Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. maí 2025 14:03 Sandra Sigurðardóttir stóð í marki íslenska landsliðsins á EM 2022 en hefur ekki spilað síðastliðin tvö ár. Joe Prior/Visionhaus via Getty Images Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður til margra ára, hefur tekið hanskana af hillunni til hjálpar FH og mun spila með liðinu í leiknum gegn Breiðablik á morgun. Sandra leysir af aðalmarkvörðinn Aldísi Guðlaugsdóttur, sem sleit krossband um síðustu helgi. Sandra spilaði síðast fótboltaleik sumarið 2023, þegar hún lék nokkra leiki með Grindavík og Val, en hefur nú tekið hanskana af hillunni. Fótbolti.net greindi fyrst frá. Sandra verður í markinu í leiknum gegn Breiðablik á morgun og í næstum fjórum leikjum liðsins hið minnsta, fram að landsleikjahléinu sem verður gert vegna EM í Sviss. „Það er fínt að þekkja Söndru Sig, það klárlega hjálpar til“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í samtali við íþróttadeild. Rykugir hanskar af hillunni Aldís Guðlaugsdóttir sleit krossband í 1-4 sigri FH gegn Þrótti síðastliðinn laugardag. „Við sáum á laugardaginn eftir leik að þetta liti ekkert sérstaklega vel út með Aldísi og byrjuðum að gera ráðstafanir strax þá. Nafn Söndru kom strax í huga okkur og við byrjuðum að kanna þann möguleika… Sem betur fer fyrir okkur var Sandra opinn fyrir því að taka rykugu hanskana af hillunni og hjálpa okkur. Það er bara raunin. Hún var mætt á æfingu á þriðjudag hjá okkur, var með okkur í gær og verður með okkur á æfingu á eftir. Svo bara stendur hún milli stanganna á móti Blikum á morgun“ sagði Guðni. Guðni sagði Söndru ekki hugsaða sem langtímalausn við markmannsvandræðum FH en hún komi til með að hjálpa liðinu allavega fram að EM pásunni. „Hún er bara að hjálpa okkur, hún er bara að bjarga okkur úr þessari stöðu sem við erum í. Hún tekur þá leiki sem eru, allavega, fram að EM pásu. Allavega þann tíma og svo verðum við bara að sjá hvernig framhaldið verður. Við finnum út úr því, hvort sem það verður Sandra eða annar markmaður. Það verður bara að koma í ljós, mikilvægast var að ganga hratt og örugglega til verks. Fá markmann sem maður treystir til að standa á milli stanganna.“ Ekki með varamarkmann Guðni var þá spurður út í varamarkmannsmál hjá FH, þar sem liðið var ekki með neinn varamarkmann á skýrslu gegn Þrótti og Aldís kláraði leikinn, þrátt fyrir slitið krossband. „Við erum ekki með neinn varamarkmann til að sitja á bekknum. Við erum með eina kornunga stelpu, sem er að klára tíunda bekkinn og spila með ÍH. Hennar tími mun koma og kemur síðar, þegar hún er klár í það verkefni.“ Guðni sagði þó að hann væri með nokkra útileikmenn „sem eru geggjaðar í marki“ og gætu leyst stöðuna ef Sandra skyldi meiðast í leik. Markmannsmálin séu ekki vandamál á æfingum, unga stelpan æfir alltaf með liðinu en spilar með ÍH. Strákar úr yngri flokkum FH hjálpa liðinu líka á æfingum, en mega augljóslega ekki spila. Annar leikmaður FH sem slítur krossband Aldís er á leið í aðgerð og langa endurhæfingu, eins og fylgir alltaf krossbandsslitum. Hún er annar leikmaður FH sem slítur krossband í upphafi tímabils, á eftir Vigdísi Eddu Friðriksdóttur sem sleit krossband í leik gegn Val. Þá skaddaði Íris Una Þórðardóttir liðband í leik gegn FHL og mun ekki spila fyrr en eftir EM. Fór betur en horfðist hjá fyrirliðanum Hafnfirðingar fengu þó fínar fregnir af fyrirliðanum, Örnu Eiríksdóttur, sem meiddist einnig í leiknum gegn Þrótti um síðustu helgi en „Það fór betur en á horfðist. Leit alls ekki vel út á laugardaginn en við skoðun og eftir því sem dögum fjölgar frá þessu hnjaski hennar, lítur þetta betur út… Ekki langt í að hún verði klár aftur“ sagði Guðni að lokum, tilbúinn að takast á við verkefnið sem skakkaföllum fylgja og spenntur að sjá Söndru klæða sig í hanskana aftur. Besta deild kvenna FH Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Sandra spilaði síðast fótboltaleik sumarið 2023, þegar hún lék nokkra leiki með Grindavík og Val, en hefur nú tekið hanskana af hillunni. Fótbolti.net greindi fyrst frá. Sandra verður í markinu í leiknum gegn Breiðablik á morgun og í næstum fjórum leikjum liðsins hið minnsta, fram að landsleikjahléinu sem verður gert vegna EM í Sviss. „Það er fínt að þekkja Söndru Sig, það klárlega hjálpar til“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í samtali við íþróttadeild. Rykugir hanskar af hillunni Aldís Guðlaugsdóttir sleit krossband í 1-4 sigri FH gegn Þrótti síðastliðinn laugardag. „Við sáum á laugardaginn eftir leik að þetta liti ekkert sérstaklega vel út með Aldísi og byrjuðum að gera ráðstafanir strax þá. Nafn Söndru kom strax í huga okkur og við byrjuðum að kanna þann möguleika… Sem betur fer fyrir okkur var Sandra opinn fyrir því að taka rykugu hanskana af hillunni og hjálpa okkur. Það er bara raunin. Hún var mætt á æfingu á þriðjudag hjá okkur, var með okkur í gær og verður með okkur á æfingu á eftir. Svo bara stendur hún milli stanganna á móti Blikum á morgun“ sagði Guðni. Guðni sagði Söndru ekki hugsaða sem langtímalausn við markmannsvandræðum FH en hún komi til með að hjálpa liðinu allavega fram að EM pásunni. „Hún er bara að hjálpa okkur, hún er bara að bjarga okkur úr þessari stöðu sem við erum í. Hún tekur þá leiki sem eru, allavega, fram að EM pásu. Allavega þann tíma og svo verðum við bara að sjá hvernig framhaldið verður. Við finnum út úr því, hvort sem það verður Sandra eða annar markmaður. Það verður bara að koma í ljós, mikilvægast var að ganga hratt og örugglega til verks. Fá markmann sem maður treystir til að standa á milli stanganna.“ Ekki með varamarkmann Guðni var þá spurður út í varamarkmannsmál hjá FH, þar sem liðið var ekki með neinn varamarkmann á skýrslu gegn Þrótti og Aldís kláraði leikinn, þrátt fyrir slitið krossband. „Við erum ekki með neinn varamarkmann til að sitja á bekknum. Við erum með eina kornunga stelpu, sem er að klára tíunda bekkinn og spila með ÍH. Hennar tími mun koma og kemur síðar, þegar hún er klár í það verkefni.“ Guðni sagði þó að hann væri með nokkra útileikmenn „sem eru geggjaðar í marki“ og gætu leyst stöðuna ef Sandra skyldi meiðast í leik. Markmannsmálin séu ekki vandamál á æfingum, unga stelpan æfir alltaf með liðinu en spilar með ÍH. Strákar úr yngri flokkum FH hjálpa liðinu líka á æfingum, en mega augljóslega ekki spila. Annar leikmaður FH sem slítur krossband Aldís er á leið í aðgerð og langa endurhæfingu, eins og fylgir alltaf krossbandsslitum. Hún er annar leikmaður FH sem slítur krossband í upphafi tímabils, á eftir Vigdísi Eddu Friðriksdóttur sem sleit krossband í leik gegn Val. Þá skaddaði Íris Una Þórðardóttir liðband í leik gegn FHL og mun ekki spila fyrr en eftir EM. Fór betur en horfðist hjá fyrirliðanum Hafnfirðingar fengu þó fínar fregnir af fyrirliðanum, Örnu Eiríksdóttur, sem meiddist einnig í leiknum gegn Þrótti um síðustu helgi en „Það fór betur en á horfðist. Leit alls ekki vel út á laugardaginn en við skoðun og eftir því sem dögum fjölgar frá þessu hnjaski hennar, lítur þetta betur út… Ekki langt í að hún verði klár aftur“ sagði Guðni að lokum, tilbúinn að takast á við verkefnið sem skakkaföllum fylgja og spenntur að sjá Söndru klæða sig í hanskana aftur.
Besta deild kvenna FH Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira