Emil lét húðflúra mynd af látnum föður sínum á handlegginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2015 10:30 Emil Hallfreðsson og Hallfreður Emilsson. vísir/andri marinó/instagram Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, birti á mánudaginn á Instagram-síðu sinni nýtt húðflúr sem hann lét gera á framhandlegg sinn. Þar skartar hann nú glæsilegu flúri sem er gert eftir mynd af föður hans, Hallfreði Emilssyni, sem lést fyrir aldur fram í september á síðasta ári. Gunnar V, húðflúrlistamaður, ferðaðist til Verona, þar sem Emil spilar, til að flúra landsliðsmanninn. „Ég var svo heppinn að fá boð til Ítalíu til að flúra Emil Hallfreðsson. Ég verð hér í viku og þvílík borg. Þetta er húðflúr af föður hans sem lést nýlega. Þvílíkur heiður að vera treyst til að gera þetta flúr,“ segir Gunnar V á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir einnig myndir af flúrinu. Sjálfur fagnar Emil því að Gunnar hafi komið til Verona. „Ótrúlega gaman að Gunnar V skuli hafa gefið sér tíma og kíkt á mig til Verona og flúrað portrait af pabba mínum svona snilldarlega á mig. Minningin um besta pabba í heimi lifir,“ skrifar hann á Instagram. Emil og Hallfreður voru mjög nánir, en hann talaði mikið um faðir sinn og andlát hans í kringum landsleiki Íslands gegn Lettlandi og Hollandi í september. Þrátt fyrir mikið áfall gaf Emil kost á sér í leikina og spilaði frábærlega. „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði Emil við Vísi eftir sigurinn á Hollandi. Emil skoraði svo í lok október glæsilegt mark fyrir Hellas Verona á móti Napoli í ítölsku A-deildinni og táraðist nánast af gleði, en þegar hann fagnaði horfði Emil til himins og tileinkaði föður sínum markið. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu. Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað,“ sagði Emil við Vísi fyrir leik Lettlands og Íslands. Emil hefur spilað frábærlega fyrir Hellas Verona að undanförnu sem eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið, en það mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 í lok mánaðarins. Þar verður Emil vafalítið í stóru hlutverki eins og alla undankeppnina. Ótrúlega gaman að @gunnar_v_tattoo_artist skuli hafa gefið sér tíma og kíkt á mig til Verona og flúrað portrait af pabba mínum svona snilldarlega á mig. Minningin um besta pabba í heimi lifir A photo posted by @emmihall on Mar 16, 2015 at 10:42am PDT Post by Gunnar V - Icelandic tattoo artist. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, birti á mánudaginn á Instagram-síðu sinni nýtt húðflúr sem hann lét gera á framhandlegg sinn. Þar skartar hann nú glæsilegu flúri sem er gert eftir mynd af föður hans, Hallfreði Emilssyni, sem lést fyrir aldur fram í september á síðasta ári. Gunnar V, húðflúrlistamaður, ferðaðist til Verona, þar sem Emil spilar, til að flúra landsliðsmanninn. „Ég var svo heppinn að fá boð til Ítalíu til að flúra Emil Hallfreðsson. Ég verð hér í viku og þvílík borg. Þetta er húðflúr af föður hans sem lést nýlega. Þvílíkur heiður að vera treyst til að gera þetta flúr,“ segir Gunnar V á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir einnig myndir af flúrinu. Sjálfur fagnar Emil því að Gunnar hafi komið til Verona. „Ótrúlega gaman að Gunnar V skuli hafa gefið sér tíma og kíkt á mig til Verona og flúrað portrait af pabba mínum svona snilldarlega á mig. Minningin um besta pabba í heimi lifir,“ skrifar hann á Instagram. Emil og Hallfreður voru mjög nánir, en hann talaði mikið um faðir sinn og andlát hans í kringum landsleiki Íslands gegn Lettlandi og Hollandi í september. Þrátt fyrir mikið áfall gaf Emil kost á sér í leikina og spilaði frábærlega. „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði Emil við Vísi eftir sigurinn á Hollandi. Emil skoraði svo í lok október glæsilegt mark fyrir Hellas Verona á móti Napoli í ítölsku A-deildinni og táraðist nánast af gleði, en þegar hann fagnaði horfði Emil til himins og tileinkaði föður sínum markið. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu. Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað,“ sagði Emil við Vísi fyrir leik Lettlands og Íslands. Emil hefur spilað frábærlega fyrir Hellas Verona að undanförnu sem eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið, en það mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 í lok mánaðarins. Þar verður Emil vafalítið í stóru hlutverki eins og alla undankeppnina. Ótrúlega gaman að @gunnar_v_tattoo_artist skuli hafa gefið sér tíma og kíkt á mig til Verona og flúrað portrait af pabba mínum svona snilldarlega á mig. Minningin um besta pabba í heimi lifir A photo posted by @emmihall on Mar 16, 2015 at 10:42am PDT Post by Gunnar V - Icelandic tattoo artist.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira