Heppilegra ef Hanna Birna hefði gert hreint fyrir sínum dyrum Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2015 20:44 Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur aftur sæti á Alþingi á morgun. Vísir/Daníel/Valli Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að það hefði verið heppilegra ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefði komið fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins til að ræða framgöngu sína í lekamálinu svokallaða áður en hún tæki aftur sæti á þingi. Helgi sagði þetta í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag. „Hún verður að vega það og meta hvernig hún telur sína stöðu vera gagnvart þeim sem hana kusu. Það er auðvitað bara það sem hún þarf að gera upp við þá sem hún situr í umboði fyrir.“ Hanna Birna mun aftur taka sæti á Alþingi á morgun, en hún sagði af sér sem ráðherra 21. nóvember síðastliðinn. Helgi segir það vera hluti af þessu máli sem hafi aldrei verið kláraður. „Það er kannski óþægilegt að hún skuli ekki hafa lokið því áður en hún tekur þessa ákvörðun. Hún bara afþakkaði boð um að koma og ræða málin á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það er sem ólokið í þessu er framkoma hennar eða samskipti við Alþingi sem ráðherra.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist lítast vel á það að Hanna Birna snúi aftur á þing. „Hún er kjörinn þingmaður og á að mæta í vinnuna.“ Brynjar segist halda að það að almennt ríki friður um endurkomu Hönnu Birnu innan Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef reyndar ekki kannað það. Auðvitað getur verið að fólk hafi mismunandi skoðanir á því hvað sé best að gera og hvað sé skynsamlegast fyrir hana að gera og svo framvegis. Það er bara eins og gengur og gerist.“ Umboðsmaður Alþingis kynnti niðurstöðu á frumkvæðisathugun sinni á samskiptum Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í janúar síðastliðinn. Var það mat umboðsmanns að samskipti Hönnu Birnu við Stefán, á meðan lögreglan rannsakaði ráðuneytið, hefðu verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. Alþingi Tengdar fréttir Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12 Hanna Birna tekur sæti á þingi eftir viku Fjórtán dagar eftir af þinginu þegar hún mætir til leiks. 20. apríl 2015 14:35 Hanna Birna fær jafnréttisviðurkenningu fyrir að vera brautryðjandi í stjórnmálum Fimmtán konur hlutu í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. 22. apríl 2015 20:25 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að það hefði verið heppilegra ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefði komið fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins til að ræða framgöngu sína í lekamálinu svokallaða áður en hún tæki aftur sæti á þingi. Helgi sagði þetta í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag. „Hún verður að vega það og meta hvernig hún telur sína stöðu vera gagnvart þeim sem hana kusu. Það er auðvitað bara það sem hún þarf að gera upp við þá sem hún situr í umboði fyrir.“ Hanna Birna mun aftur taka sæti á Alþingi á morgun, en hún sagði af sér sem ráðherra 21. nóvember síðastliðinn. Helgi segir það vera hluti af þessu máli sem hafi aldrei verið kláraður. „Það er kannski óþægilegt að hún skuli ekki hafa lokið því áður en hún tekur þessa ákvörðun. Hún bara afþakkaði boð um að koma og ræða málin á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það er sem ólokið í þessu er framkoma hennar eða samskipti við Alþingi sem ráðherra.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist lítast vel á það að Hanna Birna snúi aftur á þing. „Hún er kjörinn þingmaður og á að mæta í vinnuna.“ Brynjar segist halda að það að almennt ríki friður um endurkomu Hönnu Birnu innan Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef reyndar ekki kannað það. Auðvitað getur verið að fólk hafi mismunandi skoðanir á því hvað sé best að gera og hvað sé skynsamlegast fyrir hana að gera og svo framvegis. Það er bara eins og gengur og gerist.“ Umboðsmaður Alþingis kynnti niðurstöðu á frumkvæðisathugun sinni á samskiptum Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í janúar síðastliðinn. Var það mat umboðsmanns að samskipti Hönnu Birnu við Stefán, á meðan lögreglan rannsakaði ráðuneytið, hefðu verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar.
Alþingi Tengdar fréttir Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12 Hanna Birna tekur sæti á þingi eftir viku Fjórtán dagar eftir af þinginu þegar hún mætir til leiks. 20. apríl 2015 14:35 Hanna Birna fær jafnréttisviðurkenningu fyrir að vera brautryðjandi í stjórnmálum Fimmtán konur hlutu í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. 22. apríl 2015 20:25 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12
Hanna Birna tekur sæti á þingi eftir viku Fjórtán dagar eftir af þinginu þegar hún mætir til leiks. 20. apríl 2015 14:35
Hanna Birna fær jafnréttisviðurkenningu fyrir að vera brautryðjandi í stjórnmálum Fimmtán konur hlutu í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. 22. apríl 2015 20:25