Íslenski boltinn

Íslandsmeistararnir og stórleikurinn í beinni útsendingu í fyrstu umferð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Daníel Laxdal fagnar Íslandsbikarnum í fyrra.
Daníel Laxdal fagnar Íslandsbikarnum í fyrra. vísir/andri marinó
Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefst 3. maí, en fimm leikir fara fram þann sunnudaginn og einn af stórleikjum Íslandsmótsins fylgir í kjölfarið degi síðar.

Stöð 2 Sport hefur ákveðið hvaða leikir verða sýndir í beinni útsendingu í fyrstu umferðinni, en byrjað verður á Skaganum.

Sunnudaginn 3. maí tekur ÍA á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar, en eins og alltaf eru meistararnir í beinni útsendingu í fyrstu umferð. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Síðasti leikur fyrstu umferðarinnar verður svo mánudaginn 4. maí, en þar mætast erkifjendurnir KR og FH í Frostaskjóli.

Pepsi-mörkin verða svo vitaskuld á dagskrá eftir hverja umferð. Þátturinn hefur sitt áttunda starfsár klukkan 22.00 mánudaginn 4. maí, eftir KR-FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×