Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. maí 2015 23:20 Birgitta er formaður Pírata. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefst þess að Birgitta Jónsdóttir biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum á Facebook. En þann 14. maí sagði hún: „Skagafjörður er Sikiley Íslands“ með frétt frá Stundinni sem fjallaði um skagfirsk áhrif á slit aðildarviðræðna ríkisstjórnar Íslands við Evrópusambandið. Byggðaráðið samþykkti ályktun um málið á fundi sínum í morgun. „Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir furðu sinni og fullri vanþóknun á ummælum Birgittu Jónsdóttur 8. þingmanns Reykjavíkur í garð Skagfirðinga og Skagafjarðar. Ummæli af þessu tagi lýsa fullu skilningsleysi þingmannsins á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi og ákveðni Skagfirðinga til að standa vörð um þessa grunnþætti í sínu héraði,“ segir í ályktuninni. Sveitarfélagið segir það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. Það sæmi hvorki þingmanni né nokkrum öðrum.Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on Thursday, May 14, 2015Lágkúruleg umræða „Er það von okkar Skagfirðinga að þingmaðurinn hefji umræðuna upp úr þeirri lágkúru sem þessi ummæli báru með sér og í þá veru að efla traust og tiltrú almennings á Alþingi, alþingismönnum og störfum þeirra. Er þess krafist að þingmaðurinn biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum.“ Sjá einnig: KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum var einnig ósáttur við ummælin og skrifaði pistil um málið fyrir nokkru. Taldi hann ummæli Píratans ekki boðleg; sikileyska mafían eru eru viðurstyggileg glæpasamtök en Kaupfélag Skagfirðinga er íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Ártorgi í Skagafirði. Elliði rekur svo það sem gerir að þessu sé ekki saman að líkja: „Kaupfélag Skagfirðinga er samvinnufélag í dreifðri eign og blönduðum rekstri. Sikileyska mafían stundar morð, mansal, vændi, nauðganir og marga þá hryllilegustu glæpi sem hægt er að hugsa sér.“ Alþingi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefst þess að Birgitta Jónsdóttir biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum á Facebook. En þann 14. maí sagði hún: „Skagafjörður er Sikiley Íslands“ með frétt frá Stundinni sem fjallaði um skagfirsk áhrif á slit aðildarviðræðna ríkisstjórnar Íslands við Evrópusambandið. Byggðaráðið samþykkti ályktun um málið á fundi sínum í morgun. „Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir furðu sinni og fullri vanþóknun á ummælum Birgittu Jónsdóttur 8. þingmanns Reykjavíkur í garð Skagfirðinga og Skagafjarðar. Ummæli af þessu tagi lýsa fullu skilningsleysi þingmannsins á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi og ákveðni Skagfirðinga til að standa vörð um þessa grunnþætti í sínu héraði,“ segir í ályktuninni. Sveitarfélagið segir það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. Það sæmi hvorki þingmanni né nokkrum öðrum.Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on Thursday, May 14, 2015Lágkúruleg umræða „Er það von okkar Skagfirðinga að þingmaðurinn hefji umræðuna upp úr þeirri lágkúru sem þessi ummæli báru með sér og í þá veru að efla traust og tiltrú almennings á Alþingi, alþingismönnum og störfum þeirra. Er þess krafist að þingmaðurinn biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum.“ Sjá einnig: KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum var einnig ósáttur við ummælin og skrifaði pistil um málið fyrir nokkru. Taldi hann ummæli Píratans ekki boðleg; sikileyska mafían eru eru viðurstyggileg glæpasamtök en Kaupfélag Skagfirðinga er íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Ártorgi í Skagafirði. Elliði rekur svo það sem gerir að þessu sé ekki saman að líkja: „Kaupfélag Skagfirðinga er samvinnufélag í dreifðri eign og blönduðum rekstri. Sikileyska mafían stundar morð, mansal, vændi, nauðganir og marga þá hryllilegustu glæpi sem hægt er að hugsa sér.“
Alþingi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira