Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2014 21:34 Emil tekur skot á markið. Vísir/andri marinó „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann að loknum fræknum sigri á Hollandi. Emil, sem missti föður sinn á dögunum, fór á kostum með íslenska liðinu líkt og í 3-0 sigrinum á Lettum. Hann virtist á köflum svífa á grænu grasinu og fór oft illa með Hollendinga. Undir það tók landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í leikslok. „Hann hefur verið frábær í öllum þremur leikjunum,“ sagði Lars Lagerback á blaðamannafundi um frammistöðu Hafnfirðingsins sem er fastamaður hjá Hellas Verona í Serie A. „Ég er líka í góðu standi, spila með mínu félagsliði og finn fyrir trausti hjá Lars og Heimi. Þetta virkar allt saman. Það er bara gaman að ná að sýna góða leiki,“ sagði Emil aðspurður um frammistöðu sína undanfarið sem hefur vakið mikla athygli. Emil lét vaða ótt og títt í sigrinum á Lettum og hlóð aftur í skot af löngu færi í kvöld. Svo virðist sem hann langi mikið að skora: „Það passar alveg. Það er langt síðan ég skoraði síðast. Maður verður bara að reyna meira. Ég reyndi bara einu sinni í dag en þannig séð er mér nokkuð sama á meðan við vinnum.“ Emil segir að félagar sínir hjá ítalska liðinu sé líklega farnir að taka aðeins mark á íslenska liðinu núna í ljósi árangursins í kjölfar síðustu undankeppni. „Þeir eiga samt örugglega erfitt með að trúa markatölunni 8-0 og níu stig eftir þrjá leiki. Þetta er ótrúlegt, öllum finnst það en þetta er raunveruleikinn og við förum ótrúlega sáttir heim.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12 Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
„Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann að loknum fræknum sigri á Hollandi. Emil, sem missti föður sinn á dögunum, fór á kostum með íslenska liðinu líkt og í 3-0 sigrinum á Lettum. Hann virtist á köflum svífa á grænu grasinu og fór oft illa með Hollendinga. Undir það tók landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í leikslok. „Hann hefur verið frábær í öllum þremur leikjunum,“ sagði Lars Lagerback á blaðamannafundi um frammistöðu Hafnfirðingsins sem er fastamaður hjá Hellas Verona í Serie A. „Ég er líka í góðu standi, spila með mínu félagsliði og finn fyrir trausti hjá Lars og Heimi. Þetta virkar allt saman. Það er bara gaman að ná að sýna góða leiki,“ sagði Emil aðspurður um frammistöðu sína undanfarið sem hefur vakið mikla athygli. Emil lét vaða ótt og títt í sigrinum á Lettum og hlóð aftur í skot af löngu færi í kvöld. Svo virðist sem hann langi mikið að skora: „Það passar alveg. Það er langt síðan ég skoraði síðast. Maður verður bara að reyna meira. Ég reyndi bara einu sinni í dag en þannig séð er mér nokkuð sama á meðan við vinnum.“ Emil segir að félagar sínir hjá ítalska liðinu sé líklega farnir að taka aðeins mark á íslenska liðinu núna í ljósi árangursins í kjölfar síðustu undankeppni. „Þeir eiga samt örugglega erfitt með að trúa markatölunni 8-0 og níu stig eftir þrjá leiki. Þetta er ótrúlegt, öllum finnst það en þetta er raunveruleikinn og við förum ótrúlega sáttir heim.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12 Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12
Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30