Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2015 15:59 David Luiz fagnar jöfnunarmarki sínu með tilþrifum. Vísir/Getty Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Frammistaða Chelsea olli miklum vonbrigðum og liðinu tókst ekki að nýta sér það að stóru dómar leiksins hafi fallið með enska liðinu. Lærisveinar Jose Mourinho sóttu ekki sigurinn ellefu á móti tíu og þurftu á endanum að sætta sig við að falla úr leik í sextán liða úrslitunum. Frakkarnir náðu þar með að hefna fyrir tapið á móti Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra. Chelsea liðið lék manni fleiri frá 32. mínútu leiksins eftir að Zlatan Ibrahimović fékk beint rautt spjald en tókst engu að síður að jafna tvisvar sinnum eftir að hafa lengt marki undir. Leikmönnum Chelsea tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og heldur ekki að halda út á lokamínútunum eftir að Gary Cahill kom liðinu í 1-0 níu mínútum fyrir leikslok. David Luiz jafnaði nefnilega metin á 86. mínútu. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma alveg eins og í fyrri leiknum í París en Eden Hazard kom Chelsea í 2-1 í framlengingunni með því að skora úr vítaspyrnu á 96. mínútu. Leikmenn Paris Saint-Germain gáfust ekki upp og Thiago Silva, sem hafði fengið dæmda á sig vítaspyrnuna, tryggði sínu liði sæti í næstu umferð með því að jafna metin á 114. mínútu leiksins. Rauða spjaldið á Zlatan Ibrahimović leit út fyrir að vera dauðadómur fyrir franska liðið en flestir geta verið sammála að það hafi verið rangur dómur hjá Hollendingnum Björn Kuipers. Paris Saint-Germain sýndi hinsvegar magnaða frammistöðu manni færri og vann einn stærsta sigurinn í sögu félagsins.Zlatan Ibrahimović fékk rautt spjald eftir 32 mínútur Cahill skorar fyrir Chelsea David Luiz tryggir PSG framlengingu Hazard skorar í framlengingunni Markið sem sendi Chelsea út úr Meistaradeildinni Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Frammistaða Chelsea olli miklum vonbrigðum og liðinu tókst ekki að nýta sér það að stóru dómar leiksins hafi fallið með enska liðinu. Lærisveinar Jose Mourinho sóttu ekki sigurinn ellefu á móti tíu og þurftu á endanum að sætta sig við að falla úr leik í sextán liða úrslitunum. Frakkarnir náðu þar með að hefna fyrir tapið á móti Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra. Chelsea liðið lék manni fleiri frá 32. mínútu leiksins eftir að Zlatan Ibrahimović fékk beint rautt spjald en tókst engu að síður að jafna tvisvar sinnum eftir að hafa lengt marki undir. Leikmönnum Chelsea tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og heldur ekki að halda út á lokamínútunum eftir að Gary Cahill kom liðinu í 1-0 níu mínútum fyrir leikslok. David Luiz jafnaði nefnilega metin á 86. mínútu. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma alveg eins og í fyrri leiknum í París en Eden Hazard kom Chelsea í 2-1 í framlengingunni með því að skora úr vítaspyrnu á 96. mínútu. Leikmenn Paris Saint-Germain gáfust ekki upp og Thiago Silva, sem hafði fengið dæmda á sig vítaspyrnuna, tryggði sínu liði sæti í næstu umferð með því að jafna metin á 114. mínútu leiksins. Rauða spjaldið á Zlatan Ibrahimović leit út fyrir að vera dauðadómur fyrir franska liðið en flestir geta verið sammála að það hafi verið rangur dómur hjá Hollendingnum Björn Kuipers. Paris Saint-Germain sýndi hinsvegar magnaða frammistöðu manni færri og vann einn stærsta sigurinn í sögu félagsins.Zlatan Ibrahimović fékk rautt spjald eftir 32 mínútur Cahill skorar fyrir Chelsea David Luiz tryggir PSG framlengingu Hazard skorar í framlengingunni Markið sem sendi Chelsea út úr Meistaradeildinni
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira