Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2025 16:28 Ída Marín Hermannsdóttir skoraði sigurmark FH gegn Breiðabliki. vísir/ernir FH varð í gær fyrsta liðið til að vinna Íslandsmeistara Breiðabliks í Bestu deild kvenna á tímabilinu. Lokatölur í Kaplakrika 2-1, FH-ingum í vil. Tveir aðrir leikir fóru fram í gær. Fram sigraði Tindastól, 1-0, og Valur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda. Í dag vann Þór/KA 1-0 sigur á Stjörnunni. Öll mörkin í leik FH og Breiðabliks komu í fyrri hálfleik. Sammy Smith kom Blikum yfir á 7. mínútu en Maya Lauren Hansen jafnaði þremur mínútum síðar. Á 32. mínútu skoraði Ída María Hermannsdóttir svo sigurmark heimakvenna með laglegri hælspyrnu eftir fyrirgjöf Thelmu Karenar Pálmadóttur. Breiðablik er enn á toppi deildarinnar með sextán stig, jafn mörg og Þróttur og FH. Murielle Tiernan reyndist hetja Fram gegn sínum gamla liði, Tindastóli. Hún skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Þetta var þriðji sigur Fram í síðustu fjórum leikjum en liðið er í 6. sæti með níu stig. Tindastóll er í 8. sæti með sex stig. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir reyndist hetja Víkings gegn Val en hún varði vítaspyrnu Jordyn Rhodes í uppbótartíma. Fanndís Friðriksdóttir kom Valskonum yfir eftir hálftíma en Dagný Rún Pétursdóttir jafnaði á 54. mínútu. Heimakonur fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér öll þrjú stigin en Katla kom í veg fyrir það. Valur, sem hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum, er í 7. sæti deildarinnar með átta stig. Víkingur, sem hefur bara unnið einn deildarleik, er í níunda og næstneðsta sæti með fjögur stig. Einn leikur var á dagskrá í dag. Fæstum að óvörum var það Sandra María Jessen, markadrottning síðasta tímabils, sem skoraði eina markið í 1-0 sigri Þórs/KA á Stjörnunni. Klippa: Þór/KA 1-0 Stjarnan Þór/KA er með 15 stig í 4. sæti, aðeins stigi frá toppliðunum þremur. Stjarnan er með níu stig í sjötta sæti deildarinnar. Besta deild kvenna FH Breiðablik Fram Tindastóll Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur verið kölluð inn í íslenska fótboltalandsliðið fyrir leikina gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni. 24. maí 2025 10:35 „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart. 23. maí 2025 22:25 „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Valur og Víkingur skildu jöfn í dag 1-1 í 7. umferð Bestu deild kvenna. John Andrews þjálfari Víkinga var ánægður með hvernig liðið hans spilaði í dag. 23. maí 2025 20:37 Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum FH tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 7.umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var spennandi og jafn en að lokum höfðu heimakonur sigur 2-1. Var þetta fyrsta tap meistaranna á leiktíðinni. 23. maí 2025 17:17 Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Valur fékk Víking í heimsókn, í 7. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli sem er lítil hjálp fyrir bæði lið sem hafa byrjað tímabilið afskaplega illa. 23. maí 2025 17:17 Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Markadrottningin Murielle Tiernan tryggði nýliðum Fram 1-0 sigur á Tindastól, sínu gamla félagi, þegar liðin mættust í 7. umferð Bestu deild kvenna í knattspyrnu. 23. maí 2025 16:48 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira
Öll mörkin í leik FH og Breiðabliks komu í fyrri hálfleik. Sammy Smith kom Blikum yfir á 7. mínútu en Maya Lauren Hansen jafnaði þremur mínútum síðar. Á 32. mínútu skoraði Ída María Hermannsdóttir svo sigurmark heimakvenna með laglegri hælspyrnu eftir fyrirgjöf Thelmu Karenar Pálmadóttur. Breiðablik er enn á toppi deildarinnar með sextán stig, jafn mörg og Þróttur og FH. Murielle Tiernan reyndist hetja Fram gegn sínum gamla liði, Tindastóli. Hún skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Þetta var þriðji sigur Fram í síðustu fjórum leikjum en liðið er í 6. sæti með níu stig. Tindastóll er í 8. sæti með sex stig. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir reyndist hetja Víkings gegn Val en hún varði vítaspyrnu Jordyn Rhodes í uppbótartíma. Fanndís Friðriksdóttir kom Valskonum yfir eftir hálftíma en Dagný Rún Pétursdóttir jafnaði á 54. mínútu. Heimakonur fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér öll þrjú stigin en Katla kom í veg fyrir það. Valur, sem hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum, er í 7. sæti deildarinnar með átta stig. Víkingur, sem hefur bara unnið einn deildarleik, er í níunda og næstneðsta sæti með fjögur stig. Einn leikur var á dagskrá í dag. Fæstum að óvörum var það Sandra María Jessen, markadrottning síðasta tímabils, sem skoraði eina markið í 1-0 sigri Þórs/KA á Stjörnunni. Klippa: Þór/KA 1-0 Stjarnan Þór/KA er með 15 stig í 4. sæti, aðeins stigi frá toppliðunum þremur. Stjarnan er með níu stig í sjötta sæti deildarinnar.
Besta deild kvenna FH Breiðablik Fram Tindastóll Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur verið kölluð inn í íslenska fótboltalandsliðið fyrir leikina gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni. 24. maí 2025 10:35 „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart. 23. maí 2025 22:25 „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Valur og Víkingur skildu jöfn í dag 1-1 í 7. umferð Bestu deild kvenna. John Andrews þjálfari Víkinga var ánægður með hvernig liðið hans spilaði í dag. 23. maí 2025 20:37 Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum FH tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 7.umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var spennandi og jafn en að lokum höfðu heimakonur sigur 2-1. Var þetta fyrsta tap meistaranna á leiktíðinni. 23. maí 2025 17:17 Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Valur fékk Víking í heimsókn, í 7. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli sem er lítil hjálp fyrir bæði lið sem hafa byrjað tímabilið afskaplega illa. 23. maí 2025 17:17 Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Markadrottningin Murielle Tiernan tryggði nýliðum Fram 1-0 sigur á Tindastól, sínu gamla félagi, þegar liðin mættust í 7. umferð Bestu deild kvenna í knattspyrnu. 23. maí 2025 16:48 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira
Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur verið kölluð inn í íslenska fótboltalandsliðið fyrir leikina gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni. 24. maí 2025 10:35
„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart. 23. maí 2025 22:25
„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Valur og Víkingur skildu jöfn í dag 1-1 í 7. umferð Bestu deild kvenna. John Andrews þjálfari Víkinga var ánægður með hvernig liðið hans spilaði í dag. 23. maí 2025 20:37
Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum FH tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 7.umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var spennandi og jafn en að lokum höfðu heimakonur sigur 2-1. Var þetta fyrsta tap meistaranna á leiktíðinni. 23. maí 2025 17:17
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Valur fékk Víking í heimsókn, í 7. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli sem er lítil hjálp fyrir bæði lið sem hafa byrjað tímabilið afskaplega illa. 23. maí 2025 17:17
Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Markadrottningin Murielle Tiernan tryggði nýliðum Fram 1-0 sigur á Tindastól, sínu gamla félagi, þegar liðin mættust í 7. umferð Bestu deild kvenna í knattspyrnu. 23. maí 2025 16:48