Enski boltinn

Scholes skýtur á Mourinho: Chelsea er ekki frábært lið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Scholes lætur José Mourinho heyra það.
Paul Scholes lætur José Mourinho heyra það. vísir/getty
Paul Scholes, fyrrverandi miðjumaður Manchester United, skýtur föstum skotum að José Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, í pistli sínum í enska blaðinu Manchester Evening Standard.

Scholes fannst skrýtið að hjá Mourinho kalla Chelsea-liðið frábært eins og hann gerði í síðasta mánuði fyrir einvígið gegn Paris Saint-Germain í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Enska landsliðsmanninum fyrrverandi fannst það ótímabær ummæli hjá Portúgalanum. Það kom svo á daginn að Chelsea komst ekki áfram, en liðið gat ekki unnið tíu leikmenn PSG á Stamford Bridge á miðvikudagskvöldið.

Sjá einnig:Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða

„Í undirbúningi fyrir fyrri leikinn gegn Paris Saint-Germain í síðasta mánuði sagði José Moruinho að það mætti nú þegar tala um Chelsea sem frábært lið. Það fannst mér ótímabært svo fastar sé ekki að orði kveðið,“ segir Scholes.

„Frábær lið skapa sér ekki bara eitt marktækifæri í útleik í Evrópu eins og Chelsea gerði í París. Og frábærum liðum tekst svo sannarlega ekki að láta mótherja sína, sem spila manni færri, leggja sig að velli eins og Chelsea gerði á miðvikudagskvöldið.“

„Þó PSG væri að spila með tíu menn inn á var það samt að skapa færi eins og þegar Cavani skaut í stöngina undir lok fyrri hálfleiks. Þetta er það sem bestu liðin gera, meira að segja á útivelli.“

„Það að Chelsea hafi varla getað skapað sér í færi í París og aftur í þessari viku sýnir hversu langt það er frá því að vera talið á meðal bestu liða Evrópu,“ segir Paul Scholes.


Tengdar fréttir

Dýrasta varnarlína sögunnar á Brúnni í kvöld

Franska liðið Paris Saint-Germain mætir Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og menn hafa bent á verðmiðann á þeim fjórum leikmönnum sem skipa vörn liðsins í þessum mikilvæga leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×