Ég ákæri Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. október 2014 07:00 Ég er af þýskum uppruna. Langalangafi minn, Claus Eggert Dietrich Proppé, kom hingað til lands árið 1868 og settist hér að. Varð virtur þjóðfélagsþegn, stofnaði meðal annars fyrsta bakaríið í Hafnarfirði. Hann var sem sagt innflytjandi, en við afkomendur hans erum það ekki. Claus var hvítur karlmaður, lúterstrúar og kom ár sinni vel fyrir borð í nýja samfélaginu. En var hann eitthvað minni innflytjandi en dökkleit kona, múhameðstrúar sem kemur til Íslands rúmri öld á eftir Claus og vinnur í láglaunastarfi? Auðvitað ekki.Á hvaða vegferð erum við? Nýlega bárust fregnir af könnun sem sýndi að um 42% Íslendinga eru á móti því að moska rísi í Reykjavík. Þessi könnun fær mig virkilega til að velta því fyrir mér hvort við höfum, sem samfélag, sofið á verðinum. Sofið svo fast að sú kennd að þurfa að vera á verði gegn því sem er öðruvísi hefur breiðst út. Því hverslags samfélag er það eiginlega þar sem svo stór hluti hefur yfirhöfuð skoðun á því hvort einn trúflokkur eigi að fá að reisa sér tilbeiðsluhús umfram annan? Hvað þá að vera á móti því. Mannréttindi eru algild og óháð trú eiga allir rétt á þeim.Vöknum Ég ákæri, ekki í þeim hálfkæringi sem ég beiti oft og tíðum í umræðum um eitthvað sem mér finnst arfavitlaust. Hlæjum að vitleysunni í þeim sem eru tilbúin til að skerða mannréttindi annarra, en það er kominn tími til að gera eitthvað meira en það. Þetta er grafalvarlegt mál og þarf að taka alvarlega. Ég ákæri sjálfan mig fyrir að hafa ekki gert nóg til að tala fyrir því að mannréttindaákvæði um að allir séu jafnir, óháð trúarbrögðum, kyni og litarhætti, séu ekki bara orð á blaði, heldur inngreipt sannindi í huga okkar allra. Svo inngreipt að við þurfum ekki einu sinni að velta þeim fyrir okkur. Ég ákæri samfélagið í heild fyrir að hafa ekki skorið upp herör gegn þeim stórhættulegu hugmyndum sem hafa skotið upp kollinum um að í lagi sé að beita hóp fólks annarskonar meðferð af því að hann aðhyllist önnur trúarbrögð en meirihlutinn. Það er ábyrgð okkar allra. Allir hafa frelsi til að útmála slíkar skoðanir, en við höfum líka öll frelsi til að tala gegn þeim. Ég ákæri okkur öll fyrir að hafa ekki innprentað börnum okkar að öll erum við börn [setjið inn viðeigandi guðlega veru, eða ekki neitt ef þið eruð trúlaus] og öll eigum við rétt á því að komið sé fram við okkur af virðingu.Hvað getum við gert fyrir aðra? Ég ákæri okkur fyrir sofandahátt. Við erum forréttindafólk, þó vissulega hafi margir það slæmt hér á landi. Leyfum ekki þeirri brengluðu skoðun að skjóta rótum að einhver sé öðruvísi en við, af því að þau líta öðruvísi út eða trúa á eitthvað annað. Hættum að dorma yfir sjónvarpinu, áhyggjum af reikningum og rifrildi um hvar einsöngslag dagsins eigi heima í dagskrá Ríkisútvarpsins. Hættum að hlæja góðlátlega að stórhættulegum skoðunum. Hættum að láta eins og það sé í lagi að troða á mannréttindum annars fólks af því að það skekur okkar smáu heimsmynd að leyfa því að blómstra sem er öðruvísi. Vöknum. Vöknum til lífsins á hverjum degi með þá hugsun að í dag getum við gert eitthvað svo öðru fólki líði betur, ekki hugsandi um það hvernig við getum varið okkur og það sem okkar er. Þá er von til þess að lífið verði öllum eilítið betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er af þýskum uppruna. Langalangafi minn, Claus Eggert Dietrich Proppé, kom hingað til lands árið 1868 og settist hér að. Varð virtur þjóðfélagsþegn, stofnaði meðal annars fyrsta bakaríið í Hafnarfirði. Hann var sem sagt innflytjandi, en við afkomendur hans erum það ekki. Claus var hvítur karlmaður, lúterstrúar og kom ár sinni vel fyrir borð í nýja samfélaginu. En var hann eitthvað minni innflytjandi en dökkleit kona, múhameðstrúar sem kemur til Íslands rúmri öld á eftir Claus og vinnur í láglaunastarfi? Auðvitað ekki.Á hvaða vegferð erum við? Nýlega bárust fregnir af könnun sem sýndi að um 42% Íslendinga eru á móti því að moska rísi í Reykjavík. Þessi könnun fær mig virkilega til að velta því fyrir mér hvort við höfum, sem samfélag, sofið á verðinum. Sofið svo fast að sú kennd að þurfa að vera á verði gegn því sem er öðruvísi hefur breiðst út. Því hverslags samfélag er það eiginlega þar sem svo stór hluti hefur yfirhöfuð skoðun á því hvort einn trúflokkur eigi að fá að reisa sér tilbeiðsluhús umfram annan? Hvað þá að vera á móti því. Mannréttindi eru algild og óháð trú eiga allir rétt á þeim.Vöknum Ég ákæri, ekki í þeim hálfkæringi sem ég beiti oft og tíðum í umræðum um eitthvað sem mér finnst arfavitlaust. Hlæjum að vitleysunni í þeim sem eru tilbúin til að skerða mannréttindi annarra, en það er kominn tími til að gera eitthvað meira en það. Þetta er grafalvarlegt mál og þarf að taka alvarlega. Ég ákæri sjálfan mig fyrir að hafa ekki gert nóg til að tala fyrir því að mannréttindaákvæði um að allir séu jafnir, óháð trúarbrögðum, kyni og litarhætti, séu ekki bara orð á blaði, heldur inngreipt sannindi í huga okkar allra. Svo inngreipt að við þurfum ekki einu sinni að velta þeim fyrir okkur. Ég ákæri samfélagið í heild fyrir að hafa ekki skorið upp herör gegn þeim stórhættulegu hugmyndum sem hafa skotið upp kollinum um að í lagi sé að beita hóp fólks annarskonar meðferð af því að hann aðhyllist önnur trúarbrögð en meirihlutinn. Það er ábyrgð okkar allra. Allir hafa frelsi til að útmála slíkar skoðanir, en við höfum líka öll frelsi til að tala gegn þeim. Ég ákæri okkur öll fyrir að hafa ekki innprentað börnum okkar að öll erum við börn [setjið inn viðeigandi guðlega veru, eða ekki neitt ef þið eruð trúlaus] og öll eigum við rétt á því að komið sé fram við okkur af virðingu.Hvað getum við gert fyrir aðra? Ég ákæri okkur fyrir sofandahátt. Við erum forréttindafólk, þó vissulega hafi margir það slæmt hér á landi. Leyfum ekki þeirri brengluðu skoðun að skjóta rótum að einhver sé öðruvísi en við, af því að þau líta öðruvísi út eða trúa á eitthvað annað. Hættum að dorma yfir sjónvarpinu, áhyggjum af reikningum og rifrildi um hvar einsöngslag dagsins eigi heima í dagskrá Ríkisútvarpsins. Hættum að hlæja góðlátlega að stórhættulegum skoðunum. Hættum að láta eins og það sé í lagi að troða á mannréttindum annars fólks af því að það skekur okkar smáu heimsmynd að leyfa því að blómstra sem er öðruvísi. Vöknum. Vöknum til lífsins á hverjum degi með þá hugsun að í dag getum við gert eitthvað svo öðru fólki líði betur, ekki hugsandi um það hvernig við getum varið okkur og það sem okkar er. Þá er von til þess að lífið verði öllum eilítið betra.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar