5 góð rök gegn náttúrupassa! Bjarnheiður Hallsdóttir og Pétur Óskarsson skrifar 24. nóvember 2014 10:00 Nú er svo komið að nokkur sátt ríkir um það innan ferðaþjónustunnar á Íslandi að skapa þurfi sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu á og við ferðamannastaði á landinu. Skiptar skoðanir eru á því hvernig best sé að haga gjaldheimtu. Nokkrar leiðir hafa verið nefndar til að búa til tekjustofna, þ.ám. innleiðing s.k. náttúrupassa, komu- eða brottfarargjald, hækkun virðisaukaskatts á einhverjar tegundir ferðaþjónustu, gistináttagjald og sérstakur skattur á gistingu sem hefði beina tengingu við sveitarfélög og myndi um leið tryggja þeim sneið af kökunni. Sú leið sem ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hefur valið að setja í frekari útfærslu er hin svokallaða náttúrupassaleið og er frumvarp um upptöku hans í undirbúningi. En hvað mælir gegn náttúrupassanum? 1. Ef náttúrupassi á að skila tilætluðum tekjum myndi hann útheimta mjög kostnaðarsamt kerfi með mikilli skriffinnsku, umfangsmiklu eftirlitskerfi og háum markaðs, sölu- og dreifingarkostnaði 2. Gjald fyrir náttúrupassa þyrfti að vera hlutfallslega hátt til þess að standa undir eigin kostnaði og rekstri. Það er því mikil hætta á að gagnvart erlendum ferðamönnum myndi það hafa áhrif á eftirspurn eftir Íslandsferðum og skerða samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum ferðamörkuðum. 3. Að innleiða náttúrupassann er mjög flókið í allri framkvæmd, hvar sem niður er borið – sem dæmi má nefna að bara það að selja hann (hver, hvar, hvenær, hvernig) er mjög erfitt að finna viðunandi lausn á. 4. Náttúrupassi myndi hafa slæm áhrif á ásýnd landsins og skerða náttúruupplifun ferðamanna – girðingar, tollahlið, gjaldheimtumenn, verðir, eftirlitsmenn og annað þess háttar myndu verða mikið lýti á landslaginu og upplifun þess, sem er helsta aðdráttaraflið í íslenskri ferðaþjónustu. 5. Náttúrupassinn er í andstöðu við vilja og sannfæringu stórs hluta þeirra sem reka og starfa við ferðaþjónustu í landinu, en án góðrar samvinnu við þá verður erfitt að hrinda verkinu í framkvæmd. Allar hinar hugmyndirnar eru einfaldari, skilvirkari og hafa miklu minni kostnað í för með sér. Allar tryggja þær öruggari tekjur. Því er það með öllu óskiljanlegt að ráðherra ferðamála ætli að halda áfram með þessa vondu hugmynd. Náttúrupassanum verður þar að auki þrengt upp á atvinnugreinina, sem vill ekkert með hann hafa. Enn er ekki orðið of seint að skipta um skoðun og hvetjum við ráðherra ferðamála til að hugsa sinn gang mjög vandlega áður en hún leggur fram frumvarp til upptöku náttúrupassa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Nú er svo komið að nokkur sátt ríkir um það innan ferðaþjónustunnar á Íslandi að skapa þurfi sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu á og við ferðamannastaði á landinu. Skiptar skoðanir eru á því hvernig best sé að haga gjaldheimtu. Nokkrar leiðir hafa verið nefndar til að búa til tekjustofna, þ.ám. innleiðing s.k. náttúrupassa, komu- eða brottfarargjald, hækkun virðisaukaskatts á einhverjar tegundir ferðaþjónustu, gistináttagjald og sérstakur skattur á gistingu sem hefði beina tengingu við sveitarfélög og myndi um leið tryggja þeim sneið af kökunni. Sú leið sem ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hefur valið að setja í frekari útfærslu er hin svokallaða náttúrupassaleið og er frumvarp um upptöku hans í undirbúningi. En hvað mælir gegn náttúrupassanum? 1. Ef náttúrupassi á að skila tilætluðum tekjum myndi hann útheimta mjög kostnaðarsamt kerfi með mikilli skriffinnsku, umfangsmiklu eftirlitskerfi og háum markaðs, sölu- og dreifingarkostnaði 2. Gjald fyrir náttúrupassa þyrfti að vera hlutfallslega hátt til þess að standa undir eigin kostnaði og rekstri. Það er því mikil hætta á að gagnvart erlendum ferðamönnum myndi það hafa áhrif á eftirspurn eftir Íslandsferðum og skerða samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum ferðamörkuðum. 3. Að innleiða náttúrupassann er mjög flókið í allri framkvæmd, hvar sem niður er borið – sem dæmi má nefna að bara það að selja hann (hver, hvar, hvenær, hvernig) er mjög erfitt að finna viðunandi lausn á. 4. Náttúrupassi myndi hafa slæm áhrif á ásýnd landsins og skerða náttúruupplifun ferðamanna – girðingar, tollahlið, gjaldheimtumenn, verðir, eftirlitsmenn og annað þess háttar myndu verða mikið lýti á landslaginu og upplifun þess, sem er helsta aðdráttaraflið í íslenskri ferðaþjónustu. 5. Náttúrupassinn er í andstöðu við vilja og sannfæringu stórs hluta þeirra sem reka og starfa við ferðaþjónustu í landinu, en án góðrar samvinnu við þá verður erfitt að hrinda verkinu í framkvæmd. Allar hinar hugmyndirnar eru einfaldari, skilvirkari og hafa miklu minni kostnað í för með sér. Allar tryggja þær öruggari tekjur. Því er það með öllu óskiljanlegt að ráðherra ferðamála ætli að halda áfram með þessa vondu hugmynd. Náttúrupassanum verður þar að auki þrengt upp á atvinnugreinina, sem vill ekkert með hann hafa. Enn er ekki orðið of seint að skipta um skoðun og hvetjum við ráðherra ferðamála til að hugsa sinn gang mjög vandlega áður en hún leggur fram frumvarp til upptöku náttúrupassa.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun