Verða framhaldsskólar í landsbyggðunum? Árni Páll Árnason skrifar 15. október 2014 07:00 Framhaldsskólar á landsbyggðinni eru skornir sérstaklega niður í nýju fjárlagafrumvarpi: Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Menntaskólinn á Tröllaskaga, nýjar og framsæknar menntastofnanir, fá fyrirmæli um fækkun nemendaígilda svo nemur nærri 20%. Sama má segja um Menntaskólann á Egilsstöðum. Skólarnir á Sauðárkróki, í Borgarbyggð, á Laugum, í Vestmannaeyjum og á Húsavík bera allir skarðan hlut frá borði. Erfitt er að sjá hvernig margir þessara skóla og sérstaklega þeir minni munu lifa þennan niðurskurð af. Fjölbreyttir framhaldsskólar á landsbyggðinni eru lífæð hennar. Þeir eru forsenda þess að fólk geti fengið framhaldsmenntun í heimabyggð, en þurfi ekki að flytja burt. Því fleiri og fjölbreyttari sem þeir eru, því betra. Þeir hafa á síðustu árum þróað mikilvægt dreifnám sem nýst hefur nemendum á smærri stöðum til að taka fyrstu ár framhaldsskólans í heimabyggð og auðveldað þannig nemendum enn á barnsaldri að vera áfram í heimabyggð samhliða námi. Dreifnámið hefur líka stutt við rekstrargrunn þessara minni menntastofnana, því kennarar þeirra sinna þá fleirum en þeim sem eru í staðarnámi. Allri þessari fjölbreytni á nú að fórna. Niðurskurðurinn kallar á fækkun kennara í framhaldsskólum á landsbyggðinni. Framhaldsskólakennarar eru í dag hryggjarstykkið í opinberri þjónustu og oft mikilvægustu og best menntuðu opinberu starfsmennirnir í hinum dreifðu byggðum. Þeir munu ekki hafa að neinu öðru að hverfa. Til viðbótar þessu standa innanríkisráðherrann og heilbrigðisráðherrann þessar vikurnar að stærstu einstöku niðurlagningaraðgerð í opinberri þjónustu í landsbyggðunum með sameiningu sýslumannsembætta, lögreglustjóraembætta og heilbrigðisstofnana. Í tilviki heilbrigðisstofnananna er verið að færa þjónustu fjær fólki og á Akureyri stendur heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir allsherjarríkisvæðingu nærþjónustu við íbúana. Aukin miðstýring, meiri einhæfni og minni fjölbreytni virðast vera einkunnarorð sjálfstæðisráðherra. Ríkisstjórnin vegur að lífæð byggðanna og leggur niður mikilvæg opinber störf í þjónustu við fólk. Það þarf aðra stjórnarstefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Framhaldsskólar á landsbyggðinni eru skornir sérstaklega niður í nýju fjárlagafrumvarpi: Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Menntaskólinn á Tröllaskaga, nýjar og framsæknar menntastofnanir, fá fyrirmæli um fækkun nemendaígilda svo nemur nærri 20%. Sama má segja um Menntaskólann á Egilsstöðum. Skólarnir á Sauðárkróki, í Borgarbyggð, á Laugum, í Vestmannaeyjum og á Húsavík bera allir skarðan hlut frá borði. Erfitt er að sjá hvernig margir þessara skóla og sérstaklega þeir minni munu lifa þennan niðurskurð af. Fjölbreyttir framhaldsskólar á landsbyggðinni eru lífæð hennar. Þeir eru forsenda þess að fólk geti fengið framhaldsmenntun í heimabyggð, en þurfi ekki að flytja burt. Því fleiri og fjölbreyttari sem þeir eru, því betra. Þeir hafa á síðustu árum þróað mikilvægt dreifnám sem nýst hefur nemendum á smærri stöðum til að taka fyrstu ár framhaldsskólans í heimabyggð og auðveldað þannig nemendum enn á barnsaldri að vera áfram í heimabyggð samhliða námi. Dreifnámið hefur líka stutt við rekstrargrunn þessara minni menntastofnana, því kennarar þeirra sinna þá fleirum en þeim sem eru í staðarnámi. Allri þessari fjölbreytni á nú að fórna. Niðurskurðurinn kallar á fækkun kennara í framhaldsskólum á landsbyggðinni. Framhaldsskólakennarar eru í dag hryggjarstykkið í opinberri þjónustu og oft mikilvægustu og best menntuðu opinberu starfsmennirnir í hinum dreifðu byggðum. Þeir munu ekki hafa að neinu öðru að hverfa. Til viðbótar þessu standa innanríkisráðherrann og heilbrigðisráðherrann þessar vikurnar að stærstu einstöku niðurlagningaraðgerð í opinberri þjónustu í landsbyggðunum með sameiningu sýslumannsembætta, lögreglustjóraembætta og heilbrigðisstofnana. Í tilviki heilbrigðisstofnananna er verið að færa þjónustu fjær fólki og á Akureyri stendur heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir allsherjarríkisvæðingu nærþjónustu við íbúana. Aukin miðstýring, meiri einhæfni og minni fjölbreytni virðast vera einkunnarorð sjálfstæðisráðherra. Ríkisstjórnin vegur að lífæð byggðanna og leggur niður mikilvæg opinber störf í þjónustu við fólk. Það þarf aðra stjórnarstefnu.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar