Hinir vammlausu Sigurjón M. Egilsson skrifar 1. október 2014 07:30 Mikið hefur farið fyrir Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, vegna mjólkurmálsins. Í viðtali við Vísi sagði Guðni orðrétt: „…þar sem ég kom fram með upplýsingar beint frá Ásmundi Stefánssyni, sem var vammlaus verkalýðsleiðtogi og svo bankastjóri Landsbankans á erfiðustu tímum Íslandssögunnar. Hann sagði klárt mál að öll þau viðskipti hefðu farið fram á bankalegum forsendum.“ Þarna er Guðni að tala um viðskipti Ólafs Magnússonar, áður í Mjólku, og Landsbankans, banka sem Ásmundur Stefánsson stýrði skamma stund eftir hrun. Af orðum Guðna má ráða að Ásmundi hafi þótt við hæfi að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um viðskipti Ólafs og bankans. Má þetta? Eru fyrrverandi bankastjórar fríir frá bankaleynd? Og ef Ásmundur dreifir slíkum upplýsingum til birtingar í fjölmiðlum er nærtækast að spyrja hvort aðrar upplýsingar, og viðkvæmari, um annað fólk og önnur viðskipti séu einnig á vitorði fyrrverandi ráðamanna, eða núverandi eða bara hvers sem er. Hverjir eru vammlausir? Eitt er að lagasmiðurinn Guðni gangi fram fyrir skjöldu og verji afleiðingar laganna, og það í umboði þeirra sem nutu góðs af þeim. Annað er og af allt öðrum meiði að í þeirri baráttu sé unnt að opinbera fyrir alþjóð upplýsingar um bankaviðskipti fólks og fyrirtækja. Mjólkurmálið ætlar að geta af sér skuggahliðar. Spurning um trúnað fyrrverandi bankastjóra er meðal þeirra og það verður að gera þá kröfu að áragömul bankaviðskipti rati ekki í átök eða dægurþras. Bankamenn verða að vera ærlegri en svo að þeir láti undan ráðafólki, núverandi og fyrrverandi, og láti því í té upplýsingar um hvernig einn eða annar stóð sig gagnvart viðskiptabankanum. Ef þeir eru vammlausir, þá er spurt hvort þeir hafi leikið leikinn án þess að sjá fyrir endann á honum. Vissir í sinni sök. Nýjasta staðan er sú að frá Seljavöllum heyrist rödd Egils Eiríkssonar, sem á sæti í fulltrúaráði Auðhumlu. Egill er ákveðinn. Hann segir í samtali við Fréttablaðið: „Ég tel í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er núna að það sé réttast að kalla til fulltrúaráðsfundar þar sem ný stjórn yrði kjörin og í framhaldi af því myndi hún ráða nýjan forstjóra Mjólkursamsölunnar.“ Þrátt fyrir yfirburði í umræðunni, meðal annars vitneskju um viðskipti einstakra manna við Landsbankann, er málið hugsanlega að snúast í höndum þeirra. Meðal bænda er ekki samstaða. Þaðan er greinilega sótt að forsvarsmönnunum. „Við kúabændur viljum ekki að svona sé staðið að málum. Okkur er umhugað um orðstír Mjólkursamsölunnar og viljum ekki að honum sé stefnt í voða. Neytendur verða að vera vissir um það að við séum fyrst og fremst að gæta hagsmuna þeirra,“ sagði Egill í Fréttablaðinu í gær. Innan stjórnmálanna er mikill og þverpólitískur vilji til að halda óbreyttu kerfi. Rök þingmanna eru þau að neytendur og bændur hafi mikinn hag af því að samkeppnin sé sem minnst. Þeir taka undir með Guðna Ágústssyni og fleirum og færa fram sömu rök og hann. Það eru önnur rök í málinu. Það eru rök sem mæla með fjölbreytni, nýjungum og öðru sem fæðist í hinu smáa. Mjólkurmálið snýst aðeins að hluta um mjólk og Mjólkursamsöluna. Miklu frekar um sérhagsmuni, sérreglur, vandann við fámennið, litla markaði, nærgætni, tillitssemi og fjölbreytni. Engum þarf að koma á óvart að á Alþingi sé þverpólitísk samstaða um að viðhalda sérréttindum þess sterka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, vegna mjólkurmálsins. Í viðtali við Vísi sagði Guðni orðrétt: „…þar sem ég kom fram með upplýsingar beint frá Ásmundi Stefánssyni, sem var vammlaus verkalýðsleiðtogi og svo bankastjóri Landsbankans á erfiðustu tímum Íslandssögunnar. Hann sagði klárt mál að öll þau viðskipti hefðu farið fram á bankalegum forsendum.“ Þarna er Guðni að tala um viðskipti Ólafs Magnússonar, áður í Mjólku, og Landsbankans, banka sem Ásmundur Stefánsson stýrði skamma stund eftir hrun. Af orðum Guðna má ráða að Ásmundi hafi þótt við hæfi að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um viðskipti Ólafs og bankans. Má þetta? Eru fyrrverandi bankastjórar fríir frá bankaleynd? Og ef Ásmundur dreifir slíkum upplýsingum til birtingar í fjölmiðlum er nærtækast að spyrja hvort aðrar upplýsingar, og viðkvæmari, um annað fólk og önnur viðskipti séu einnig á vitorði fyrrverandi ráðamanna, eða núverandi eða bara hvers sem er. Hverjir eru vammlausir? Eitt er að lagasmiðurinn Guðni gangi fram fyrir skjöldu og verji afleiðingar laganna, og það í umboði þeirra sem nutu góðs af þeim. Annað er og af allt öðrum meiði að í þeirri baráttu sé unnt að opinbera fyrir alþjóð upplýsingar um bankaviðskipti fólks og fyrirtækja. Mjólkurmálið ætlar að geta af sér skuggahliðar. Spurning um trúnað fyrrverandi bankastjóra er meðal þeirra og það verður að gera þá kröfu að áragömul bankaviðskipti rati ekki í átök eða dægurþras. Bankamenn verða að vera ærlegri en svo að þeir láti undan ráðafólki, núverandi og fyrrverandi, og láti því í té upplýsingar um hvernig einn eða annar stóð sig gagnvart viðskiptabankanum. Ef þeir eru vammlausir, þá er spurt hvort þeir hafi leikið leikinn án þess að sjá fyrir endann á honum. Vissir í sinni sök. Nýjasta staðan er sú að frá Seljavöllum heyrist rödd Egils Eiríkssonar, sem á sæti í fulltrúaráði Auðhumlu. Egill er ákveðinn. Hann segir í samtali við Fréttablaðið: „Ég tel í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er núna að það sé réttast að kalla til fulltrúaráðsfundar þar sem ný stjórn yrði kjörin og í framhaldi af því myndi hún ráða nýjan forstjóra Mjólkursamsölunnar.“ Þrátt fyrir yfirburði í umræðunni, meðal annars vitneskju um viðskipti einstakra manna við Landsbankann, er málið hugsanlega að snúast í höndum þeirra. Meðal bænda er ekki samstaða. Þaðan er greinilega sótt að forsvarsmönnunum. „Við kúabændur viljum ekki að svona sé staðið að málum. Okkur er umhugað um orðstír Mjólkursamsölunnar og viljum ekki að honum sé stefnt í voða. Neytendur verða að vera vissir um það að við séum fyrst og fremst að gæta hagsmuna þeirra,“ sagði Egill í Fréttablaðinu í gær. Innan stjórnmálanna er mikill og þverpólitískur vilji til að halda óbreyttu kerfi. Rök þingmanna eru þau að neytendur og bændur hafi mikinn hag af því að samkeppnin sé sem minnst. Þeir taka undir með Guðna Ágústssyni og fleirum og færa fram sömu rök og hann. Það eru önnur rök í málinu. Það eru rök sem mæla með fjölbreytni, nýjungum og öðru sem fæðist í hinu smáa. Mjólkurmálið snýst aðeins að hluta um mjólk og Mjólkursamsöluna. Miklu frekar um sérhagsmuni, sérreglur, vandann við fámennið, litla markaði, nærgætni, tillitssemi og fjölbreytni. Engum þarf að koma á óvart að á Alþingi sé þverpólitísk samstaða um að viðhalda sérréttindum þess sterka.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun