Þú skalt verða auðsveipur og undirgefinn þiggjandi Þórarinn Eyfjörð skrifar 19. desember 2014 07:00 Sjálfsmynd þjóðar er merkilegt fyrirbæri. Hún segir þjóð hver hún er, hvaðan hún kemur og mögulega er hún leiðsögn um hvert best væri að stefna inn í framtíðina. Sjálfsmyndin er samsett úr mörgum ólíkum þáttum eins og lífsbaráttu og þrautagöngu á viðsjárverðum tímum, sigrum á hungri og óblíðri náttúru, framförum og sögum um hvernig sigrarnir í ómanneskjulegri baráttu unnust. Til að flytja sjálfsmynd þjóðar milli kynslóða eigum við síðan meðul frásagnarinnar, fréttaþularins og listagyðjanna til að flytja okkur sögurnar um okkur sjálf. Söguna sem gerir okkur að því sem við erum. Miðlarnir miðla okkur sjálfsmynd. Þannig er það nær undantekningalaust að þegar aðrar þjóðir eru heimsóttar er gestum tryggilega sagt frá þeim sögulegu og menningarlegu táknum sem þjóðin telur sameiningartákn sín. Oftar en ekki er um að ræða náttúruundur annars vegar og menningarstofnanir hins vegar. Stofnanir sem flytja þjóðinni staðfestingu um að hún sé þjóð meðal þjóða og að hún hafi einhverju að miðla til alls heimsins. Oft er um að ræða stofnanir eins og þjóðleikhús, óperu og aðrar menningarstofnanir, merkar byggingar í nútíma- og sögulegu samhengi og… já, sameiginlegt ríkisútvarp. Í þeirri umbyltingu sem íslenskt samfélag gekk í gegnum á fyrri hluta síðustu aldar, má sjá hvernig forvígismenn og -konur lögðu mikla áherslu á að þjóðin eignaðist menningarstofnanir. Stofnanir sem stæðu upp úr baslinu, dægurmálaþrasi, lágkúru og meðal- og undirmennsku. Menningarstofnanir sem myndu blása þjóðinni hugrekki í brjóst og efla þrótt til að halda fram á veginn. Þessar stofnanir áttu að styrkja sjálfsmynd lítillar þjóðar. Það er athyglisvert að Ríkisútvarpið var stofnað 1930 í upphafi kreppunnar miklu og bæði Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið árið 1950 í kjölfar mesta hildarleiks sögunnar, heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessar tímasetningar eru trúlega ekki tómar tilviljanir. Á myrkustu skeiðum þarf fólk að sjá ljóstýru í svartnættinu, eygja von í óvissri framtíð, bera höfuðið hátt og vera þjóð meðal þjóða. Eiga sér sjálfsmynd, sjálfstæði og sjálfstraust í eigin menningu. Mikilvægt hlutverk Listir og menningarstofnanir eru bæði spegill og bergmál samtímans. Menningarstofnanir okkar gegna mikilvægu hlutverki í að styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar og þar er þáttur Ríkisútvarps/sjónvarps ótvíræður. Hjá Ríkisútvarpinu átti Sinfóníuhljómsveit Íslands skjól um langa hríð, tónleika hennar hafa hljóðmeistarar útvarpsins hljóðritað árum saman. Ríkisútvarpið hefur verið varðstöð íslenskrar tungu um árabil, flutningsleið erlendra menningarstrauma og gagnrýnnar hugsunar, miðlari fjölbreyttra lífshátta landans, samfélagsspegill og ljósgjafi nýrra hugmynda. Síðan en ekki síst hefur Ríkisútvarpið verið sá fréttamiðill sem þjóðin hefur alltaf treyst best. Í froðu engilsaxneskrar lágkúru og neysluauglýsingaofbeldis sem flæðir yfir þjóðina, er mikilvægt að styrkur Ríkisútvarpsins sé sem mestur. Einmitt þá stefnir ríkisstjórn Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins einbeitt að því að gelda stofnunina. Þegar spurt er hverju þetta sæti þá blasir við að stjórnarherrarnir og félagar þeirra eru ósáttir við þá umfjöllun sem verk þeirra fá. Sá fjölmiðill sem landsmenn treysta best má ekki vera með faglega umfjöllun um verk núverandi stjórnarherra. Nú skal þagga niður þessa hvimleiðu neikvæðni. Skilaboðin frá stjórnarherrunum eru skýr; ríkisfjölmiðillinn skal læra að sitja, standa og þegja eins og þeir vilja. Þeirra er valdið og stofnunin skal læra að haga sér eins og auðsveipur og undirgefinn þiggjandi. Eins og þjóðinni er núna einnig gert að temja sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sjálfsmynd þjóðar er merkilegt fyrirbæri. Hún segir þjóð hver hún er, hvaðan hún kemur og mögulega er hún leiðsögn um hvert best væri að stefna inn í framtíðina. Sjálfsmyndin er samsett úr mörgum ólíkum þáttum eins og lífsbaráttu og þrautagöngu á viðsjárverðum tímum, sigrum á hungri og óblíðri náttúru, framförum og sögum um hvernig sigrarnir í ómanneskjulegri baráttu unnust. Til að flytja sjálfsmynd þjóðar milli kynslóða eigum við síðan meðul frásagnarinnar, fréttaþularins og listagyðjanna til að flytja okkur sögurnar um okkur sjálf. Söguna sem gerir okkur að því sem við erum. Miðlarnir miðla okkur sjálfsmynd. Þannig er það nær undantekningalaust að þegar aðrar þjóðir eru heimsóttar er gestum tryggilega sagt frá þeim sögulegu og menningarlegu táknum sem þjóðin telur sameiningartákn sín. Oftar en ekki er um að ræða náttúruundur annars vegar og menningarstofnanir hins vegar. Stofnanir sem flytja þjóðinni staðfestingu um að hún sé þjóð meðal þjóða og að hún hafi einhverju að miðla til alls heimsins. Oft er um að ræða stofnanir eins og þjóðleikhús, óperu og aðrar menningarstofnanir, merkar byggingar í nútíma- og sögulegu samhengi og… já, sameiginlegt ríkisútvarp. Í þeirri umbyltingu sem íslenskt samfélag gekk í gegnum á fyrri hluta síðustu aldar, má sjá hvernig forvígismenn og -konur lögðu mikla áherslu á að þjóðin eignaðist menningarstofnanir. Stofnanir sem stæðu upp úr baslinu, dægurmálaþrasi, lágkúru og meðal- og undirmennsku. Menningarstofnanir sem myndu blása þjóðinni hugrekki í brjóst og efla þrótt til að halda fram á veginn. Þessar stofnanir áttu að styrkja sjálfsmynd lítillar þjóðar. Það er athyglisvert að Ríkisútvarpið var stofnað 1930 í upphafi kreppunnar miklu og bæði Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið árið 1950 í kjölfar mesta hildarleiks sögunnar, heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessar tímasetningar eru trúlega ekki tómar tilviljanir. Á myrkustu skeiðum þarf fólk að sjá ljóstýru í svartnættinu, eygja von í óvissri framtíð, bera höfuðið hátt og vera þjóð meðal þjóða. Eiga sér sjálfsmynd, sjálfstæði og sjálfstraust í eigin menningu. Mikilvægt hlutverk Listir og menningarstofnanir eru bæði spegill og bergmál samtímans. Menningarstofnanir okkar gegna mikilvægu hlutverki í að styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar og þar er þáttur Ríkisútvarps/sjónvarps ótvíræður. Hjá Ríkisútvarpinu átti Sinfóníuhljómsveit Íslands skjól um langa hríð, tónleika hennar hafa hljóðmeistarar útvarpsins hljóðritað árum saman. Ríkisútvarpið hefur verið varðstöð íslenskrar tungu um árabil, flutningsleið erlendra menningarstrauma og gagnrýnnar hugsunar, miðlari fjölbreyttra lífshátta landans, samfélagsspegill og ljósgjafi nýrra hugmynda. Síðan en ekki síst hefur Ríkisútvarpið verið sá fréttamiðill sem þjóðin hefur alltaf treyst best. Í froðu engilsaxneskrar lágkúru og neysluauglýsingaofbeldis sem flæðir yfir þjóðina, er mikilvægt að styrkur Ríkisútvarpsins sé sem mestur. Einmitt þá stefnir ríkisstjórn Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins einbeitt að því að gelda stofnunina. Þegar spurt er hverju þetta sæti þá blasir við að stjórnarherrarnir og félagar þeirra eru ósáttir við þá umfjöllun sem verk þeirra fá. Sá fjölmiðill sem landsmenn treysta best má ekki vera með faglega umfjöllun um verk núverandi stjórnarherra. Nú skal þagga niður þessa hvimleiðu neikvæðni. Skilaboðin frá stjórnarherrunum eru skýr; ríkisfjölmiðillinn skal læra að sitja, standa og þegja eins og þeir vilja. Þeirra er valdið og stofnunin skal læra að haga sér eins og auðsveipur og undirgefinn þiggjandi. Eins og þjóðinni er núna einnig gert að temja sér.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun