Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2024 11:46 Núna eru Alþingiskosningar á næsta leiti og flokkarnir í óða önn að gera sig klára fyrir lokasprettinn. Frambjóðendur keppast við að ræða við kjósendur um stefnumál sín og hvað sé best fyrir Ísland. En hvaða málefni eru það sem skipta mestu? Hvernig viljum við hafa framtíðina? Vextir og verðbólga er eitt af því sem þarf að ná tökum á til þess að bæta lífskjör almennings. En þá má spyrja hver sé hinn stóri orsakavaldur hárra vaxta og verðbólgu síðustu missera. Svarið við þeirri spurningu er ósköp einfalt, íslenska krónan. Krónan er eins og sakir standa að sliga íslensk heimili og kostar ríki og sveitarfélög tugi, ef ekki hundruð milljarða á ári. Það þjónar hagsmunum og lífsgæðum okkar allra ef við gætum nýtt þessar fjárhæðir í önnur og mikilvægari verkefni, bæði í þágu fyrirtækja og heimila og styrkt um leið grunnstoðir samfélagsins. Heilbrigðismál, sérstaklega geðheilbrigðismál, eru eitt af því sem þarf að gera gangskör í að styrkja. Til að mynda þarf að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og taka á biðlistum sem eru orðnir allt of langir og virðast því miður lengjast ár frá ári. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu er eitt þeirra mála sem lagt var fram og samþykkt einróma við þinglok vorið 2020. Þingheimur var sammála um þetta mikilvæga mál, en hvað svo? Í stað þess að láta kné fylgja kviði, var málinu ýtt til hliðar og því liggur það nú ofan í skúffu, ófjármagnað. Þessu þurfum við að breyta. Það er lífsnauðsynlegt. Frelsi og frjálslyndi eiga undir högg að sækja og sáum við það einna helst í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Við eigum að tala fyrir frelsi og samkeppni, þannig sköpum við tækifæri fyrir komandi kynslóðir og ýtum undir nýsköpun. Þetta eru einungis nokkur af þeim mikilvægu málum sem fráfarandi ríkisstjórn hefur ekki sinnt nægilega vel síðustu sjö árin. Fráfarandi ríkisstjórn má auk þess lýsa sem ferðafélögum á afleitri vegferð eða fararstjórn þar sem hópurinn villist af leið, enda ferðalýsing ómarkviss og tilviljanakennd. Gerum betur – breytum þessu Höfundur er viðskiptafræðingur og kjósandi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Núna eru Alþingiskosningar á næsta leiti og flokkarnir í óða önn að gera sig klára fyrir lokasprettinn. Frambjóðendur keppast við að ræða við kjósendur um stefnumál sín og hvað sé best fyrir Ísland. En hvaða málefni eru það sem skipta mestu? Hvernig viljum við hafa framtíðina? Vextir og verðbólga er eitt af því sem þarf að ná tökum á til þess að bæta lífskjör almennings. En þá má spyrja hver sé hinn stóri orsakavaldur hárra vaxta og verðbólgu síðustu missera. Svarið við þeirri spurningu er ósköp einfalt, íslenska krónan. Krónan er eins og sakir standa að sliga íslensk heimili og kostar ríki og sveitarfélög tugi, ef ekki hundruð milljarða á ári. Það þjónar hagsmunum og lífsgæðum okkar allra ef við gætum nýtt þessar fjárhæðir í önnur og mikilvægari verkefni, bæði í þágu fyrirtækja og heimila og styrkt um leið grunnstoðir samfélagsins. Heilbrigðismál, sérstaklega geðheilbrigðismál, eru eitt af því sem þarf að gera gangskör í að styrkja. Til að mynda þarf að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og taka á biðlistum sem eru orðnir allt of langir og virðast því miður lengjast ár frá ári. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu er eitt þeirra mála sem lagt var fram og samþykkt einróma við þinglok vorið 2020. Þingheimur var sammála um þetta mikilvæga mál, en hvað svo? Í stað þess að láta kné fylgja kviði, var málinu ýtt til hliðar og því liggur það nú ofan í skúffu, ófjármagnað. Þessu þurfum við að breyta. Það er lífsnauðsynlegt. Frelsi og frjálslyndi eiga undir högg að sækja og sáum við það einna helst í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Við eigum að tala fyrir frelsi og samkeppni, þannig sköpum við tækifæri fyrir komandi kynslóðir og ýtum undir nýsköpun. Þetta eru einungis nokkur af þeim mikilvægu málum sem fráfarandi ríkisstjórn hefur ekki sinnt nægilega vel síðustu sjö árin. Fráfarandi ríkisstjórn má auk þess lýsa sem ferðafélögum á afleitri vegferð eða fararstjórn þar sem hópurinn villist af leið, enda ferðalýsing ómarkviss og tilviljanakennd. Gerum betur – breytum þessu Höfundur er viðskiptafræðingur og kjósandi Viðreisnar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun