Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Fjölnir 2-0 | KR komið í gang Henry Birgir Gunnarsson í Frostaskjóli skrifar 17. maí 2015 00:01 Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR. vísir/stefán KR nældi í sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni í sumar í kvöld er Fjölnir kom í heimsókn. Það var talsverður strekkingur á KR-velli er blásið var til leiks í kvöld. Fjölnismenn spiluðu með vindinn í bakið. Heimamenn tóku strax völdin í leiknum og héldu boltanum innan sinna raða. Það var þó einkennileg leikaðferð framan af að láta miðverði liðsins negla boltanum ítrekað fram á Gary Martin. Það hafði í raun ekkert gerst þegar KR fékk víti. Sparkað aftan í hælinn á Jacob Schoop og víti dæmt. Martin tók vítið. Það var ekki gott en lak þó undir Þórð í markinu. Það var mikill skrekkur í varnarlínu Fjölnis framan af en KR tókst ekki að nýta sér það. KR tókst varla að klára sókn með skoti. Óskar Örn var týndur. KR-ingar komu ekki boltanum á hann. Þorsteinn Már mikið með boltann en gerði afar lítið með hann. Hann átti þó líklega að fá víti á 37. mínútu er Þórður markvörður braut á honum. Ekkert var þó dæmt. Fjölnismönnum gekk afar illa að beisla vindinn í hálfleiknum en tóku góðan sprett undir lokin. Hefðu hæglega getað skorað en nýttu ekki færin. KR yfir í hálfleik. KR-ingar héldu áfram að stýra umferðinni í seinni hálfleik. Það sem vakti athygli er að þeir voru ekki bara klókari heldur voru þeir líka miklu grimmari. Fjölnismenn gátu alveg búist við því að vera minna með boltann en hvað þeir gáfu eftir í baráttunni kom á óvart og er ekki boðlegt fyrir þeirra lið. Annað mark KR kom á 62. mínútu. Þá lagði besti maður vallarins, Jacob Schoop, boltann á Pálma Rafn sem skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Fyrsta mark hans fyrir KR og það dugði til að innsigla stigin þrjú. Leikurinn var nefnilega ótrúlega tíðindalaus og alvöru færi fáséð. KR alltaf líklegra en gekk bölvanlega að skapa sér færi. Fjölnismenn nánast aldrei líklegir í seinni hálfleik og KR átti sigurinn skilinn. Þetta var fínn sigur fyrir KR sem varð að fá þrjú stig. Þeir voru baráttuglaðir, skipulagðir og sterkir fyrir í vörninni. Schoop var oftar en ekki potturinn og pannan á bakvið spilið þeirra en meira hefði mátt koma út úr því oft á tíðum. Skúli Jón og Rasmus fínir saman í vörninni og Jónas Guðni spilaði innan sinna takmarka á miðjunni. Pálmi Rafn hefur verið mikið gagnrýndur fyrir fyrstu leikina enda nánast týndur. Það fór meira fyrir honum í dag og hann skoraði. Hann getur samt mikið meira en hann sýndi að þessu sinni. Gary Martin var gríðarlega duglegur en það skilaði engu. Sendingar hans slakar og hann kemur sér vart í færi. Hann er framherji liðsins, á að skora en kemur sér ekki í færi. Það er áhyggjuefni þó svo ekki sé við hann einan að sakast í þeim efnum. Svipað var upp á teningnum hjá Þorsteini Má. KR kláraði leikinn þó svo Óskar Örn væri aldrei þessu vant farþegi í þeirra leik. Þeir gerðu nóg, eru komnir með fyrsta sigurinn í pokann og geta horft fram á veginn. Fjölnismenn báru allt of mikla virðingu fyrir KR í leiknum og létu ekki finna nægilega fyrir sér. Varnarlínan hjá þeim var sterk en miðjan úti að aka. Aron var sá eini sem bjó eitthvað til frammi, Þórir var duglegur en enginn sá Ragnar Leósson fyrr en hann fór af velli.Pálmi: Ég á nóg inni Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR í kvöld er liðið vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni. "Auðvitað er gott að ná fyrsta sigrinum og fyrsta markið er bara bónus," sagði Pálmi Rafn eftir leik en hvað var hann ánægðastur með í kvöld? "Markið mitt," sagði Pálmi Rafn og glotti. "Ég var ótrúlega ánægður með baráttuna hjá okkur. Við vitum að Fjölnir er með hörkulið og það var ánægjulegt að vera alltaf ofan á í baráttunni." Þó svo KR hafi verið mikið með boltann þá var liðið ekki að skapa mikið af færum. "Við mættum vissulega skapa fleiri færi en heilt yfir erum við samt mjög sáttir. Okkur fannst við vera að spila vel í fyrstu leikjunum og eiga meira en eitt stig skilið." Pálmi hefur verið gagnrýndur fyrir sína frammistöðu í fyrstu leikjunum. Hvað fannst honum um þá gagnrýni? "Það er allt í lagi að gagnrýna. Menn gera það bara. Ég á nóg inni og stefnan er að halda áfram á þessari braut."Ágúst: Dómarinn vildi ekki gefa þeim annað víti "Þetta vr erfiður leikur fyrir okkur gegn mjög vel mönnuðu KR-liði," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis en hans lið tapaði á öllum vígstöðvum í dag. Líka í baráttunni. "Það kom dálítið á óvart. Við vissum vel að við myndum þurfa að liggja til baka og sækja hratt. Eftir að þeir skora úr vítinu var á bráttann að sækja þó svo við hefðum getað jafnað undir lok fyrri hálfleiks," segir Ágúst en hvað fannst honum um vítaspyrnudóminn? "Þetta var lítil snerting og hann lætur sig detta. Þetta var hugsanlega víti," segir Ágúst en KR virtist eiga að fá annað víti síðar í fyrri hálfleik. "Hann vildi kannski ekki gefa þeim það fyrst hann var búinn að gefa þeim annað víti." Ágúst segist annars vera nokkuð ánægður með fyrstu þrjá leikina en hefði þó viljað vera með sex stig en ekki fjögur. "Nú er það bara Keflavík næst og við ætlum að mæta brjálaðir til leiks þar."Bjarni: Við unnum baráttuna "Að sjálfsögðu er mönnum létt að hafa náð fyrsta sigrinum en það var nú ekki komið neitt panikk hjá okkur," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, sem var að vinna sinn fyrsta leik á Íslandsmóti sem þjálfari KR. "Liðsheildin hjá okkur var þrælgóð og við komum út grimmir gegn mjög sterku og vel skipulögðu Fjölnisliði. Mér fannst við vinna baráttuna. Er við gerum það þá skína gæðin í gegn. Við skorum að mínu mati tvö mjög fín mörk en hefðum getað skorað fleiri." KR skapaði sér engu að síður ekki mikið af opnum færum í leiknum. "Við áttum samt að fá annað víti í fyrri hálfleik og svo voru færi í þeim seinni. Við vorum að spila gegn þéttu og skipulögðu liði. Þeir gefa fá færi á sér og ég er því mjög ánægður með 2-0 sigur," segir Bjarni en hvað þarf KR helst að bæta að hans mati? "Við verðum að halda fókus lengur. Við gáfum aðeins færi á okkur undir lok fyrri hálfleiks. Við verðum að halda einbeitingu í 90 mínútur," segir þjálfarinn og hrósaði stemningunni í hópnum en KR-ingar fögnuðu mjög hraustlega eftir leikinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
KR nældi í sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni í sumar í kvöld er Fjölnir kom í heimsókn. Það var talsverður strekkingur á KR-velli er blásið var til leiks í kvöld. Fjölnismenn spiluðu með vindinn í bakið. Heimamenn tóku strax völdin í leiknum og héldu boltanum innan sinna raða. Það var þó einkennileg leikaðferð framan af að láta miðverði liðsins negla boltanum ítrekað fram á Gary Martin. Það hafði í raun ekkert gerst þegar KR fékk víti. Sparkað aftan í hælinn á Jacob Schoop og víti dæmt. Martin tók vítið. Það var ekki gott en lak þó undir Þórð í markinu. Það var mikill skrekkur í varnarlínu Fjölnis framan af en KR tókst ekki að nýta sér það. KR tókst varla að klára sókn með skoti. Óskar Örn var týndur. KR-ingar komu ekki boltanum á hann. Þorsteinn Már mikið með boltann en gerði afar lítið með hann. Hann átti þó líklega að fá víti á 37. mínútu er Þórður markvörður braut á honum. Ekkert var þó dæmt. Fjölnismönnum gekk afar illa að beisla vindinn í hálfleiknum en tóku góðan sprett undir lokin. Hefðu hæglega getað skorað en nýttu ekki færin. KR yfir í hálfleik. KR-ingar héldu áfram að stýra umferðinni í seinni hálfleik. Það sem vakti athygli er að þeir voru ekki bara klókari heldur voru þeir líka miklu grimmari. Fjölnismenn gátu alveg búist við því að vera minna með boltann en hvað þeir gáfu eftir í baráttunni kom á óvart og er ekki boðlegt fyrir þeirra lið. Annað mark KR kom á 62. mínútu. Þá lagði besti maður vallarins, Jacob Schoop, boltann á Pálma Rafn sem skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Fyrsta mark hans fyrir KR og það dugði til að innsigla stigin þrjú. Leikurinn var nefnilega ótrúlega tíðindalaus og alvöru færi fáséð. KR alltaf líklegra en gekk bölvanlega að skapa sér færi. Fjölnismenn nánast aldrei líklegir í seinni hálfleik og KR átti sigurinn skilinn. Þetta var fínn sigur fyrir KR sem varð að fá þrjú stig. Þeir voru baráttuglaðir, skipulagðir og sterkir fyrir í vörninni. Schoop var oftar en ekki potturinn og pannan á bakvið spilið þeirra en meira hefði mátt koma út úr því oft á tíðum. Skúli Jón og Rasmus fínir saman í vörninni og Jónas Guðni spilaði innan sinna takmarka á miðjunni. Pálmi Rafn hefur verið mikið gagnrýndur fyrir fyrstu leikina enda nánast týndur. Það fór meira fyrir honum í dag og hann skoraði. Hann getur samt mikið meira en hann sýndi að þessu sinni. Gary Martin var gríðarlega duglegur en það skilaði engu. Sendingar hans slakar og hann kemur sér vart í færi. Hann er framherji liðsins, á að skora en kemur sér ekki í færi. Það er áhyggjuefni þó svo ekki sé við hann einan að sakast í þeim efnum. Svipað var upp á teningnum hjá Þorsteini Má. KR kláraði leikinn þó svo Óskar Örn væri aldrei þessu vant farþegi í þeirra leik. Þeir gerðu nóg, eru komnir með fyrsta sigurinn í pokann og geta horft fram á veginn. Fjölnismenn báru allt of mikla virðingu fyrir KR í leiknum og létu ekki finna nægilega fyrir sér. Varnarlínan hjá þeim var sterk en miðjan úti að aka. Aron var sá eini sem bjó eitthvað til frammi, Þórir var duglegur en enginn sá Ragnar Leósson fyrr en hann fór af velli.Pálmi: Ég á nóg inni Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR í kvöld er liðið vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni. "Auðvitað er gott að ná fyrsta sigrinum og fyrsta markið er bara bónus," sagði Pálmi Rafn eftir leik en hvað var hann ánægðastur með í kvöld? "Markið mitt," sagði Pálmi Rafn og glotti. "Ég var ótrúlega ánægður með baráttuna hjá okkur. Við vitum að Fjölnir er með hörkulið og það var ánægjulegt að vera alltaf ofan á í baráttunni." Þó svo KR hafi verið mikið með boltann þá var liðið ekki að skapa mikið af færum. "Við mættum vissulega skapa fleiri færi en heilt yfir erum við samt mjög sáttir. Okkur fannst við vera að spila vel í fyrstu leikjunum og eiga meira en eitt stig skilið." Pálmi hefur verið gagnrýndur fyrir sína frammistöðu í fyrstu leikjunum. Hvað fannst honum um þá gagnrýni? "Það er allt í lagi að gagnrýna. Menn gera það bara. Ég á nóg inni og stefnan er að halda áfram á þessari braut."Ágúst: Dómarinn vildi ekki gefa þeim annað víti "Þetta vr erfiður leikur fyrir okkur gegn mjög vel mönnuðu KR-liði," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis en hans lið tapaði á öllum vígstöðvum í dag. Líka í baráttunni. "Það kom dálítið á óvart. Við vissum vel að við myndum þurfa að liggja til baka og sækja hratt. Eftir að þeir skora úr vítinu var á bráttann að sækja þó svo við hefðum getað jafnað undir lok fyrri hálfleiks," segir Ágúst en hvað fannst honum um vítaspyrnudóminn? "Þetta var lítil snerting og hann lætur sig detta. Þetta var hugsanlega víti," segir Ágúst en KR virtist eiga að fá annað víti síðar í fyrri hálfleik. "Hann vildi kannski ekki gefa þeim það fyrst hann var búinn að gefa þeim annað víti." Ágúst segist annars vera nokkuð ánægður með fyrstu þrjá leikina en hefði þó viljað vera með sex stig en ekki fjögur. "Nú er það bara Keflavík næst og við ætlum að mæta brjálaðir til leiks þar."Bjarni: Við unnum baráttuna "Að sjálfsögðu er mönnum létt að hafa náð fyrsta sigrinum en það var nú ekki komið neitt panikk hjá okkur," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, sem var að vinna sinn fyrsta leik á Íslandsmóti sem þjálfari KR. "Liðsheildin hjá okkur var þrælgóð og við komum út grimmir gegn mjög sterku og vel skipulögðu Fjölnisliði. Mér fannst við vinna baráttuna. Er við gerum það þá skína gæðin í gegn. Við skorum að mínu mati tvö mjög fín mörk en hefðum getað skorað fleiri." KR skapaði sér engu að síður ekki mikið af opnum færum í leiknum. "Við áttum samt að fá annað víti í fyrri hálfleik og svo voru færi í þeim seinni. Við vorum að spila gegn þéttu og skipulögðu liði. Þeir gefa fá færi á sér og ég er því mjög ánægður með 2-0 sigur," segir Bjarni en hvað þarf KR helst að bæta að hans mati? "Við verðum að halda fókus lengur. Við gáfum aðeins færi á okkur undir lok fyrri hálfleiks. Við verðum að halda einbeitingu í 90 mínútur," segir þjálfarinn og hrósaði stemningunni í hópnum en KR-ingar fögnuðu mjög hraustlega eftir leikinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira