Forsætisráðherra telur vænlegra að semja um krónutöluhækkanir en prósentur Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2015 18:45 Forsætisráðherra vill skoða að samið verði um krónutöluhækkanir launa í stað prósentuhækkana í komandi kjarasamningum. það sé ekki vænlegt til árangurs að einblína á sömu prósentuhækkun upp allan launaskalann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar fagnaði nýgerðum kjarasamningum lækna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hins vegar væri yfirlýsingar ráðherra um kjaramál misvísandi. Þannig hefði félagsmálaráðherra sagt að svigrúm væri til meiri launahækkana á almennum markaði en Seðlabankinn og fleiri töluðu um upp á 3,5 prósent. En fjármálaráðherra hefði ítrekað að svigrúmið væri ekki meira en það. Árni Páll sagði hjúkrunarfræðinga eðlilega hafa miklar væntingar um launahækkanir enda eftirsóttir starfskraftar utan landsteinanna eins og læknar. „Með sama hætti horfir lágtekjufólk til þess svigrúms sem kann að vera fyrir umtalsverðar kjarabætur. Enda hafa skattbreytingar ríkisstjórnarinnar bitnað fyrst og fremst á lágtekjufólki allt frá því hún tók til starfa,“ sagði Árni Páll. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði rangt að skatta- og gjaldabreytingar ríkisstjórnarinnar hefðu ekki komið láglaunafólki til góða. Og hann lýsti eftir nýjum aðferðum í þeim kjaraviðræðum sem eru framundan. „Hvað varðar spurningu háttvirts þingmanns um hvort ég sé sammála mati hæstvirts fjármálaráðherra eða hæstvirts félagsmálaráðherra, þá er því auðsvarað. Ég er sammála mati beggja ráðherra,“ sagði forsætisráðherra. Hann væri sammála fjármálaráðherra um að samið verði með þeim hætti að það treysti stöðugleika í þjóðfélaginu og félagsmálaráðherra um að svigrúm væri til að hækka laun. Þá hafi hann talaði fyrir því að menn hættu að einblína á prósentur. „Vegna þess að ef menn einblína á prósentur og að sama prósentuhækkun eigi að ná upp allan skalann, þá sé það ekki vænlegt til árangurs í þeim kjarasamningum sem framundan eru. Þess vegna sé skynsamlegra að líta á krónutöluhækkanir og huga að því að bæta áfram kjör milli- og lágtekjufólks eins og hefur verið raunin það sem af er stjórnartíð þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Forsætisráðherra vill skoða að samið verði um krónutöluhækkanir launa í stað prósentuhækkana í komandi kjarasamningum. það sé ekki vænlegt til árangurs að einblína á sömu prósentuhækkun upp allan launaskalann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar fagnaði nýgerðum kjarasamningum lækna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hins vegar væri yfirlýsingar ráðherra um kjaramál misvísandi. Þannig hefði félagsmálaráðherra sagt að svigrúm væri til meiri launahækkana á almennum markaði en Seðlabankinn og fleiri töluðu um upp á 3,5 prósent. En fjármálaráðherra hefði ítrekað að svigrúmið væri ekki meira en það. Árni Páll sagði hjúkrunarfræðinga eðlilega hafa miklar væntingar um launahækkanir enda eftirsóttir starfskraftar utan landsteinanna eins og læknar. „Með sama hætti horfir lágtekjufólk til þess svigrúms sem kann að vera fyrir umtalsverðar kjarabætur. Enda hafa skattbreytingar ríkisstjórnarinnar bitnað fyrst og fremst á lágtekjufólki allt frá því hún tók til starfa,“ sagði Árni Páll. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði rangt að skatta- og gjaldabreytingar ríkisstjórnarinnar hefðu ekki komið láglaunafólki til góða. Og hann lýsti eftir nýjum aðferðum í þeim kjaraviðræðum sem eru framundan. „Hvað varðar spurningu háttvirts þingmanns um hvort ég sé sammála mati hæstvirts fjármálaráðherra eða hæstvirts félagsmálaráðherra, þá er því auðsvarað. Ég er sammála mati beggja ráðherra,“ sagði forsætisráðherra. Hann væri sammála fjármálaráðherra um að samið verði með þeim hætti að það treysti stöðugleika í þjóðfélaginu og félagsmálaráðherra um að svigrúm væri til að hækka laun. Þá hafi hann talaði fyrir því að menn hættu að einblína á prósentur. „Vegna þess að ef menn einblína á prósentur og að sama prósentuhækkun eigi að ná upp allan skalann, þá sé það ekki vænlegt til árangurs í þeim kjarasamningum sem framundan eru. Þess vegna sé skynsamlegra að líta á krónutöluhækkanir og huga að því að bæta áfram kjör milli- og lágtekjufólks eins og hefur verið raunin það sem af er stjórnartíð þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent