Það var frábær mæting á 1. umferð Pepsi-deildar karla en alls mættu 10305 manns á leikina sex eða 1717 manns að meðaltali í leik.
Þetta er önnur besta mæting á fyrstu umferð á eftir sumrinu 2012 þegar 134 fleiri mættu á leikina sex.
Það komu yfir þúsund manns á alla sex leiki 1. umferðarinnar og yfir tvö þúsund manns á tvo þá síðustu sem voru leikur KR og FH á KR-vellinum á mánudagskvöldið (2558) og leikur Fylkis og Breiðabliks á Fylkisvellinum á fimmtudagskvöldið (2220).
Það mættu alls 2163 fleiri á 1. umferðina í ár heldur en í fyrra og það voru einnig undir 1500 manns að meðaltali á leiki fyrstu umferðarinnar árið 2013.
Yfir tíu þúsund manns mættu á fyrstu umferðina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn

Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti




