Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 14:17 Það er ágætt að spyrja sig að þessu. Svona til að minna Samband íslenskra sveitarfélaga á, að það er ekki hægt til lengdar að borga laun sem eru í engu samræmi við menntunarkröfur. Samband íslenskra sveitarfélaga ætti að sjá sóma sinn í því að ýta á ríkisstjórnina að setja á föst fjárframlög til kennarastéttarinnar. Það liggur í augum uppi að sveitarfélögin hafa úr misjöfnu fjármagni að dreifa. Sum eru lítil, önnur eru stærri en þá með fleiri útgjaldaliði. Það lítur því þannig út að ef sveitarfélögin vilja réttlæti fyrir þessa stétt í þeirra samfélagi, að þá verður gera kröfur á ríkið. Það eru víst alltaf til peningar sem liggja á lausu. Nýlega var Árvakri og Sýn úthlutað107,2 mílljónir hvoru fyrir sig. Í huga flestra er þetta töluvert fé, sem hefði mátt renna til sveitarfélaga, svo þau geti uppfyllt loforð sem þau gáfu kennarastéttinni árið 2016, að jafna launin við laun þeirra sem starfa á öðrum markaði en hinu opinbera. Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Samkomulagið var eftirfarandi: „JÖFNUN LAUNA www.fjarmalaraduneyti.is • Það er sameiginleg stefna opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá ríkinu séu samkeppnishæf. • Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðinum. • Lögð verður áhersla á greiningu á launamuni milli opinbera og almenna markaðarins og þróuð aðferðafræði til að meta hann. • Skilgreind verða viðmið um hvenær beri að leiðrétta launamun einstakra hópa. • Látið verður á reyna hvort laun milli markaða jafnist við mótun nýs vinnumarkaðslíkans. • Settur verður á fót samráðshópur opinberra launagreiðenda og heildarsamtaka opinberra starfsmanna. Hópurinn mun setja fram áætlun um hvernig markmiði um jöfnun launa skuli náð innan áratugs með útfærslu í kjarasamningum. • Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma.“ (bls.14) (sjá hér). Það þykja ekki góð vísindi að svíkja heila stétt, hvar eru fyrirmyndir, hvað eru sveitarfélög og ríki að segja við almenning? Á ekki ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í að útvega það fjármagn sem þarf til að skólarnir gangi áfram sem best?. Ráðherrar eiga að ganga fyrir skjöldu og tryggja fjármagn. Í fjárlagafrumvarpinu má sjá að hvernig fjármagni er úthlutað og eru margar framkvæmdir tryggðar í fjárlögum. Það er nefnilega allt mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Nú eru kosningar framundan og kennarar líta til þeirra sem vilja og ætla að tryggja að jafna laun þeirra og önnur kjör, svo að þau séu samkeppnishæf við þá sem starfa á öðrum markaði. Höfundur er kennari og námsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er ágætt að spyrja sig að þessu. Svona til að minna Samband íslenskra sveitarfélaga á, að það er ekki hægt til lengdar að borga laun sem eru í engu samræmi við menntunarkröfur. Samband íslenskra sveitarfélaga ætti að sjá sóma sinn í því að ýta á ríkisstjórnina að setja á föst fjárframlög til kennarastéttarinnar. Það liggur í augum uppi að sveitarfélögin hafa úr misjöfnu fjármagni að dreifa. Sum eru lítil, önnur eru stærri en þá með fleiri útgjaldaliði. Það lítur því þannig út að ef sveitarfélögin vilja réttlæti fyrir þessa stétt í þeirra samfélagi, að þá verður gera kröfur á ríkið. Það eru víst alltaf til peningar sem liggja á lausu. Nýlega var Árvakri og Sýn úthlutað107,2 mílljónir hvoru fyrir sig. Í huga flestra er þetta töluvert fé, sem hefði mátt renna til sveitarfélaga, svo þau geti uppfyllt loforð sem þau gáfu kennarastéttinni árið 2016, að jafna launin við laun þeirra sem starfa á öðrum markaði en hinu opinbera. Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Samkomulagið var eftirfarandi: „JÖFNUN LAUNA www.fjarmalaraduneyti.is • Það er sameiginleg stefna opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá ríkinu séu samkeppnishæf. • Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðinum. • Lögð verður áhersla á greiningu á launamuni milli opinbera og almenna markaðarins og þróuð aðferðafræði til að meta hann. • Skilgreind verða viðmið um hvenær beri að leiðrétta launamun einstakra hópa. • Látið verður á reyna hvort laun milli markaða jafnist við mótun nýs vinnumarkaðslíkans. • Settur verður á fót samráðshópur opinberra launagreiðenda og heildarsamtaka opinberra starfsmanna. Hópurinn mun setja fram áætlun um hvernig markmiði um jöfnun launa skuli náð innan áratugs með útfærslu í kjarasamningum. • Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma.“ (bls.14) (sjá hér). Það þykja ekki góð vísindi að svíkja heila stétt, hvar eru fyrirmyndir, hvað eru sveitarfélög og ríki að segja við almenning? Á ekki ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í að útvega það fjármagn sem þarf til að skólarnir gangi áfram sem best?. Ráðherrar eiga að ganga fyrir skjöldu og tryggja fjármagn. Í fjárlagafrumvarpinu má sjá að hvernig fjármagni er úthlutað og eru margar framkvæmdir tryggðar í fjárlögum. Það er nefnilega allt mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Nú eru kosningar framundan og kennarar líta til þeirra sem vilja og ætla að tryggja að jafna laun þeirra og önnur kjör, svo að þau séu samkeppnishæf við þá sem starfa á öðrum markaði. Höfundur er kennari og námsráðgjafi.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun