Tveir milljarðar í nýja sjúklingaskatta Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. desember 2014 00:00 Stjórnarandstaðan hefur sameinast um breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það er tilraun til að stöðva nokkrar verstu tillögur ríkisstjórnarinnar og meirihluta fjárlaganefndar sem margar hverjar vega að grunngildum samfélagsins sem áralöng sátt hefur ríkt um. Nemendur 25 ára og eldri eiga að halda rétti sínum til að stunda nám í framhaldsskólum, bæta á kjör öryrkja og eldri borgara, ekki á að ganga á rétt atvinnulausra til bóta, útvarpsgjald á að vera óskert og renna allt til RÚV eins og lög gera ráð fyrir. Í tillögunum er líka að finna mörg önnur réttlætis- og mannréttindamál. Einnig eru tillögur um framkvæmdir á ferðamannastöðum og til annarrar atvinnuuppbyggingar. Í tillögum stjórnarandstöðunnar er lagt til að Landspítalinn fái fjármagn til að sinna nauðsynlegu viðhaldi á húsnæði. Lagt er til að rekstur spítalans verði styrktur svo hægt sé að vinna á biðlistum sem lengjast enn vegna læknaverkfalls og að komið verði til móts við vanda BUGL. Ef fjárlög taka ekki breytingum nú í desember þá mun kostnaðarþátttaka sjúklinga hafa aukist um 1.900 milljónir króna í tíð sitjandi ríkisstjórnar og það án þess að nein stefnumarkandi umræða hafi farið fram. Þetta er gert þrátt fyrir að næstum 4% landsmanna hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu vegna mikils kostnaðar árið 2012. Sambærilegt hlutfall á Norðurlöndum er nærri núlli og þangað eigum við að stefna. Leynt og ljóst er verið að færa kostnað frá ríkinu til sjúklinga. Það er ekki gert í nauðvörn til að ná mikilvægu markmiði um hallalaus fjárlög. Þetta gerist núna þegar staða ríkissjóðs batnar ár frá ári og meðan að ríkisstjórnin tekur ákvarðanir sem leiða til minni tekna af auðlindum landsins. Þessa þróun þarf að stöðva strax. Annars fylgir enn meiri ójöfnuður og misskipting í kjölfarið. Náum samstöðu um tillögu sameinaðrar stjórnarandstöðu um að hækka ekki gjöld á sjúklinga og tryggjum heilbrigðisþjónustu allra óháð efnahag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur sameinast um breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það er tilraun til að stöðva nokkrar verstu tillögur ríkisstjórnarinnar og meirihluta fjárlaganefndar sem margar hverjar vega að grunngildum samfélagsins sem áralöng sátt hefur ríkt um. Nemendur 25 ára og eldri eiga að halda rétti sínum til að stunda nám í framhaldsskólum, bæta á kjör öryrkja og eldri borgara, ekki á að ganga á rétt atvinnulausra til bóta, útvarpsgjald á að vera óskert og renna allt til RÚV eins og lög gera ráð fyrir. Í tillögunum er líka að finna mörg önnur réttlætis- og mannréttindamál. Einnig eru tillögur um framkvæmdir á ferðamannastöðum og til annarrar atvinnuuppbyggingar. Í tillögum stjórnarandstöðunnar er lagt til að Landspítalinn fái fjármagn til að sinna nauðsynlegu viðhaldi á húsnæði. Lagt er til að rekstur spítalans verði styrktur svo hægt sé að vinna á biðlistum sem lengjast enn vegna læknaverkfalls og að komið verði til móts við vanda BUGL. Ef fjárlög taka ekki breytingum nú í desember þá mun kostnaðarþátttaka sjúklinga hafa aukist um 1.900 milljónir króna í tíð sitjandi ríkisstjórnar og það án þess að nein stefnumarkandi umræða hafi farið fram. Þetta er gert þrátt fyrir að næstum 4% landsmanna hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu vegna mikils kostnaðar árið 2012. Sambærilegt hlutfall á Norðurlöndum er nærri núlli og þangað eigum við að stefna. Leynt og ljóst er verið að færa kostnað frá ríkinu til sjúklinga. Það er ekki gert í nauðvörn til að ná mikilvægu markmiði um hallalaus fjárlög. Þetta gerist núna þegar staða ríkissjóðs batnar ár frá ári og meðan að ríkisstjórnin tekur ákvarðanir sem leiða til minni tekna af auðlindum landsins. Þessa þróun þarf að stöðva strax. Annars fylgir enn meiri ójöfnuður og misskipting í kjölfarið. Náum samstöðu um tillögu sameinaðrar stjórnarandstöðu um að hækka ekki gjöld á sjúklinga og tryggjum heilbrigðisþjónustu allra óháð efnahag.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar