Geir: Milljarðurinn breytir ekki landslagi íslenskrar knattspyrnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2015 15:36 365 miðlar hf. og Knattspyrnusamband Íslands undirrituðu í dag stærsta samning sem gerður hefur verið um sýningarrétt frá leikjum á mótum á vegum KSÍ. Samningurinn gildir frá 2016 til 2021, yfir sex keppnistímabil. „Þetta er stærsti samningur sem hefur verið gerður um sýningarrétt á íslenskri knattspyrnu,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Tekjurnar munu rennt beint til okkar aðildarfélag, þó aðallega til félaga okkar í efstu deild. Það er hátt í milljarður á sex ára tímabili.“ Fyrirtæki að nafni Sport 5 hafði umboð um að selja réttinn fyrir hönd KSÍ síðan 1998 en þessi samningur er gerður milliliðalaust. „365 hafði samband við okkur eftir að hafa fengið tilboð frá Sport 5 og þegar ljóst var að þeir myndu mæta okkar kröfum lá beinast við að gera þetta með þessum hætti.“ Samningurinn opnar á þann möguleika að 365 sýni beint frá öllum leikjum efstu deildar karla, 132 talsins, þegar nýi samningurinn tekur gildi. Geir fagnaði því. „Ég tel að það muni breyta miklu, ekki síst varðandi sýnileika og verðmæti deildarinnar. Það er mikið markaðsstarf innan félaganna og skiptir þau gríðarlega miklu máli að þeirra leikir séu sýnilegir í sjónvarpi.“ „Þetta setur alla á sama stað og gefur öllum stuðningsmönnum tækifæri á að sjá alla leiki með sínu liði. Það hljóta að vera margir sem hafa áhuga á að fá slíkan aðgang.“ Geir telur ekki að tekjurnar sem íslensk félög fá vegna samningsins muni breyta landslagi íslenskrar knattspyrnu. „Nei. En þetta rennir styrkum stoðum undir afreksstarf félaganna. Þetta er líka mikil viðurkenning því við höfum aldrei fengið slíkar upphæðar áður.“ „Íslensk knattspyrnufélög hafa styrkst verulega á síðustu árum og margir leikmenn æfa eins og atvinnumenn á stórum hluta ársins. Allt umhverfið hefur styrkst og hefur knattspyrnan forskot á aðrar íþróttagreinar hvað það varðar. Það mun aðeins aukast með þessum samningi.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
365 miðlar hf. og Knattspyrnusamband Íslands undirrituðu í dag stærsta samning sem gerður hefur verið um sýningarrétt frá leikjum á mótum á vegum KSÍ. Samningurinn gildir frá 2016 til 2021, yfir sex keppnistímabil. „Þetta er stærsti samningur sem hefur verið gerður um sýningarrétt á íslenskri knattspyrnu,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Tekjurnar munu rennt beint til okkar aðildarfélag, þó aðallega til félaga okkar í efstu deild. Það er hátt í milljarður á sex ára tímabili.“ Fyrirtæki að nafni Sport 5 hafði umboð um að selja réttinn fyrir hönd KSÍ síðan 1998 en þessi samningur er gerður milliliðalaust. „365 hafði samband við okkur eftir að hafa fengið tilboð frá Sport 5 og þegar ljóst var að þeir myndu mæta okkar kröfum lá beinast við að gera þetta með þessum hætti.“ Samningurinn opnar á þann möguleika að 365 sýni beint frá öllum leikjum efstu deildar karla, 132 talsins, þegar nýi samningurinn tekur gildi. Geir fagnaði því. „Ég tel að það muni breyta miklu, ekki síst varðandi sýnileika og verðmæti deildarinnar. Það er mikið markaðsstarf innan félaganna og skiptir þau gríðarlega miklu máli að þeirra leikir séu sýnilegir í sjónvarpi.“ „Þetta setur alla á sama stað og gefur öllum stuðningsmönnum tækifæri á að sjá alla leiki með sínu liði. Það hljóta að vera margir sem hafa áhuga á að fá slíkan aðgang.“ Geir telur ekki að tekjurnar sem íslensk félög fá vegna samningsins muni breyta landslagi íslenskrar knattspyrnu. „Nei. En þetta rennir styrkum stoðum undir afreksstarf félaganna. Þetta er líka mikil viðurkenning því við höfum aldrei fengið slíkar upphæðar áður.“ „Íslensk knattspyrnufélög hafa styrkst verulega á síðustu árum og margir leikmenn æfa eins og atvinnumenn á stórum hluta ársins. Allt umhverfið hefur styrkst og hefur knattspyrnan forskot á aðrar íþróttagreinar hvað það varðar. Það mun aðeins aukast með þessum samningi.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15