Íslenski boltinn

Eyjamenn sömdu við Hollending til tveggja ára

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tryggvi Guðmundsson og Jóhannes Harðarson, þjálfarar ÍBV, með Siers á fundinum í dag.
Tryggvi Guðmundsson og Jóhannes Harðarson, þjálfarar ÍBV, með Siers á fundinum í dag. VÍSIR/pjetur
ÍBV gekk frá tveggja ára samningi við hollenska leikmanninn Mees Junior Siers á blaðamannafundi í Ölgerði í dag og mun hann spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar.

Siers kemur til Eyjamanna frá SönderjyskE í Danmörku, en hann kom aðeins þrisvar sinnum við sögu hjá danska liðinu fyrir áramót.

Hann getur bæði spilað sem bakvörður og miðjumaður en er fenginn til ÍBV til að styrkja miðsvæðið.

Siers var áður á mála hjá Helmond Sport, AGOVV og De Graafschap í næstefstu deild hollenska boltans.

Hollendingurinn er sjötti leikmaðurinn sem ÍBV fær til sín. Það fékk þrjá leikmenn frá föllnu liði Fram; Aron Bjarnason, Hafstein Briem og Benedikt Októ Bjarnason auk varnarmannanna Avni Pepa og Tom Skogsrud sem sömdu við liðið á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×