Sterkt áfengi í matvöruverslanir? Nei takk Adolf Ingi Erlingsson skrifar 11. október 2014 00:01 Umræðan um lagafrumvarpið sem liggur fyrir alþingi um afnám einkasölu ríkisins á áfengi virðist vera á villigötum. Flutnings- og stuðningsmönnum þess hefur tekist að stýra umræðunni á þann veg að aðeins er talað um hvort við viljum geta keypt léttvín og bjór í matvöruverslunum og sparað okkur það ógurlega ómak að þurfa að fara í sérstaka vínbúð til þess. Því er síðan slegið upp að nýlegar skoðanakannanir sýni að meirihluti fólks sé fylgjandi sölu léttvins og bjórs í matvöruverslunum. En það er ekki bara það sem frumvarpið felur í sér, heldur tekur það líka til sterks áfengis, þannig að sala þess verður líka færð úr vínbúðunum í matvöruverslanir verði það samþykkt. Viljum við það? Sömu skoðanakannanir benda til þess að svo sé ekki. Öfugt við fyrsta flutningsmann frumvarpsins er ég langt frá því að vera bindindismaður og nýt þess reglulega að drekka gott vín með góðum mat. En ég hef aldrei litið á það sem skerðingu á persónufrelsi mínu né talið eftir mér að þurfa að gera mér ferð í Vínbúðina til að kaupa áfengi. Þar nýt ég frábærrar þjónustu vel þjálfaðs afgreiðslufólks og mikils og góðs úrvals vína. Miðað við þjónustustigið í matvöruverslunum almennt efast ég stórlega um að ég muni njóta hvorugs verði frumvarpið að lögum. Þrátt fyrir að heildarneysla áfengis á Íslandi hafi hátt í tvöfaldast frá því að sala á áfengum bjór var leyfð árið 1988 erum við á meðal þeirra þjóða í Evrópu sem drekka hvað minnst. Rétt fyrir ofan okkur í neyslu eru hinar Norðurlandaþjóðirnar þar sem sama fyrirkomulag er, það er einkasala ríkisins, Svíar, Norðmenn og Finnar. Danir skera sig hinsvegar úr með um 70% meiri neyslu á mann en við Íslendingar, enda ríkir þar hið rómaða frelsi í sölu áfengis. Mjög hefur dregið úr unglingadrykkju hér á landi síðustu árin og hún er ein sú minnsta í Evrópu. Viljum við hætta þeim árangri sem hefur náðst á því sviði með því að auka aðgengið að áfengi? Samkvæmt skýrslu Evrópusambandsins um áfengisneyslu í Evrópu og áhrif hennar á þjóðfélagið er ein árangursríkasta og ódýrasta leiðin til að draga úr neyslu áfengis að takmarka framboð þess. Í skýrslunni er bent á að ríkiseinkasalan á Norðurlöndunum gefist mjög vel í þessu skyni. Kannski er það þess vegna sem mjög lítið heyrist á hinum Norðurlöndunum talað um afnám einkasölu ríkisins, hvað þá að ábyrgir þingmenn berjist fyrir því í nafni hins heilaga frelsis. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins hefur staglast á frjálshyggjumöntrunni um að ríkið eigi ekki og megi ekki. Ríkið eigi ekki að standa í verslunarrekstri, sama þótt um vöru eins og áfengi sé að ræða. Hinsvegar fylgja frumvarpinu engin rök um hvað því sé ætlað að bæta annað en „frelsi“ kaupmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Adolf Ingi Erlingsson Áfengi og tóbak Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Umræðan um lagafrumvarpið sem liggur fyrir alþingi um afnám einkasölu ríkisins á áfengi virðist vera á villigötum. Flutnings- og stuðningsmönnum þess hefur tekist að stýra umræðunni á þann veg að aðeins er talað um hvort við viljum geta keypt léttvín og bjór í matvöruverslunum og sparað okkur það ógurlega ómak að þurfa að fara í sérstaka vínbúð til þess. Því er síðan slegið upp að nýlegar skoðanakannanir sýni að meirihluti fólks sé fylgjandi sölu léttvins og bjórs í matvöruverslunum. En það er ekki bara það sem frumvarpið felur í sér, heldur tekur það líka til sterks áfengis, þannig að sala þess verður líka færð úr vínbúðunum í matvöruverslanir verði það samþykkt. Viljum við það? Sömu skoðanakannanir benda til þess að svo sé ekki. Öfugt við fyrsta flutningsmann frumvarpsins er ég langt frá því að vera bindindismaður og nýt þess reglulega að drekka gott vín með góðum mat. En ég hef aldrei litið á það sem skerðingu á persónufrelsi mínu né talið eftir mér að þurfa að gera mér ferð í Vínbúðina til að kaupa áfengi. Þar nýt ég frábærrar þjónustu vel þjálfaðs afgreiðslufólks og mikils og góðs úrvals vína. Miðað við þjónustustigið í matvöruverslunum almennt efast ég stórlega um að ég muni njóta hvorugs verði frumvarpið að lögum. Þrátt fyrir að heildarneysla áfengis á Íslandi hafi hátt í tvöfaldast frá því að sala á áfengum bjór var leyfð árið 1988 erum við á meðal þeirra þjóða í Evrópu sem drekka hvað minnst. Rétt fyrir ofan okkur í neyslu eru hinar Norðurlandaþjóðirnar þar sem sama fyrirkomulag er, það er einkasala ríkisins, Svíar, Norðmenn og Finnar. Danir skera sig hinsvegar úr með um 70% meiri neyslu á mann en við Íslendingar, enda ríkir þar hið rómaða frelsi í sölu áfengis. Mjög hefur dregið úr unglingadrykkju hér á landi síðustu árin og hún er ein sú minnsta í Evrópu. Viljum við hætta þeim árangri sem hefur náðst á því sviði með því að auka aðgengið að áfengi? Samkvæmt skýrslu Evrópusambandsins um áfengisneyslu í Evrópu og áhrif hennar á þjóðfélagið er ein árangursríkasta og ódýrasta leiðin til að draga úr neyslu áfengis að takmarka framboð þess. Í skýrslunni er bent á að ríkiseinkasalan á Norðurlöndunum gefist mjög vel í þessu skyni. Kannski er það þess vegna sem mjög lítið heyrist á hinum Norðurlöndunum talað um afnám einkasölu ríkisins, hvað þá að ábyrgir þingmenn berjist fyrir því í nafni hins heilaga frelsis. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins hefur staglast á frjálshyggjumöntrunni um að ríkið eigi ekki og megi ekki. Ríkið eigi ekki að standa í verslunarrekstri, sama þótt um vöru eins og áfengi sé að ræða. Hinsvegar fylgja frumvarpinu engin rök um hvað því sé ætlað að bæta annað en „frelsi“ kaupmanna.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun