Íslenski boltinn

Þorsteinn: Fjögur lið munu berjast um titilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Breiðabliki var spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Pepsi-deild kvenna 2015.



Blikar hafa tapað tveimur síðustu leikjum sínum fyrir Íslandsmótið sem hefst á fimmtudaginn. Í ljósi þess segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, á spáin komi á óvart en Stjarnan vann örugga sigra á Kópavogsliðinu í úrslitaleik Lengjubikarsins og Meistarakeppni KSÍ.

„Þetta kom á óvart í ljósi tveggja síðustu leikja hjá okkur við Stjörnuna, þar sem við steinlágum fyrir þeim,“ sagði Þorsteinn í samtali við Valtý Björn Valtýsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann tók við liði Breiðabliks af Hlyni Svan Eiríkssyni eftir síðasta tímabil.

„En þetta er bara spá og hún segir s.s. ekkert til um framhaldið,“ bætti Þorsteinn við en hvað lið telur hann að verði í toppbáruttunni?

„Stjarnan, Breiðablik, Þór/KA og Selfoss. Fyrirfram myndi maður giska á þessi fjögur lið. Svo eru önnur lið að styrkja sig og fá útlendinga þannig að maður gerir sér ekki alveg grein fyrir styrkleika allra liðanna,“ sagði Þorsteinn en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Stelpurnar byrja innanhúss

Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst með heilli umferð á fimmtudaginn en ekki allir leikirnir fara fram utanhúss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×