Ronaldo segir þessum kafla lokið Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2025 08:00 Cristiano Ronaldo lánaðist ekki að landa stórum titli í búningi Al Nassr. Getty/Mohammed Saad Cristiano Ronaldo virðist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir sádiarabíska félagið Al Nassr í gær, þegar hann skoraði sitt 800. mark fyrir félagslið á ferlinum. Ronaldo og Sadio Mané skoruðu mörk Al Nassr sem mætti Al Fateh í lokaumferð sádiarabísku úrvalsdeildarinnar en urðu að sætta sig við 3-2 tap. Al Nassr endaði í 3. sæti deildarinnar, þrettán stigum á eftir meisturum Al Ittihad. Innan við klukkutíma eftir að leiknum lauk hafði birst færsla á samfélagsmiðlum Ronaldos þar sem sagði: „Þessum kafla er lokið. Sagan? Enn verið að skrifa hana. Þakklátur öllum.“ View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Fleira kom ekki fram en erfitt að skilja þessi orð öðruvísi en að kaflanum hjá Al Nassr sé lokið. Á tveimur og hálfu ári Ronaldo með liðinu lánaðist þessum sigursæla Portúgala ekki að vinna stóran titil sem verður að teljast óvenjulegt á hans ferli. Ronaldo tjáði sig ekki frekar um framhaldið en samkvæmt Goal er hann einna helst orðaður við bandarísku MLS-deildina og sitt gamla félag Sporting Lissabon í Portúgal. Það er að minnsta kosti ljóst að þessi fertugi leikmaður ætlar sér að halda áfram að spila fótbolta. Ronaldo er á sínum stað í landsliðshópi Portúgals sem Roberto Martinez valdi fyrir úrslit Þjóðadeildarinnar. Portúgalar mæta þar Þjóðverjum í undanúrslitum á miðvikudaginn í næstu viku en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Spánn og Frakkland. Úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sæti fara svo fram 8. júní en allir leikirnir verða í Þýskalandi. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Sjá meira
Ronaldo og Sadio Mané skoruðu mörk Al Nassr sem mætti Al Fateh í lokaumferð sádiarabísku úrvalsdeildarinnar en urðu að sætta sig við 3-2 tap. Al Nassr endaði í 3. sæti deildarinnar, þrettán stigum á eftir meisturum Al Ittihad. Innan við klukkutíma eftir að leiknum lauk hafði birst færsla á samfélagsmiðlum Ronaldos þar sem sagði: „Þessum kafla er lokið. Sagan? Enn verið að skrifa hana. Þakklátur öllum.“ View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Fleira kom ekki fram en erfitt að skilja þessi orð öðruvísi en að kaflanum hjá Al Nassr sé lokið. Á tveimur og hálfu ári Ronaldo með liðinu lánaðist þessum sigursæla Portúgala ekki að vinna stóran titil sem verður að teljast óvenjulegt á hans ferli. Ronaldo tjáði sig ekki frekar um framhaldið en samkvæmt Goal er hann einna helst orðaður við bandarísku MLS-deildina og sitt gamla félag Sporting Lissabon í Portúgal. Það er að minnsta kosti ljóst að þessi fertugi leikmaður ætlar sér að halda áfram að spila fótbolta. Ronaldo er á sínum stað í landsliðshópi Portúgals sem Roberto Martinez valdi fyrir úrslit Þjóðadeildarinnar. Portúgalar mæta þar Þjóðverjum í undanúrslitum á miðvikudaginn í næstu viku en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Spánn og Frakkland. Úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sæti fara svo fram 8. júní en allir leikirnir verða í Þýskalandi.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Sjá meira