„Það hefur hrúgast svo mikið inn af skráningum síðan 13. mars að ég er enn staddur á 24. mars og hef hreinlega ekki haft undan við að uppfæra félagatalið,“ segir Finnur Þ. Gunnþórsson, formaður framkvæmdaráðs Pírata.
Heildarfjöldi Pírata í lok mars var 1.443 og í þeim mánuði skráðu 513 sig í Pírata. Þá tölu á þó eftir að staðfesta þar sem enn er ekki búið að fara yfir þær nýskráningar sem bárust eftir 24. mars.
Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata og varamaður í framkvæmdaráði Pírata, gerði meðfylgjandi gröf út frá nýskráningartölum Pírata. Á fyrstu myndinni má sjá fjölda skráninga eftir mánuðum, frá nóvember 2012.
Á annarri myndinni má sjá fjölda skráninga eftir dögum í mars. Á þriðju myndinni má sjá aldursdreifingu Pírata.



Niðurstöður könnunar MMR, sem birtar voru þann 19. mars, sýndu að Píratar voru þá orðnir stærstir. Þar mældist fylgi þeirra 23,9 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 23,4 prósenta fylgi.