myndi mæta ákveðnir til leiks.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira