Theodór hangir enn í Björgvin á markalistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2014 06:30 fréttablaðið/andri ÍR-ingurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson er markahæsti leikmaður Olís-deildar karla í handbolta að loknum sjö fyrstu umferðunum en Björgvin hefur skorað 61 mark í 7 leikjum eða 8,7 mörk að meðaltali í leik. Björgvin Þór er 27 ára vinstri skytta sem hefur unnið sér sæti í íslenska A-landsliðinu með frábærri frammistöðu í upphafi móts. Björgvin Þór lét sér nægja að skora fjögur mörk í síðasta leik en er engu að síður með sjö marka forskot á markalistanum enda með samtals 42 mörk í fjórum leikjum þar á undan. Það er helst einn leikmaður sem Björgvin er ekki alveg búinn að stinga af en það er Eyjamaðurinn Theodór Sigurbjörnsson sem er kominn með 54 mörk í sjö leikjum. Theodór er 22 ára örvhentur hornamaður sem stimplaði sig vel inn á síðasta tímabili þegar ÍBV varð Íslandsmeistari. Hann er yngri bróðir knattspyrnumannsins Eiðs Arons Sigurbjörnssonar. Theodór skoraði tíu mörk í síðasta leik og vann þar með upp sex mörk á Björgvin í 7. umferðinni. Þriðji maðurinn til að rjúfa 40 marka múrinn í fyrstu sjö umferðunum var Akureyringurinn Sigþór Árni Heimisson. Sjö félög af tíu eiga fulltrúa á topp tíu listanum þar af eiga ÍR og Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH tvo menn. Topplið Aftureldingar á ekki leikmann á topp tíu listanum en Jóhann Gunnar Einarsson situr í 11. sætinu. Jóhann Jóhannsson er eini annar leikmaður Mosfellsbæjarliðsins á topp 30 en liðið á síðan þrjá leikmenn til viðbótar með 18 eða 19 mörk. Þrír leikir fara fram í Olís-deildinni í kvöld. Þeir hefjast allir klukkan 19.30 og eru: Fram - Valur, FH - Stjarnan og Afturelding - HK.Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍRí fyrstu sjö leikjunum 23-23 jafntefli við Val - 7 mörk 29-24 sigur á ÍBV - 8 mörk 26-22 sigur á Fram - 13 mörk 28-24 sigur á FH - 8 mörk 28-28 jafntefli við Hauka - 10 mörk 23-25 tap fyrir Aftureldingu - 11 mörk 30-28 sigur á HK - 4 mörkTheodór Sigurbjörnsson, ÍBVí fyrstu sjö leikjunum 29-29 jafntefli við FH - 8 mörk 24-29 tap fyrir ÍR - 4 mörk 22-24 tap fyrir Aftureldingu - 8 mörk 33-32 sigur á Akureyri - 9 mörk 29-28 sigur á Stjörnunni - 6 mörk 34-22 sigur á HK - 9 mörk 24-30 tap fyrir Val - 10 mörk Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
ÍR-ingurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson er markahæsti leikmaður Olís-deildar karla í handbolta að loknum sjö fyrstu umferðunum en Björgvin hefur skorað 61 mark í 7 leikjum eða 8,7 mörk að meðaltali í leik. Björgvin Þór er 27 ára vinstri skytta sem hefur unnið sér sæti í íslenska A-landsliðinu með frábærri frammistöðu í upphafi móts. Björgvin Þór lét sér nægja að skora fjögur mörk í síðasta leik en er engu að síður með sjö marka forskot á markalistanum enda með samtals 42 mörk í fjórum leikjum þar á undan. Það er helst einn leikmaður sem Björgvin er ekki alveg búinn að stinga af en það er Eyjamaðurinn Theodór Sigurbjörnsson sem er kominn með 54 mörk í sjö leikjum. Theodór er 22 ára örvhentur hornamaður sem stimplaði sig vel inn á síðasta tímabili þegar ÍBV varð Íslandsmeistari. Hann er yngri bróðir knattspyrnumannsins Eiðs Arons Sigurbjörnssonar. Theodór skoraði tíu mörk í síðasta leik og vann þar með upp sex mörk á Björgvin í 7. umferðinni. Þriðji maðurinn til að rjúfa 40 marka múrinn í fyrstu sjö umferðunum var Akureyringurinn Sigþór Árni Heimisson. Sjö félög af tíu eiga fulltrúa á topp tíu listanum þar af eiga ÍR og Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH tvo menn. Topplið Aftureldingar á ekki leikmann á topp tíu listanum en Jóhann Gunnar Einarsson situr í 11. sætinu. Jóhann Jóhannsson er eini annar leikmaður Mosfellsbæjarliðsins á topp 30 en liðið á síðan þrjá leikmenn til viðbótar með 18 eða 19 mörk. Þrír leikir fara fram í Olís-deildinni í kvöld. Þeir hefjast allir klukkan 19.30 og eru: Fram - Valur, FH - Stjarnan og Afturelding - HK.Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍRí fyrstu sjö leikjunum 23-23 jafntefli við Val - 7 mörk 29-24 sigur á ÍBV - 8 mörk 26-22 sigur á Fram - 13 mörk 28-24 sigur á FH - 8 mörk 28-28 jafntefli við Hauka - 10 mörk 23-25 tap fyrir Aftureldingu - 11 mörk 30-28 sigur á HK - 4 mörkTheodór Sigurbjörnsson, ÍBVí fyrstu sjö leikjunum 29-29 jafntefli við FH - 8 mörk 24-29 tap fyrir ÍR - 4 mörk 22-24 tap fyrir Aftureldingu - 8 mörk 33-32 sigur á Akureyri - 9 mörk 29-28 sigur á Stjörnunni - 6 mörk 34-22 sigur á HK - 9 mörk 24-30 tap fyrir Val - 10 mörk
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira