Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. mars 2015 15:39 vísir/gva Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. Hann sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru á mjög traustum stjórnskipunarlegum grunni. Utanríkismál væru á forræði framkvæmdavaldsins en ekki löggjafans og því geti Alþingi ekki gripið inn í meðferð utanríkismála. Hann beri þó virðingu fyrir því að stjórnarandstöðunni hafi þótt fram hjá sér og þinginu gengið. Þá sagði Gunnar að það ætti engum að dyljast að ríkisstjórnin hafi haft það á stefnuskránni að binda endi á umsóknarferli Íslands að Evrópusambandinu. Stefna ríkisstjórnarflokkanna hefði öllum verið ljós og því hefðu flokkarnir fengið skýrt brautargengi í kosningunum. „Það fóru fram kosningar þar sem afstaða fyrra þings laut í lægra haldi og gjörbreytti pólitísku landslagi á Íslandi. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus og mönnum hefur verið tíðrætt um lýðræðislega stjórnarhætti síðustu daga. Í því samhengi verður að halda því til haga að það samræmist ekki lýðræðislegum stjórnarháttum ef ný ríkisstjórn er bundin því að fylgja eftir stefnumálum fyrri ríkisstjórnar sem kjósendur hafa hafnað,“ sagði Gunnar Bragi. „Mín skoðun er síðan sú að til að endurvekja þetta ferli þá þurfi að endurnýja umsóknina og það fari best á því að það það verði þjóðin sem það geri í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig að því verði staðið er mál seinni tíma. Síðari ríkisstjórna en ekki síður ESB sem leggur línurnar um hvernig staðið verði að málum. Nú er staðan sú að málið er á borði ESB og það er fyrir sambandið að vega það og meta hvernig það bregst við bréfinu,“ sagði hann jafnframt og bætti við að hann ætti ekki von á öðru en að Evrópusambandið myndi fallast á beiðni íslenskra stjórnvalda.Hægt er að hlusta á ræðu Gunnars Braga í heild hér. Alþingi Tengdar fréttir Tilraun til að lenda ESB málinu í góðu Ákvörðunin tekin í samráði við ESB. 16. mars 2015 18:59 Skorar á stjórnarandstöðu að láta reyna á vantraust Þingforseti segir ekki gengið á rétt þingsins 16. mars 2015 20:05 Bréf til ESB hættulegt fordæmi Viðskiptaráð fordæmir léleg vinnubrögð stjórnvalda vegna viðræðuslita. 17. mars 2015 08:15 Brigslað um svik og svínarí Hiti var í þingmönnum í gær vegna ESB-mála. Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um valdníðslu og brot gegn þingræðinu. Forsætisráðherra sagður svíkja drengskaparheit. Besta mögulega leiðin, segir forsætisráðherra. 17. mars 2015 07:30 Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. Hann sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru á mjög traustum stjórnskipunarlegum grunni. Utanríkismál væru á forræði framkvæmdavaldsins en ekki löggjafans og því geti Alþingi ekki gripið inn í meðferð utanríkismála. Hann beri þó virðingu fyrir því að stjórnarandstöðunni hafi þótt fram hjá sér og þinginu gengið. Þá sagði Gunnar að það ætti engum að dyljast að ríkisstjórnin hafi haft það á stefnuskránni að binda endi á umsóknarferli Íslands að Evrópusambandinu. Stefna ríkisstjórnarflokkanna hefði öllum verið ljós og því hefðu flokkarnir fengið skýrt brautargengi í kosningunum. „Það fóru fram kosningar þar sem afstaða fyrra þings laut í lægra haldi og gjörbreytti pólitísku landslagi á Íslandi. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus og mönnum hefur verið tíðrætt um lýðræðislega stjórnarhætti síðustu daga. Í því samhengi verður að halda því til haga að það samræmist ekki lýðræðislegum stjórnarháttum ef ný ríkisstjórn er bundin því að fylgja eftir stefnumálum fyrri ríkisstjórnar sem kjósendur hafa hafnað,“ sagði Gunnar Bragi. „Mín skoðun er síðan sú að til að endurvekja þetta ferli þá þurfi að endurnýja umsóknina og það fari best á því að það það verði þjóðin sem það geri í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig að því verði staðið er mál seinni tíma. Síðari ríkisstjórna en ekki síður ESB sem leggur línurnar um hvernig staðið verði að málum. Nú er staðan sú að málið er á borði ESB og það er fyrir sambandið að vega það og meta hvernig það bregst við bréfinu,“ sagði hann jafnframt og bætti við að hann ætti ekki von á öðru en að Evrópusambandið myndi fallast á beiðni íslenskra stjórnvalda.Hægt er að hlusta á ræðu Gunnars Braga í heild hér.
Alþingi Tengdar fréttir Tilraun til að lenda ESB málinu í góðu Ákvörðunin tekin í samráði við ESB. 16. mars 2015 18:59 Skorar á stjórnarandstöðu að láta reyna á vantraust Þingforseti segir ekki gengið á rétt þingsins 16. mars 2015 20:05 Bréf til ESB hættulegt fordæmi Viðskiptaráð fordæmir léleg vinnubrögð stjórnvalda vegna viðræðuslita. 17. mars 2015 08:15 Brigslað um svik og svínarí Hiti var í þingmönnum í gær vegna ESB-mála. Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um valdníðslu og brot gegn þingræðinu. Forsætisráðherra sagður svíkja drengskaparheit. Besta mögulega leiðin, segir forsætisráðherra. 17. mars 2015 07:30 Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Skorar á stjórnarandstöðu að láta reyna á vantraust Þingforseti segir ekki gengið á rétt þingsins 16. mars 2015 20:05
Bréf til ESB hættulegt fordæmi Viðskiptaráð fordæmir léleg vinnubrögð stjórnvalda vegna viðræðuslita. 17. mars 2015 08:15
Brigslað um svik og svínarí Hiti var í þingmönnum í gær vegna ESB-mála. Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um valdníðslu og brot gegn þingræðinu. Forsætisráðherra sagður svíkja drengskaparheit. Besta mögulega leiðin, segir forsætisráðherra. 17. mars 2015 07:30
Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15
Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48