Forsætisráðherra telur vænlegra að semja um krónutöluhækkanir en prósentur Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2015 18:45 Forsætisráðherra vill skoða að samið verði um krónutöluhækkanir launa í stað prósentuhækkana í komandi kjarasamningum. það sé ekki vænlegt til árangurs að einblína á sömu prósentuhækkun upp allan launaskalann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar fagnaði nýgerðum kjarasamningum lækna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hins vegar væri yfirlýsingar ráðherra um kjaramál misvísandi. Þannig hefði félagsmálaráðherra sagt að svigrúm væri til meiri launahækkana á almennum markaði en Seðlabankinn og fleiri töluðu um upp á 3,5 prósent. En fjármálaráðherra hefði ítrekað að svigrúmið væri ekki meira en það. Árni Páll sagði hjúkrunarfræðinga eðlilega hafa miklar væntingar um launahækkanir enda eftirsóttir starfskraftar utan landsteinanna eins og læknar. „Með sama hætti horfir lágtekjufólk til þess svigrúms sem kann að vera fyrir umtalsverðar kjarabætur. Enda hafa skattbreytingar ríkisstjórnarinnar bitnað fyrst og fremst á lágtekjufólki allt frá því hún tók til starfa,“ sagði Árni Páll. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði rangt að skatta- og gjaldabreytingar ríkisstjórnarinnar hefðu ekki komið láglaunafólki til góða. Og hann lýsti eftir nýjum aðferðum í þeim kjaraviðræðum sem eru framundan. „Hvað varðar spurningu háttvirts þingmanns um hvort ég sé sammála mati hæstvirts fjármálaráðherra eða hæstvirts félagsmálaráðherra, þá er því auðsvarað. Ég er sammála mati beggja ráðherra,“ sagði forsætisráðherra. Hann væri sammála fjármálaráðherra um að samið verði með þeim hætti að það treysti stöðugleika í þjóðfélaginu og félagsmálaráðherra um að svigrúm væri til að hækka laun. Þá hafi hann talaði fyrir því að menn hættu að einblína á prósentur. „Vegna þess að ef menn einblína á prósentur og að sama prósentuhækkun eigi að ná upp allan skalann, þá sé það ekki vænlegt til árangurs í þeim kjarasamningum sem framundan eru. Þess vegna sé skynsamlegra að líta á krónutöluhækkanir og huga að því að bæta áfram kjör milli- og lágtekjufólks eins og hefur verið raunin það sem af er stjórnartíð þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Forsætisráðherra vill skoða að samið verði um krónutöluhækkanir launa í stað prósentuhækkana í komandi kjarasamningum. það sé ekki vænlegt til árangurs að einblína á sömu prósentuhækkun upp allan launaskalann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar fagnaði nýgerðum kjarasamningum lækna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hins vegar væri yfirlýsingar ráðherra um kjaramál misvísandi. Þannig hefði félagsmálaráðherra sagt að svigrúm væri til meiri launahækkana á almennum markaði en Seðlabankinn og fleiri töluðu um upp á 3,5 prósent. En fjármálaráðherra hefði ítrekað að svigrúmið væri ekki meira en það. Árni Páll sagði hjúkrunarfræðinga eðlilega hafa miklar væntingar um launahækkanir enda eftirsóttir starfskraftar utan landsteinanna eins og læknar. „Með sama hætti horfir lágtekjufólk til þess svigrúms sem kann að vera fyrir umtalsverðar kjarabætur. Enda hafa skattbreytingar ríkisstjórnarinnar bitnað fyrst og fremst á lágtekjufólki allt frá því hún tók til starfa,“ sagði Árni Páll. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði rangt að skatta- og gjaldabreytingar ríkisstjórnarinnar hefðu ekki komið láglaunafólki til góða. Og hann lýsti eftir nýjum aðferðum í þeim kjaraviðræðum sem eru framundan. „Hvað varðar spurningu háttvirts þingmanns um hvort ég sé sammála mati hæstvirts fjármálaráðherra eða hæstvirts félagsmálaráðherra, þá er því auðsvarað. Ég er sammála mati beggja ráðherra,“ sagði forsætisráðherra. Hann væri sammála fjármálaráðherra um að samið verði með þeim hætti að það treysti stöðugleika í þjóðfélaginu og félagsmálaráðherra um að svigrúm væri til að hækka laun. Þá hafi hann talaði fyrir því að menn hættu að einblína á prósentur. „Vegna þess að ef menn einblína á prósentur og að sama prósentuhækkun eigi að ná upp allan skalann, þá sé það ekki vænlegt til árangurs í þeim kjarasamningum sem framundan eru. Þess vegna sé skynsamlegra að líta á krónutöluhækkanir og huga að því að bæta áfram kjör milli- og lágtekjufólks eins og hefur verið raunin það sem af er stjórnartíð þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira