Á áttunda þúsund krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2015 20:15 Sjö til átta þúsund manns komu saman til friðasamlegra mótmæla á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar vegna stefnu hennar og athafna í evrópumálum. Skorað var á þingmenn stjórnar jafnt sem stjórnarandstöðu að verja lýðræðið í landinu og vanþóknun lýst á bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins. Viðbrögðin við bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins þar sem því er lýst yfir að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að sambandinu hefur vakið snörp viðbrögð í þjóðfélaginu. Þannig lýsti t.d. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins stöðunni á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Maður veit eiginlega ekki hvort á að taka þetta í alvöru eða gamni. Það er eiginlega engu líkara en að - og ég hygg að ef maður myndi horfa á þetta utanfrá séð þá myndi maður halda að ríkisstjórnin hefði útvistað utanríkismálunum til leikskólans á Grænuborg,” sagði Þorsteinn.Ekki til Bessastaða? „Það má vel vera. Svo er spurningin hver er munurinn þar á milli,” segir Þorsteinn.Lýðræði og ráðherraræði Ræðumenn á mótmælafundinum í dag gerðu allir lýðræðið og ráðherraræðið að umræðuefni. Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálfræðingur sagði ríkisstjórnina brjóta siðareglur ráðherra og vitnaði í þær. „Reglurnar kveða einnig á um að ráðherra megi ekki leyna upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess.Ljóst er að ríkisstjórnin er stjarnfræðilega langt frá því að starfa í anda þessara reglna,“ sagði Jóna Sólveig og bætti við: Verjum Alþingi. Verjum stofnunina sem er undirstaða alls á Íslandi. Berjumst fyrir lýðræðinu. Austurvöllur var þéttskipaður mótmælendum sem tóku vel undir hvatningarorð ræðumanna. Fólk mótmælti því að ekki væri staðið við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu og því að Alþingi kæmi ekki að ákvarðanatöku um framtíð samskipta við Evrópusambandið. „Ég held að allir sem eru mættir hérna núna í dag séu mættir til að krefjast þess að ríkisstjórnin vinni fyrir fólkið í landinu en ekki einhverja sérhagsmuni,“ sagði Andri Sigurðsson einn skipuleggjenda mótmælanna. Hann væri ekki endilega hlyntur því að ganga í Evrópusambandið en virða þyrfti lýðræðislega reglur samfélagsins. Jórunn Frímannsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var ein ræðumanna á mótmælafundinum. Hún sagðist oft fá þær háðsglósur frá sumum flokkssystkina sinna hvort hún vildi bara ekki ganga í Samfylkinguna. Hún svaraði því alltaf neitandi en vel gæti verið að hún tæki þátt í stofnun á nýjum flokki. Guðrún Pétursdóttir sem einnig á rætur í Sjálfstæðisflokknum og bauð sig fram til forseta árið 1996 sagði m.a. í sinni ræðu að það mikilvægasta sem fólk ætti væri að hægt væri að trúa orðum þess. En stjórnarherrarnir hefðu margoft svikið sín loforð til þjóðarinnar. Þegar Stefanía Stefánsdóttir einn mótmælenda var spurð hvað henni þætti um bréf utanríkisráðherra sagði hún einfaldlega: „Ég á ekki til orð yfir það.“ Hún ætlaði sér að mæta áfram á mótmælafundi á næstu dögum og vikum. „Ég vil fá að meta sjálfur hvort undanþágur eða sérlausnir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum séu nægjanlegar til að ég geti fallist á þær. Ég vil fá að ákveða það sjálfur. Ég vil ekki að Gunnar Bragi Sveinsson ákveði það fyrir mig,“ sagði Illugi Jökulsson m.a. í sinni ræðu. „Ég bara skil þær ekki,“ sagði Guðjón Eiríksson einn mótmælenda, þegar hann var spurður út í bréfaskriftir utanríkisráðherra. „Ég skil ekki hvernig menn geta sagt eitt fyrir kosningar en gert svo eitthvað allt annað eftir kosningar,“ sagði Guðjón. KK söng fyrir fundarmenn í upphafi fundar og Hemúllinn söng einnig kröftuglega við góðar undirtektir fundarmanna þar sem þessi hending kom fyrir:Sigmundur Davíð hvar er peningurinn þinn?Virkjanir í landi voru rísavilji þjóðar aldrei framar sést LÍÚ mun ykkur lofa og prísa og loforðin, loforðin, hverfa fyrir rest.Yfirlýsing mótmælafundarins:Ríkisstjórn Íslands lætur sér vestrænar lýðræðishefðir í léttu rúmi liggja þegar kemur að málum sem hún er á móti. Ráðherrar hennar víla ekki fyrir sér að svíkja kosningaloforð og þegar þeir eru minntir á eigin orð kemur ekkert af viti á móti, engin rök, ekkert málefnalegt, engin samræða, heldur fullyrðingar um að þeir hafi lýðræðislegan rétt til að gera hvað sem þeim sýnist.Síðasta útspil ríkisstjórnarinnar endurspeglar gerræðislega stjórnarhætti. Það er á okkar ábyrgð, borgara þessa lands, að svara fullum hálsi og stöðva þessa þróun áður en hún leiðir okkur til stjórnarhátta sem engum hugnast, nema þeim sem sitja á valdastólum. Ríkisstjórn Íslands hefur lítilsvirt lýðræðið í landinu og ber því tafarlaust að segja af sér. Hingað og ekki lengra! Alþingi Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Sjö til átta þúsund manns komu saman til friðasamlegra mótmæla á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar vegna stefnu hennar og athafna í evrópumálum. Skorað var á þingmenn stjórnar jafnt sem stjórnarandstöðu að verja lýðræðið í landinu og vanþóknun lýst á bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins. Viðbrögðin við bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins þar sem því er lýst yfir að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að sambandinu hefur vakið snörp viðbrögð í þjóðfélaginu. Þannig lýsti t.d. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins stöðunni á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Maður veit eiginlega ekki hvort á að taka þetta í alvöru eða gamni. Það er eiginlega engu líkara en að - og ég hygg að ef maður myndi horfa á þetta utanfrá séð þá myndi maður halda að ríkisstjórnin hefði útvistað utanríkismálunum til leikskólans á Grænuborg,” sagði Þorsteinn.Ekki til Bessastaða? „Það má vel vera. Svo er spurningin hver er munurinn þar á milli,” segir Þorsteinn.Lýðræði og ráðherraræði Ræðumenn á mótmælafundinum í dag gerðu allir lýðræðið og ráðherraræðið að umræðuefni. Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálfræðingur sagði ríkisstjórnina brjóta siðareglur ráðherra og vitnaði í þær. „Reglurnar kveða einnig á um að ráðherra megi ekki leyna upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess.Ljóst er að ríkisstjórnin er stjarnfræðilega langt frá því að starfa í anda þessara reglna,“ sagði Jóna Sólveig og bætti við: Verjum Alþingi. Verjum stofnunina sem er undirstaða alls á Íslandi. Berjumst fyrir lýðræðinu. Austurvöllur var þéttskipaður mótmælendum sem tóku vel undir hvatningarorð ræðumanna. Fólk mótmælti því að ekki væri staðið við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu og því að Alþingi kæmi ekki að ákvarðanatöku um framtíð samskipta við Evrópusambandið. „Ég held að allir sem eru mættir hérna núna í dag séu mættir til að krefjast þess að ríkisstjórnin vinni fyrir fólkið í landinu en ekki einhverja sérhagsmuni,“ sagði Andri Sigurðsson einn skipuleggjenda mótmælanna. Hann væri ekki endilega hlyntur því að ganga í Evrópusambandið en virða þyrfti lýðræðislega reglur samfélagsins. Jórunn Frímannsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var ein ræðumanna á mótmælafundinum. Hún sagðist oft fá þær háðsglósur frá sumum flokkssystkina sinna hvort hún vildi bara ekki ganga í Samfylkinguna. Hún svaraði því alltaf neitandi en vel gæti verið að hún tæki þátt í stofnun á nýjum flokki. Guðrún Pétursdóttir sem einnig á rætur í Sjálfstæðisflokknum og bauð sig fram til forseta árið 1996 sagði m.a. í sinni ræðu að það mikilvægasta sem fólk ætti væri að hægt væri að trúa orðum þess. En stjórnarherrarnir hefðu margoft svikið sín loforð til þjóðarinnar. Þegar Stefanía Stefánsdóttir einn mótmælenda var spurð hvað henni þætti um bréf utanríkisráðherra sagði hún einfaldlega: „Ég á ekki til orð yfir það.“ Hún ætlaði sér að mæta áfram á mótmælafundi á næstu dögum og vikum. „Ég vil fá að meta sjálfur hvort undanþágur eða sérlausnir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum séu nægjanlegar til að ég geti fallist á þær. Ég vil fá að ákveða það sjálfur. Ég vil ekki að Gunnar Bragi Sveinsson ákveði það fyrir mig,“ sagði Illugi Jökulsson m.a. í sinni ræðu. „Ég bara skil þær ekki,“ sagði Guðjón Eiríksson einn mótmælenda, þegar hann var spurður út í bréfaskriftir utanríkisráðherra. „Ég skil ekki hvernig menn geta sagt eitt fyrir kosningar en gert svo eitthvað allt annað eftir kosningar,“ sagði Guðjón. KK söng fyrir fundarmenn í upphafi fundar og Hemúllinn söng einnig kröftuglega við góðar undirtektir fundarmanna þar sem þessi hending kom fyrir:Sigmundur Davíð hvar er peningurinn þinn?Virkjanir í landi voru rísavilji þjóðar aldrei framar sést LÍÚ mun ykkur lofa og prísa og loforðin, loforðin, hverfa fyrir rest.Yfirlýsing mótmælafundarins:Ríkisstjórn Íslands lætur sér vestrænar lýðræðishefðir í léttu rúmi liggja þegar kemur að málum sem hún er á móti. Ráðherrar hennar víla ekki fyrir sér að svíkja kosningaloforð og þegar þeir eru minntir á eigin orð kemur ekkert af viti á móti, engin rök, ekkert málefnalegt, engin samræða, heldur fullyrðingar um að þeir hafi lýðræðislegan rétt til að gera hvað sem þeim sýnist.Síðasta útspil ríkisstjórnarinnar endurspeglar gerræðislega stjórnarhætti. Það er á okkar ábyrgð, borgara þessa lands, að svara fullum hálsi og stöðva þessa þróun áður en hún leiðir okkur til stjórnarhátta sem engum hugnast, nema þeim sem sitja á valdastólum. Ríkisstjórn Íslands hefur lítilsvirt lýðræðið í landinu og ber því tafarlaust að segja af sér. Hingað og ekki lengra!
Alþingi Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent