Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar 14. nóvember 2024 07:33 Á umhverfisdegi atvinnulífsins komu saman yfir 300 fulltrúar frá um 200 fyrirtækjum. Þegar þátttakendur voru beðnir um að forgangsraða helstu áherslum í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir komandi kosningar, voru hvatar til grænna fjárfestinga efstir á baugi. Skilaboðin voru skýr - jákvæðir hvatar, ekki þvinganir, eru leiðin að árangri, því það er jú þannig að íslenskt atvinnulíf vill halda áfram að vera leiðandi og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Því miður virðist áhersla stjórnvalda í loftslagsmálum enn í of miklum mæli beinast að þvingunum og kvöðum. Sem dæmi er í uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum gert ráð fyrir að þrír fjórðu af árangrinum komi frá bönnum og kvöðum. Þessi nálgun er líkleg til að hindra framþróun og nýsköpun í atvinnulífinu. Hvatar verka eins og blítt vorregn sem nærir frjóan jarðveg nýsköpunar og framfara, á meðan kvaðir og bönn eru eins og þungir múrar sem skyggja á framtíðarsýn fyrirtækja. Með öflugum hvötum til grænna fjárfestinga geta stjórnvöld stutt við uppbyggingu þeirrar þekkingar, tækni og innviða sem nauðsynleg er til að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stað þess að þvinga fram breytingar með reglum og refsingum, ættu stjórnvöld að skapa umhverfi sem hvetur fyrirtæki til skynsamlegrar umbreytingar í átt að sjálfbærni. Þannig verður umbreytingin drifin áfram af tækifærum fremur en takmörkunum, og árangurinn í loftslagsmálum verður varanlegur. Með kosningar í nóvember standa stjórnmálaflokkar frammi fyrir einstöku tækifæri. Tækifæri til að tala til metnaðarfullra fyrirtækja sem vilja láta gott af sér leiða í baráttunni við loftslagsbreytingar. Með því að setja græna hvata á oddinn í stefnuskrám sínum geta flokkarnir sýnt að þeir skilji mikilvægi þess að fjárfesta í grænni framtíð og nýsköpun. Þannig færast lausnir framtíðarinnar nær okkur í dag og við tryggjum að Ísland verði í samkeppnishæfu umhverfi og áfram í fararbroddi í loftslagsmálum. Nú er lag fyrir stjórnmálaflokka að sýna framsýni og hugrekki - með því að styðja við grænar fjárfestingar í stað þvingana. Þannig geta þeir unnið með metnaðarfullum fyrirtækjum að því að byggja upp sjálfbært og samkeppnishæft atvinnulíf til framtíðar. Leggjum áherslu á hvata til grænna fjárfestinga og tryggjum að umbreytingin verði drifin áfram af tækifærum og nýsköpun, fremur en hömlum og höftum. Höfundur er verkefnastjóri á Málefnasviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atvinnurekendur Umhverfismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á umhverfisdegi atvinnulífsins komu saman yfir 300 fulltrúar frá um 200 fyrirtækjum. Þegar þátttakendur voru beðnir um að forgangsraða helstu áherslum í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir komandi kosningar, voru hvatar til grænna fjárfestinga efstir á baugi. Skilaboðin voru skýr - jákvæðir hvatar, ekki þvinganir, eru leiðin að árangri, því það er jú þannig að íslenskt atvinnulíf vill halda áfram að vera leiðandi og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Því miður virðist áhersla stjórnvalda í loftslagsmálum enn í of miklum mæli beinast að þvingunum og kvöðum. Sem dæmi er í uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum gert ráð fyrir að þrír fjórðu af árangrinum komi frá bönnum og kvöðum. Þessi nálgun er líkleg til að hindra framþróun og nýsköpun í atvinnulífinu. Hvatar verka eins og blítt vorregn sem nærir frjóan jarðveg nýsköpunar og framfara, á meðan kvaðir og bönn eru eins og þungir múrar sem skyggja á framtíðarsýn fyrirtækja. Með öflugum hvötum til grænna fjárfestinga geta stjórnvöld stutt við uppbyggingu þeirrar þekkingar, tækni og innviða sem nauðsynleg er til að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stað þess að þvinga fram breytingar með reglum og refsingum, ættu stjórnvöld að skapa umhverfi sem hvetur fyrirtæki til skynsamlegrar umbreytingar í átt að sjálfbærni. Þannig verður umbreytingin drifin áfram af tækifærum fremur en takmörkunum, og árangurinn í loftslagsmálum verður varanlegur. Með kosningar í nóvember standa stjórnmálaflokkar frammi fyrir einstöku tækifæri. Tækifæri til að tala til metnaðarfullra fyrirtækja sem vilja láta gott af sér leiða í baráttunni við loftslagsbreytingar. Með því að setja græna hvata á oddinn í stefnuskrám sínum geta flokkarnir sýnt að þeir skilji mikilvægi þess að fjárfesta í grænni framtíð og nýsköpun. Þannig færast lausnir framtíðarinnar nær okkur í dag og við tryggjum að Ísland verði í samkeppnishæfu umhverfi og áfram í fararbroddi í loftslagsmálum. Nú er lag fyrir stjórnmálaflokka að sýna framsýni og hugrekki - með því að styðja við grænar fjárfestingar í stað þvingana. Þannig geta þeir unnið með metnaðarfullum fyrirtækjum að því að byggja upp sjálfbært og samkeppnishæft atvinnulíf til framtíðar. Leggjum áherslu á hvata til grænna fjárfestinga og tryggjum að umbreytingin verði drifin áfram af tækifærum og nýsköpun, fremur en hömlum og höftum. Höfundur er verkefnastjóri á Málefnasviði Samtaka atvinnulífsins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun