Fyrrverandi formaður Framsóknar segir stjórnarflokkana sýna stjórnskipan lýðveldisins fyrirlitningu Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2015 12:57 Jón Sigurðsson Fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Tveir fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins lýsa undrun sinni á hvernig núverandi forysta og stjórnarflokkar halda á Evrópumálunum. Jón Sigurðsson segir utanríkisráðherra troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd með bréfi sínu til Evrópusambandsins. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir aðferð ríkisstjórnarinnar í tengslum við ESB viðræðurnar athygliverða. Þegar spurt sé hvort viðræðunum sé slitið með bréfi utanríkisráðherra sé því ekki svarað beint af utanríkisráðherranum en hins vegar reyni formaður Sjálfstæðisflokksins að taka af skarið með að svo sé. Í vandræðagangi sínum kasti ríkisstjórnin boltanum til ESB og vonist til að þar á bæ verði kveðið upp úr með það að umræðunum sé slitið. Síðan muni andstæðingar viðræðnanna segja að ESB hafi slitið viðræðum við Ísland. Og Valgerður spyr hvernig eigi að halda fjármagni í landinu eftir að fjármagnsflutningar milli landa innan Evrópu verði gefnir frjálsir? Þetta sé eitt af því sem geri að verkum að Ísland verði að skoða mögulega aðild að Evrópusambandinu. Jón Sigurðsson flokksbróðir hennar og einnig fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins gagnrýnir harðlega að ekkert samráð hafi verið haft við utanríkismálanefnd Alþingis áður en utanríkisráðherra afhenti fulltrúa Evrópusambandsins bréfið á fimmtudag. Hvað finnst þér um þennan nýjasta snúning í evrópumálunum? „Hann er auðvitað mikil vonbrigði að því leyti að það er verið að troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd og Alþingi,“ segir Jón. Það hafi verið nefndarvika á Alþingi og því hægt um vik að kynna málið í utanríkismálanefnd ef þetta bréf hafi falið í sér formlega yfirlýsingu sem breytti einhverju í jafn mikilvægu máli og samskiptin við Evrópusambandið væru. Ef bréfið breyti hins vegar engu, þá sé það ný skýring á málinu. „En eins og er þá lítur þetta út eins og mikil léttúð, kæruleysi eða fyrirlitning á stjórnskipan lýðveldisins,“ segir Jón.Málið komið í uppnám hjá stjórnarflokkunum Báðir stjórnarflokkarnir séu komnir í versta uppnám með þetta mál. Í ljósi góðs meirihluta stjórnarflokkanna og traustan formann í utanríkismálanefnd sé þetta furðulegt. Þá tekur hann undir með Valgerði Sverrisdóttur að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að loka fyrir möguleikann á aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Nei ég held að það sé alveg ljóst að það getur ekki þjónað hagsmunum Íslendinga að fækka þeim tækifærum sem þeir hafa. Fækka þeim möguleikum sem þeir hafa. Það hlýtur að vera stefna ríkisstjórnar í fullvalda lýðveldi að reyna að fjölga þeim tækifærum sem þjóðin hefur. Fjölga þeim möguleikum, fjölga þeim leiðum sem eru opnar fyrir valkosti í framtíð,“ segir Jón. Það sé farsælast að þjóðin fái að greiða atkvæði um þessi mál og sú þjóðaratkvæðagreiðsla hljóti einhvern tíma að fara fram. „En mér finnst bara fyrst og fremst núna ljóst að ríkisstjórnin er búin að missa þetta mál eiginlega algerlega út úr höndunum. Og eins og ég segi; ég skil það ekki almennilega. Vegna þess að hún hefur meirihluta í utanríkismálanefnd. Hún hefur meirihluta á Alþingi. Nú þykjast þeir ætla að leysa þetta mál með einföldu bréfi. Þetta er algerlega óskiljanlegt,“ segir Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Tveir fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins lýsa undrun sinni á hvernig núverandi forysta og stjórnarflokkar halda á Evrópumálunum. Jón Sigurðsson segir utanríkisráðherra troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd með bréfi sínu til Evrópusambandsins. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir aðferð ríkisstjórnarinnar í tengslum við ESB viðræðurnar athygliverða. Þegar spurt sé hvort viðræðunum sé slitið með bréfi utanríkisráðherra sé því ekki svarað beint af utanríkisráðherranum en hins vegar reyni formaður Sjálfstæðisflokksins að taka af skarið með að svo sé. Í vandræðagangi sínum kasti ríkisstjórnin boltanum til ESB og vonist til að þar á bæ verði kveðið upp úr með það að umræðunum sé slitið. Síðan muni andstæðingar viðræðnanna segja að ESB hafi slitið viðræðum við Ísland. Og Valgerður spyr hvernig eigi að halda fjármagni í landinu eftir að fjármagnsflutningar milli landa innan Evrópu verði gefnir frjálsir? Þetta sé eitt af því sem geri að verkum að Ísland verði að skoða mögulega aðild að Evrópusambandinu. Jón Sigurðsson flokksbróðir hennar og einnig fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins gagnrýnir harðlega að ekkert samráð hafi verið haft við utanríkismálanefnd Alþingis áður en utanríkisráðherra afhenti fulltrúa Evrópusambandsins bréfið á fimmtudag. Hvað finnst þér um þennan nýjasta snúning í evrópumálunum? „Hann er auðvitað mikil vonbrigði að því leyti að það er verið að troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd og Alþingi,“ segir Jón. Það hafi verið nefndarvika á Alþingi og því hægt um vik að kynna málið í utanríkismálanefnd ef þetta bréf hafi falið í sér formlega yfirlýsingu sem breytti einhverju í jafn mikilvægu máli og samskiptin við Evrópusambandið væru. Ef bréfið breyti hins vegar engu, þá sé það ný skýring á málinu. „En eins og er þá lítur þetta út eins og mikil léttúð, kæruleysi eða fyrirlitning á stjórnskipan lýðveldisins,“ segir Jón.Málið komið í uppnám hjá stjórnarflokkunum Báðir stjórnarflokkarnir séu komnir í versta uppnám með þetta mál. Í ljósi góðs meirihluta stjórnarflokkanna og traustan formann í utanríkismálanefnd sé þetta furðulegt. Þá tekur hann undir með Valgerði Sverrisdóttur að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að loka fyrir möguleikann á aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Nei ég held að það sé alveg ljóst að það getur ekki þjónað hagsmunum Íslendinga að fækka þeim tækifærum sem þeir hafa. Fækka þeim möguleikum sem þeir hafa. Það hlýtur að vera stefna ríkisstjórnar í fullvalda lýðveldi að reyna að fjölga þeim tækifærum sem þjóðin hefur. Fjölga þeim möguleikum, fjölga þeim leiðum sem eru opnar fyrir valkosti í framtíð,“ segir Jón. Það sé farsælast að þjóðin fái að greiða atkvæði um þessi mál og sú þjóðaratkvæðagreiðsla hljóti einhvern tíma að fara fram. „En mér finnst bara fyrst og fremst núna ljóst að ríkisstjórnin er búin að missa þetta mál eiginlega algerlega út úr höndunum. Og eins og ég segi; ég skil það ekki almennilega. Vegna þess að hún hefur meirihluta í utanríkismálanefnd. Hún hefur meirihluta á Alþingi. Nú þykjast þeir ætla að leysa þetta mál með einföldu bréfi. Þetta er algerlega óskiljanlegt,“ segir Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira