Kafarar telja sig hafa fundið fjársjóð sjóræningjans William Kidd við strendur Madagaskar. Þar fundu kafararnir undir stjórn Bandaríkjamannsins Barry Clifford, 50 kílóa silfurstöng í sjónum nærri skipsflaki.
Forseti Madagaskar og embættismenn frá Bretlandi tóku við silfrinu við sérstaka athöfn á eyjunni í dag. Kafararnir telja að silfrið komi frá Suður-Ameríku og að skipið hafi verið smíðað í Bretlandi, en til að sanna það þarf að gera tilraunir á timbri úr skipinu.
Samkvæmt BBC var Kidd tekinn af lífi árioð 1701 þegar hann sneri heim úr siglingu á Indlandshafi. Hann var fæddur í Skotlandi og hafði fengið það verkefni að elta sjóræningja uppi áður en hann sneri sér sjálfur að sjóránum.
Blaðamaður BBC tístaði frá Madagaskar í dag en nokkur af tístum hans má sjá hér að neðan.
The spot where the silver bar was found. Just off the coast in shallow water. pic.twitter.com/Mk8oNE3iGl
— Martin Vogl (@martinvogl) May 7, 2015
Soldiers guard the silver treasure with the President of Madagascar in the background. pic.twitter.com/elBlVVBZrb
— Martin Vogl (@martinvogl) May 7, 2015
Barry Clifford, team leader and well known underwater explorer, after handing over the bar. pic.twitter.com/1aqOcXMvQc
— Martin Vogl (@martinvogl) May 7, 2015