Jákvæð umfjöllun um illa meðferð á hestum Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2014 07:00 Þegar kemur að málefnum dýravelferðar þá hendir stundum að velferð dýranna lúti lægra haldi fyrir sjónarmiðum árangurs eða hagnýtingar. Stundum eru dýr hlutgerð til þess að ná árangri eða markmiði og þau beitt meðferð sem við myndum ekki bjóða dýrum við eðlilegar aðstæður. Aníta Margrét Aradóttir var nýverið valin kona ársins hjá tímaritinu Nýju lífi fyrir að hafa tekið þátt í 1.000 km kappreið á hestum í Mongólíu. Ritstjórn Nýs lífs veitti Anítu þennan titil fyrir að sýna að allt sé hægt ef vilji er fyrir hendi. Þannig var þátttaka í þessari erfiðu keppni sýnd sem skemmtilegur viðburður og persónulegt afrek, en um þátttöku hennar hefur verið fjallað bæði í almennum sem og hestatengdum fréttamiðlum hérlendis. Það sem gleymst hefur í þessari umræðu er hins vegar velferð hestanna sem notaðir voru til keppninnar. Ljóst er að hart er lagt að þessum hestum. Við þetta hefur enginn gert athugasemd, en full ástæða er til. Í þessari kappreið er kallast Mongol Derby er miðað við að riðnir séu um 120 km dag hvern og fá þátttakendur þrjú hross á dag til að ferðast þá vegalengd. Hverju hrossi er því riðið um 40 km dagleið og er farið hratt yfir misgreiðfæra náttúru Mongólíu, á stökki eða brokki, að jafnaði í um 30 stiga hita. Þessi hross eru svipuð að stærð og íslenski hesturinn. Til samanburðar við hestaferðir hérlendis þykir 50-60 km dagleið drjúg og tekur sú ferð að jafnaði um 7-10 klukkustundir með eðlilegri áningu. Yfirleitt er því miðað við um 10-15 km dagleið á hvern hest þegar um þjálfaða reiðhesta er að ræða, enda flestir með fleiri en þrjá til reiðar. Þessi hefð hefur myndast vegna reynslu okkar af íslenska hestinum og byggir á að bæði hesti og knapa geti liðið vel. Álagið mjög mikið Augljóst er að vegalengdir eins og tíðkast að fara í Mongol Derby-kappreiðunum eru langtum lengri en tíðkast hér í hestaferðum. Þegar litið er til Mongol Derby með þetta í huga er ljóst að álagið á mongólsku hestana er mjög mikið. Hestarnir eru að auki lítið sem ekkert tamdir og því ekki eins vanir að bera mann og þjálfaðir reiðhestar. Þegar myndir frá keppninni eru skoðaðar má sjá að hestarnir kunna margir ekki að bera beisli sem er grunnforsenda góðrar reiðmennsku. Ekki er erfitt að ímynda sér það álag að hlaupa 40 km dagleið í miklum hita með framandi byrði sem vegur um 1/3 af líkamsþyngd hestanna, sem hlýtur að leiða til mikils álags á stoðkerfi dýranna. Mér þykir miður að í umræðu um þessa keppni virðist velferð hestanna ekki hafa skipt eins miklu máli og eðlilegt væri. Jafnframt er áríðandi að fjölmiðlafólk kynni sér málin vel þegar dýr eiga í hlut. Jákvæð umfjöllun um viðburði sem eru andstæðir dýravelferð á aldrei við. Það er ljóst að keppni með fyrirkomulagi eins og stunduð er í Mongólíu yrði aldrei leyfð hér á landi, enda höfum við góða dýravelferðarlöggjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að málefnum dýravelferðar þá hendir stundum að velferð dýranna lúti lægra haldi fyrir sjónarmiðum árangurs eða hagnýtingar. Stundum eru dýr hlutgerð til þess að ná árangri eða markmiði og þau beitt meðferð sem við myndum ekki bjóða dýrum við eðlilegar aðstæður. Aníta Margrét Aradóttir var nýverið valin kona ársins hjá tímaritinu Nýju lífi fyrir að hafa tekið þátt í 1.000 km kappreið á hestum í Mongólíu. Ritstjórn Nýs lífs veitti Anítu þennan titil fyrir að sýna að allt sé hægt ef vilji er fyrir hendi. Þannig var þátttaka í þessari erfiðu keppni sýnd sem skemmtilegur viðburður og persónulegt afrek, en um þátttöku hennar hefur verið fjallað bæði í almennum sem og hestatengdum fréttamiðlum hérlendis. Það sem gleymst hefur í þessari umræðu er hins vegar velferð hestanna sem notaðir voru til keppninnar. Ljóst er að hart er lagt að þessum hestum. Við þetta hefur enginn gert athugasemd, en full ástæða er til. Í þessari kappreið er kallast Mongol Derby er miðað við að riðnir séu um 120 km dag hvern og fá þátttakendur þrjú hross á dag til að ferðast þá vegalengd. Hverju hrossi er því riðið um 40 km dagleið og er farið hratt yfir misgreiðfæra náttúru Mongólíu, á stökki eða brokki, að jafnaði í um 30 stiga hita. Þessi hross eru svipuð að stærð og íslenski hesturinn. Til samanburðar við hestaferðir hérlendis þykir 50-60 km dagleið drjúg og tekur sú ferð að jafnaði um 7-10 klukkustundir með eðlilegri áningu. Yfirleitt er því miðað við um 10-15 km dagleið á hvern hest þegar um þjálfaða reiðhesta er að ræða, enda flestir með fleiri en þrjá til reiðar. Þessi hefð hefur myndast vegna reynslu okkar af íslenska hestinum og byggir á að bæði hesti og knapa geti liðið vel. Álagið mjög mikið Augljóst er að vegalengdir eins og tíðkast að fara í Mongol Derby-kappreiðunum eru langtum lengri en tíðkast hér í hestaferðum. Þegar litið er til Mongol Derby með þetta í huga er ljóst að álagið á mongólsku hestana er mjög mikið. Hestarnir eru að auki lítið sem ekkert tamdir og því ekki eins vanir að bera mann og þjálfaðir reiðhestar. Þegar myndir frá keppninni eru skoðaðar má sjá að hestarnir kunna margir ekki að bera beisli sem er grunnforsenda góðrar reiðmennsku. Ekki er erfitt að ímynda sér það álag að hlaupa 40 km dagleið í miklum hita með framandi byrði sem vegur um 1/3 af líkamsþyngd hestanna, sem hlýtur að leiða til mikils álags á stoðkerfi dýranna. Mér þykir miður að í umræðu um þessa keppni virðist velferð hestanna ekki hafa skipt eins miklu máli og eðlilegt væri. Jafnframt er áríðandi að fjölmiðlafólk kynni sér málin vel þegar dýr eiga í hlut. Jákvæð umfjöllun um viðburði sem eru andstæðir dýravelferð á aldrei við. Það er ljóst að keppni með fyrirkomulagi eins og stunduð er í Mongólíu yrði aldrei leyfð hér á landi, enda höfum við góða dýravelferðarlöggjöf.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun