Fyrir neðan virðingu Alþingis að taka við skýrslu á ensku sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 31. mars 2015 20:25 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, furðar sig á skýrslu Frosta Sigurjónssonar um endurbætur á peningakerfinu, sem rituð er á ensku. vísir/vilhelm Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, segir ákvörðun Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahagsnefndar Alþingis, um að skila skýrslu sinni á ensku sæta furðu. Skýr lög gildi um stöðu íslenskrar tungu; hún sé mál Alþingis og stjórnvalda og því sé það fyrir neðan virðingu Alþingis að taka við skýrslunni. Skýringar Frosta eru á þá leið að of dýrt og tímafrekt hafi verið að þýða skýrsluna á íslensku. Eiríkur segir þau rök út í hött.Orðhengilsháttur og rökleysa „Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að það kostar eitthvað að tala íslensku í landinu. Það er um ár síðan Frosta var falið að skrifa þessa skýrslu og hefði verið lagt upp með það að skrifa skýrsluna á íslensku þá hefði ekki farið neinn auka tími í þetta. Hvað varðar kostnaðinn fékk hann fjórar milljónir til ráðstöfunar en segist bara hafa notað helminginn. Það hefði verið hægt að nota til að þýða skýrsluna,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. „Það er hans ákvörðun að skrifa skýrsluna á ensku þannig að þetta er bara orðhengilsháttur og engin rök í málinu,“ bætir hann við. Þá segir Eiríkur að með því að skila inn opinberum gögnum á annarri tungu en móðurmálinu aukist líkur á misskilningi umtalsvert. Skýrsla utanríkisráðherra sé gott dæmi um það. „Manni finnst ekki þurfa að ræða það að opinber gögn sem lögð eru fyrir þingið hljóti að þurfa að vera á íslensku.“ Samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu er íslenska þjóðtunga og opinbert mál á Íslandi. Íslenska er mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, skóla á öllum skólastigum og annarra stofnana sem hafa með höndum framkvæmdir og veita almannaþjónustu. Alþingi Tengdar fréttir Segir þjóðpeningakerfi nothæfan grundvöll endurbóta Frosti Sigurjónsson skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. 31. mars 2015 10:51 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, segir ákvörðun Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahagsnefndar Alþingis, um að skila skýrslu sinni á ensku sæta furðu. Skýr lög gildi um stöðu íslenskrar tungu; hún sé mál Alþingis og stjórnvalda og því sé það fyrir neðan virðingu Alþingis að taka við skýrslunni. Skýringar Frosta eru á þá leið að of dýrt og tímafrekt hafi verið að þýða skýrsluna á íslensku. Eiríkur segir þau rök út í hött.Orðhengilsháttur og rökleysa „Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að það kostar eitthvað að tala íslensku í landinu. Það er um ár síðan Frosta var falið að skrifa þessa skýrslu og hefði verið lagt upp með það að skrifa skýrsluna á íslensku þá hefði ekki farið neinn auka tími í þetta. Hvað varðar kostnaðinn fékk hann fjórar milljónir til ráðstöfunar en segist bara hafa notað helminginn. Það hefði verið hægt að nota til að þýða skýrsluna,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. „Það er hans ákvörðun að skrifa skýrsluna á ensku þannig að þetta er bara orðhengilsháttur og engin rök í málinu,“ bætir hann við. Þá segir Eiríkur að með því að skila inn opinberum gögnum á annarri tungu en móðurmálinu aukist líkur á misskilningi umtalsvert. Skýrsla utanríkisráðherra sé gott dæmi um það. „Manni finnst ekki þurfa að ræða það að opinber gögn sem lögð eru fyrir þingið hljóti að þurfa að vera á íslensku.“ Samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu er íslenska þjóðtunga og opinbert mál á Íslandi. Íslenska er mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, skóla á öllum skólastigum og annarra stofnana sem hafa með höndum framkvæmdir og veita almannaþjónustu.
Alþingi Tengdar fréttir Segir þjóðpeningakerfi nothæfan grundvöll endurbóta Frosti Sigurjónsson skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. 31. mars 2015 10:51 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Segir þjóðpeningakerfi nothæfan grundvöll endurbóta Frosti Sigurjónsson skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. 31. mars 2015 10:51