Krabbameinslæknalaust Ísland árið 2020? Krabbameinslæknar skrifar 25. september 2014 07:00 Þriðjungur af íslensku þjóðinni mun greinast með krabbamein á lífsleiðinni og þurfa á læknisaðstoð skurð- og/eða krabbameinslæknis að halda. Íslenska heilbrigðiskerfið hefur framan af þótt vel í stakk búið til að hugsa um þessa sjúklinga en undanfarin 5-7 ár hefur hallað verulega undan fæti. Raunar svo mikið að ekki verður hægt að segja annað en að neyðarástand ríki í krabbameinslækningum á Íslandi í dag. Á sama tíma og fjöldi sjúklinga hefur aukist, hefur starfandi krabbameinslæknum á Íslandi fækkað verulega. Árið 2008 voru 13 krabbameinslæknar starfandi á Íslandi sem var ekki talið fullnægjandi á þeim tíma en í dag eru þeir sjö talsins. Þetta stafar bæði af því að sérfræðingar hafa kosið að flytja ekki heim að loknu sérnámi og sumir hafa kosið að flytja aftur frá landinu eftir að hafa kynnst starfsaðstæðum á Íslandi í nokkur ár. Því hefur álagið aukist óheyrilega á þá sem enn standa vaktina og augljóslega má lítið út af að bregða til að þeir sem eftir starfa hreinlega kikni undan álaginu og krabbameinslækningar eins og þær leggja sig hrynji. Hvert hafa stjórnvöld þá hugsað sér að senda krabbameinssjúklinga til meðferðar? Íslenskir læknar hafa í gegnum tíðina þurft að ná sér í sína sérfræðingsmenntun í öðrum löndum og flutt út eftir að hafa lokið grunnnáminu og komið heim að sérnámi loknu. Síðastliðin 5-10 ár hefur sú breyting orðið á að sérfræðilæknar ílengjast úti þar sem þeim þykja aðstæður á Íslandi ekki aðlaðandi.Kjör og vinnuskilyrði Skýringar á brottfalli krabbameinslækna eru nokkrar. Kjör lækna hafa dregist aftur úr kjörum annarra sambærilegra stétta. Grunnlaun læknis eftir sex ára nám í læknadeild eru 340.000 ISK og grunnlaun sérfræðilæknis eru 530.000 ISK. Góð vinnuskilyrði þurfa að vera fyrir hendi með þeim lækningatækjum og lyfjum sem nútímalækningar gera kröfu um. Þessu er verulega ábótavant í dag. Nýjustu meðferðir í geislalækningum sem og nýjustu myndgreiningartæki eru ekki til staðar á landinu og því þarf að senda sjúklinga utan með tilheyrandi kostnaði. Húsnæðið þarf að vera þannig að heilsa sjúklinga og starfsfólks sé ekki sett í hættu í hripleku og sveppasýktu húsnæði eins og gert er í dag. Oft hafa sérfræðilæknar einnig stundað rannsóknarvinnu til að fleyta vísindum í faginu áfram en gefst svo ekki tími til að vinna áfram að rannsóknum þegar heim er komið. Allt þetta verður til að draga úr starfsánægju og þar sem læknar eiga hægt um vik með að finna vinnu í öðrum löndum þá kjósa fleiri og fleiri einfaldlega að koma ekki heim eftir sérnám eða flytja búferlum aftur út með fjölskylduna.Á ábyrgð Alþingis Íslendingar og oft sér í lagi íslenskir stjórnmálamenn hafa lengi hreykt sér af því að búa að framúrskarandi heilbrigðiskerfi með fyrsta flokks þjónustu. Af framansögðu má öllum vera ljóst að sú er ekki lengur raunin og réttast að það verði viðurkennt. Það er svo á ábyrgð Alþingis að ákveða hver forgangröðunin skuli vera til framtíðar. Einn möguleikinn er hreinlega að lýsa því yfir að héðan í frá sé ekki stefnt að því að íslenskir sjúklingar fái sambærilega þjónustu og gerist erlendis. Hinn möguleikinn er að reyna að snúa þessari óheillaþróun við. Ef sú verður ekki raunin ætti öllum að vera ljóst að þegar kerfið hrynur sem mun eflaust gerast þegar næsti krabbameinslæknir hættir, þá er það á ábyrgð stjórnvalda þegar krabbameinssjúklingar þurfa að fara utan til að leita sér læknisaðstoðar.Þurfum skýra stefnumörkun Við undirrituð erum meðal þeirra sem hafa nýlega eða munu klára sérnám í krabbameinslækningum á næstunni, nám sem hefur tekið okkur í kringum 15 ár frá því við hófum nám í læknadeild. Öll viljum við gjarnan koma aftur til Íslands að loknu sérnámi en ef við getum ekki séð fyrir okkur og fjölskyldum okkar á sambærilegan máta og sambærilegar stéttir með styttra háskólanám að baki og þaðan af síður sinnt okkar sjúklingum á mannsæmandi hátt, eigum við erfitt með að sjá það fyrir okkur. Við þurfum tækifæri til að vinna okkar vinnu almennilega, laus við samviskubit gagnvart sjúklingum okkar sem við getum ekki sinnt á þann hátt sem við viljum og þeir eiga skilið eða gefið þeim þann tíma sem þeir þurfa. Við óskum því eftir skýrri stefnumörkun og framtíðarsýn heilbrigðisyfirvalda í stað innantómra loforða undanfarinna ára svo hægt sé að snúa vörn í sókn og finna leiðir til úrbóta í málum heilbrigðiskerfisins, Landspítala – Háskólasjúkrahúss og þar með talið krabbameinslækningum áður en það verður of seint.Einar BjörgvinssonHelga TryggvadóttirÓlöf K. BjarnadóttirSigurdís HaraldsdóttirVaka Ýr SævarsdóttirÖrvar Gunnarssonlæknar sem hafa nýlokið eða eru í sérnámi í krabbameinslækningumHöfundar eru búsettirí Bandaríkjunum, Danmörkuog Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðjungur af íslensku þjóðinni mun greinast með krabbamein á lífsleiðinni og þurfa á læknisaðstoð skurð- og/eða krabbameinslæknis að halda. Íslenska heilbrigðiskerfið hefur framan af þótt vel í stakk búið til að hugsa um þessa sjúklinga en undanfarin 5-7 ár hefur hallað verulega undan fæti. Raunar svo mikið að ekki verður hægt að segja annað en að neyðarástand ríki í krabbameinslækningum á Íslandi í dag. Á sama tíma og fjöldi sjúklinga hefur aukist, hefur starfandi krabbameinslæknum á Íslandi fækkað verulega. Árið 2008 voru 13 krabbameinslæknar starfandi á Íslandi sem var ekki talið fullnægjandi á þeim tíma en í dag eru þeir sjö talsins. Þetta stafar bæði af því að sérfræðingar hafa kosið að flytja ekki heim að loknu sérnámi og sumir hafa kosið að flytja aftur frá landinu eftir að hafa kynnst starfsaðstæðum á Íslandi í nokkur ár. Því hefur álagið aukist óheyrilega á þá sem enn standa vaktina og augljóslega má lítið út af að bregða til að þeir sem eftir starfa hreinlega kikni undan álaginu og krabbameinslækningar eins og þær leggja sig hrynji. Hvert hafa stjórnvöld þá hugsað sér að senda krabbameinssjúklinga til meðferðar? Íslenskir læknar hafa í gegnum tíðina þurft að ná sér í sína sérfræðingsmenntun í öðrum löndum og flutt út eftir að hafa lokið grunnnáminu og komið heim að sérnámi loknu. Síðastliðin 5-10 ár hefur sú breyting orðið á að sérfræðilæknar ílengjast úti þar sem þeim þykja aðstæður á Íslandi ekki aðlaðandi.Kjör og vinnuskilyrði Skýringar á brottfalli krabbameinslækna eru nokkrar. Kjör lækna hafa dregist aftur úr kjörum annarra sambærilegra stétta. Grunnlaun læknis eftir sex ára nám í læknadeild eru 340.000 ISK og grunnlaun sérfræðilæknis eru 530.000 ISK. Góð vinnuskilyrði þurfa að vera fyrir hendi með þeim lækningatækjum og lyfjum sem nútímalækningar gera kröfu um. Þessu er verulega ábótavant í dag. Nýjustu meðferðir í geislalækningum sem og nýjustu myndgreiningartæki eru ekki til staðar á landinu og því þarf að senda sjúklinga utan með tilheyrandi kostnaði. Húsnæðið þarf að vera þannig að heilsa sjúklinga og starfsfólks sé ekki sett í hættu í hripleku og sveppasýktu húsnæði eins og gert er í dag. Oft hafa sérfræðilæknar einnig stundað rannsóknarvinnu til að fleyta vísindum í faginu áfram en gefst svo ekki tími til að vinna áfram að rannsóknum þegar heim er komið. Allt þetta verður til að draga úr starfsánægju og þar sem læknar eiga hægt um vik með að finna vinnu í öðrum löndum þá kjósa fleiri og fleiri einfaldlega að koma ekki heim eftir sérnám eða flytja búferlum aftur út með fjölskylduna.Á ábyrgð Alþingis Íslendingar og oft sér í lagi íslenskir stjórnmálamenn hafa lengi hreykt sér af því að búa að framúrskarandi heilbrigðiskerfi með fyrsta flokks þjónustu. Af framansögðu má öllum vera ljóst að sú er ekki lengur raunin og réttast að það verði viðurkennt. Það er svo á ábyrgð Alþingis að ákveða hver forgangröðunin skuli vera til framtíðar. Einn möguleikinn er hreinlega að lýsa því yfir að héðan í frá sé ekki stefnt að því að íslenskir sjúklingar fái sambærilega þjónustu og gerist erlendis. Hinn möguleikinn er að reyna að snúa þessari óheillaþróun við. Ef sú verður ekki raunin ætti öllum að vera ljóst að þegar kerfið hrynur sem mun eflaust gerast þegar næsti krabbameinslæknir hættir, þá er það á ábyrgð stjórnvalda þegar krabbameinssjúklingar þurfa að fara utan til að leita sér læknisaðstoðar.Þurfum skýra stefnumörkun Við undirrituð erum meðal þeirra sem hafa nýlega eða munu klára sérnám í krabbameinslækningum á næstunni, nám sem hefur tekið okkur í kringum 15 ár frá því við hófum nám í læknadeild. Öll viljum við gjarnan koma aftur til Íslands að loknu sérnámi en ef við getum ekki séð fyrir okkur og fjölskyldum okkar á sambærilegan máta og sambærilegar stéttir með styttra háskólanám að baki og þaðan af síður sinnt okkar sjúklingum á mannsæmandi hátt, eigum við erfitt með að sjá það fyrir okkur. Við þurfum tækifæri til að vinna okkar vinnu almennilega, laus við samviskubit gagnvart sjúklingum okkar sem við getum ekki sinnt á þann hátt sem við viljum og þeir eiga skilið eða gefið þeim þann tíma sem þeir þurfa. Við óskum því eftir skýrri stefnumörkun og framtíðarsýn heilbrigðisyfirvalda í stað innantómra loforða undanfarinna ára svo hægt sé að snúa vörn í sókn og finna leiðir til úrbóta í málum heilbrigðiskerfisins, Landspítala – Háskólasjúkrahúss og þar með talið krabbameinslækningum áður en það verður of seint.Einar BjörgvinssonHelga TryggvadóttirÓlöf K. BjarnadóttirSigurdís HaraldsdóttirVaka Ýr SævarsdóttirÖrvar Gunnarssonlæknar sem hafa nýlokið eða eru í sérnámi í krabbameinslækningumHöfundar eru búsettirí Bandaríkjunum, Danmörkuog Svíþjóð.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun