Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2015 15:35 Flugfélög hafa ákveðið að yfirfara verkferla sína í kjölfar flugslyssins í Frakklandi. Vísir/GVA Bæði Icelandair og Wow Air ætla að taka upp þá vinnureglu upp í flugi að aldrei séu færri en tveir úr áhöfn í flugstjórnarklefanum. Þessi ákvörðun er tekin í vegna þess harmleiks sem átti sér stað þegar aðstoðarflugmaður Germanwings-vélarinnar brotlenti vélinni viljandi í Ölpunum á þriðjudag. Flugstjórinn vélarinnar hafði yfirgefið flugstjórnarklefann til að fara á salernið. Þegar hann kom til baka hafði aðstoðarflugmaðurinn læst flugstjórnarklefanum, hægt á vélinni og sett hana í dýfu. Á hljóðupptökum má heyra flugstjórann biðja flugmanninn um að hleypa sér inn en honum er aldrei svarað. Nú þegar hafa nokkur flugfélög boðað að héðan í frá megi aldrei vera færri en tveir í flugstjórnarklefanum hverju sinni eftir að þetta kom í ljós í dag. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið hafa tekið upp þessa vinnureglu og að hún komi til framkvæmda strax. „Í framhaldi af þessum fréttum af ástæðum flugslyssins í Frakklandi hefur Icelandair ákveðið að taka þessa vinnureglu upp í flugi að aldrei séu færri en tveir úr áhöfninni í flugstjórnarklefanum. Þannig að ef annar flugmaðurinn þarf að fara frá þá komi flugfreyja eða flugþjónn inn í klefann,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir fyrirtækið fylgja alþjóðlegum stöðlum og að það sé ekki vinnuregla hjá fyrirtækinu að aldrei megi vera færri en tveir í flugstjórnarklefanum hverju sinni. „En í ljósi þessarar sorglegu fréttar erum við að yfirfæra verkferla og meðal annars mun það fela í sér innleiðingu á þessari reglu,“ segir Svanhvít. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Icelandair WOW Air Þýskaland Tengdar fréttir Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Bæði Icelandair og Wow Air ætla að taka upp þá vinnureglu upp í flugi að aldrei séu færri en tveir úr áhöfn í flugstjórnarklefanum. Þessi ákvörðun er tekin í vegna þess harmleiks sem átti sér stað þegar aðstoðarflugmaður Germanwings-vélarinnar brotlenti vélinni viljandi í Ölpunum á þriðjudag. Flugstjórinn vélarinnar hafði yfirgefið flugstjórnarklefann til að fara á salernið. Þegar hann kom til baka hafði aðstoðarflugmaðurinn læst flugstjórnarklefanum, hægt á vélinni og sett hana í dýfu. Á hljóðupptökum má heyra flugstjórann biðja flugmanninn um að hleypa sér inn en honum er aldrei svarað. Nú þegar hafa nokkur flugfélög boðað að héðan í frá megi aldrei vera færri en tveir í flugstjórnarklefanum hverju sinni eftir að þetta kom í ljós í dag. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið hafa tekið upp þessa vinnureglu og að hún komi til framkvæmda strax. „Í framhaldi af þessum fréttum af ástæðum flugslyssins í Frakklandi hefur Icelandair ákveðið að taka þessa vinnureglu upp í flugi að aldrei séu færri en tveir úr áhöfninni í flugstjórnarklefanum. Þannig að ef annar flugmaðurinn þarf að fara frá þá komi flugfreyja eða flugþjónn inn í klefann,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir fyrirtækið fylgja alþjóðlegum stöðlum og að það sé ekki vinnuregla hjá fyrirtækinu að aldrei megi vera færri en tveir í flugstjórnarklefanum hverju sinni. „En í ljósi þessarar sorglegu fréttar erum við að yfirfæra verkferla og meðal annars mun það fela í sér innleiðingu á þessari reglu,“ segir Svanhvít.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Icelandair WOW Air Þýskaland Tengdar fréttir Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31