Geir: Milljarðurinn breytir ekki landslagi íslenskrar knattspyrnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2015 15:36 365 miðlar hf. og Knattspyrnusamband Íslands undirrituðu í dag stærsta samning sem gerður hefur verið um sýningarrétt frá leikjum á mótum á vegum KSÍ. Samningurinn gildir frá 2016 til 2021, yfir sex keppnistímabil. „Þetta er stærsti samningur sem hefur verið gerður um sýningarrétt á íslenskri knattspyrnu,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Tekjurnar munu rennt beint til okkar aðildarfélag, þó aðallega til félaga okkar í efstu deild. Það er hátt í milljarður á sex ára tímabili.“ Fyrirtæki að nafni Sport 5 hafði umboð um að selja réttinn fyrir hönd KSÍ síðan 1998 en þessi samningur er gerður milliliðalaust. „365 hafði samband við okkur eftir að hafa fengið tilboð frá Sport 5 og þegar ljóst var að þeir myndu mæta okkar kröfum lá beinast við að gera þetta með þessum hætti.“ Samningurinn opnar á þann möguleika að 365 sýni beint frá öllum leikjum efstu deildar karla, 132 talsins, þegar nýi samningurinn tekur gildi. Geir fagnaði því. „Ég tel að það muni breyta miklu, ekki síst varðandi sýnileika og verðmæti deildarinnar. Það er mikið markaðsstarf innan félaganna og skiptir þau gríðarlega miklu máli að þeirra leikir séu sýnilegir í sjónvarpi.“ „Þetta setur alla á sama stað og gefur öllum stuðningsmönnum tækifæri á að sjá alla leiki með sínu liði. Það hljóta að vera margir sem hafa áhuga á að fá slíkan aðgang.“ Geir telur ekki að tekjurnar sem íslensk félög fá vegna samningsins muni breyta landslagi íslenskrar knattspyrnu. „Nei. En þetta rennir styrkum stoðum undir afreksstarf félaganna. Þetta er líka mikil viðurkenning því við höfum aldrei fengið slíkar upphæðar áður.“ „Íslensk knattspyrnufélög hafa styrkst verulega á síðustu árum og margir leikmenn æfa eins og atvinnumenn á stórum hluta ársins. Allt umhverfið hefur styrkst og hefur knattspyrnan forskot á aðrar íþróttagreinar hvað það varðar. Það mun aðeins aukast með þessum samningi.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
365 miðlar hf. og Knattspyrnusamband Íslands undirrituðu í dag stærsta samning sem gerður hefur verið um sýningarrétt frá leikjum á mótum á vegum KSÍ. Samningurinn gildir frá 2016 til 2021, yfir sex keppnistímabil. „Þetta er stærsti samningur sem hefur verið gerður um sýningarrétt á íslenskri knattspyrnu,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Tekjurnar munu rennt beint til okkar aðildarfélag, þó aðallega til félaga okkar í efstu deild. Það er hátt í milljarður á sex ára tímabili.“ Fyrirtæki að nafni Sport 5 hafði umboð um að selja réttinn fyrir hönd KSÍ síðan 1998 en þessi samningur er gerður milliliðalaust. „365 hafði samband við okkur eftir að hafa fengið tilboð frá Sport 5 og þegar ljóst var að þeir myndu mæta okkar kröfum lá beinast við að gera þetta með þessum hætti.“ Samningurinn opnar á þann möguleika að 365 sýni beint frá öllum leikjum efstu deildar karla, 132 talsins, þegar nýi samningurinn tekur gildi. Geir fagnaði því. „Ég tel að það muni breyta miklu, ekki síst varðandi sýnileika og verðmæti deildarinnar. Það er mikið markaðsstarf innan félaganna og skiptir þau gríðarlega miklu máli að þeirra leikir séu sýnilegir í sjónvarpi.“ „Þetta setur alla á sama stað og gefur öllum stuðningsmönnum tækifæri á að sjá alla leiki með sínu liði. Það hljóta að vera margir sem hafa áhuga á að fá slíkan aðgang.“ Geir telur ekki að tekjurnar sem íslensk félög fá vegna samningsins muni breyta landslagi íslenskrar knattspyrnu. „Nei. En þetta rennir styrkum stoðum undir afreksstarf félaganna. Þetta er líka mikil viðurkenning því við höfum aldrei fengið slíkar upphæðar áður.“ „Íslensk knattspyrnufélög hafa styrkst verulega á síðustu árum og margir leikmenn æfa eins og atvinnumenn á stórum hluta ársins. Allt umhverfið hefur styrkst og hefur knattspyrnan forskot á aðrar íþróttagreinar hvað það varðar. Það mun aðeins aukast með þessum samningi.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15