Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 14. nóvember 2024 07:16 Fatlað fólk hefur ávallt þurft að berjast, sama hvort það sé fyrir jafnrétti, sanngjörnum lífsgæðum eða gegn fordómum. Fatlað fólk hefur haft í vök að verjast þegar það kemur að viðurkenningu á sjálfsögðum mannréttindum. Í þessari barátta hefur áunnist margt, en henni er þó langt í frá lokið. Einn af mikilvægustu áföngum í þessari réttindabaráttu er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauki hans. Samningurinn hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra og er í honum fjallað um þau réttindi sem ber að tryggja fötluðu fólki og með hvaða hætti þau skuli tryggð. Þrátt fyrir að samningurinn hafi verið undirritaður af Íslands hálfu árið 2007 hefur stjórnvöldum láðst að lögfesta samninginn í 17 ár. En hvað þýðir það að lögfesta ekki samninginn? Það þýðir að fatlað fólk hefur ekki getað byggt rétt sinn á ákvæðum hans þar sem á Íslandi ríkir svo kölluð tvíeðliskenning. Í henni felst að Alþingi þarf að löggilda alþjóðasamninga ef þeir eiga hafa bein réttaráhrif. Lögfesting samningsins yrði því mikil réttarbót og tryggði með lögum þau réttindi sem samningurinn kveður á um. Þessi sjálfsögðu réttindi fatlaðra hefur fráfarandi ríkisstjórn neitað að tryggja. Þá felur viðaukinn í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis. Flokkur fólksins hefur flutt frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans síðustu fjögur ár eftir að ljóst var að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna ætlaði ekki að gera samninginn að forgangsmáli sínu. Í hvert einasta skipti var frumvarpið hunsað og það grafið í nefnd. Ýmsum mótbárum var haldið fram gegn lögfestingu samningsins, síðast að á Íslandi vantaði sérstaka mannréttindastofnun sem hefði eftirlit með samningnum. Það vill svo til að lög um Mannréttindastofnun Íslands voru samþykkt nú síðastliðinn júní. Sú afsökun á því ekki við. Lögfesting samningsins hefur trekk í trekk ratað inn á þingmálaskrá stjórnvalda en einhvern veginn hefur hún aldrei komið til afgreiðslu. Nú er ljóst að fatlað fólk mun þurfa að bíða eftir réttlætinu að minnsta kosti fram yfir kosningar. Það skiptir öllu máli fyrir fatlað fólk að það geti tekið þátt í samfélaginu og lifað sínu lífi með reisn og að aðgengi þeirra að samfélaginu okkar sé eins gott og kostur er. Það er nóg að berjast við fötlun, veikindi og afleiðingu slysa, en að þurfa einnig að berjast við ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem vísvitandi draga lappirnar er kemur að lögfestingu á sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks er ekki á það bætandi. Flokkur fólksins hefur barist fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans alveg frá stofnun flokksins. Við munum sjá til þess að samningurinn og viðaukinn verði lögfestur tafarlaust fáum við umboð til þess. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Fatlað fólk hefur ávallt þurft að berjast, sama hvort það sé fyrir jafnrétti, sanngjörnum lífsgæðum eða gegn fordómum. Fatlað fólk hefur haft í vök að verjast þegar það kemur að viðurkenningu á sjálfsögðum mannréttindum. Í þessari barátta hefur áunnist margt, en henni er þó langt í frá lokið. Einn af mikilvægustu áföngum í þessari réttindabaráttu er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauki hans. Samningurinn hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra og er í honum fjallað um þau réttindi sem ber að tryggja fötluðu fólki og með hvaða hætti þau skuli tryggð. Þrátt fyrir að samningurinn hafi verið undirritaður af Íslands hálfu árið 2007 hefur stjórnvöldum láðst að lögfesta samninginn í 17 ár. En hvað þýðir það að lögfesta ekki samninginn? Það þýðir að fatlað fólk hefur ekki getað byggt rétt sinn á ákvæðum hans þar sem á Íslandi ríkir svo kölluð tvíeðliskenning. Í henni felst að Alþingi þarf að löggilda alþjóðasamninga ef þeir eiga hafa bein réttaráhrif. Lögfesting samningsins yrði því mikil réttarbót og tryggði með lögum þau réttindi sem samningurinn kveður á um. Þessi sjálfsögðu réttindi fatlaðra hefur fráfarandi ríkisstjórn neitað að tryggja. Þá felur viðaukinn í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis. Flokkur fólksins hefur flutt frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans síðustu fjögur ár eftir að ljóst var að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna ætlaði ekki að gera samninginn að forgangsmáli sínu. Í hvert einasta skipti var frumvarpið hunsað og það grafið í nefnd. Ýmsum mótbárum var haldið fram gegn lögfestingu samningsins, síðast að á Íslandi vantaði sérstaka mannréttindastofnun sem hefði eftirlit með samningnum. Það vill svo til að lög um Mannréttindastofnun Íslands voru samþykkt nú síðastliðinn júní. Sú afsökun á því ekki við. Lögfesting samningsins hefur trekk í trekk ratað inn á þingmálaskrá stjórnvalda en einhvern veginn hefur hún aldrei komið til afgreiðslu. Nú er ljóst að fatlað fólk mun þurfa að bíða eftir réttlætinu að minnsta kosti fram yfir kosningar. Það skiptir öllu máli fyrir fatlað fólk að það geti tekið þátt í samfélaginu og lifað sínu lífi með reisn og að aðgengi þeirra að samfélaginu okkar sé eins gott og kostur er. Það er nóg að berjast við fötlun, veikindi og afleiðingu slysa, en að þurfa einnig að berjast við ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem vísvitandi draga lappirnar er kemur að lögfestingu á sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks er ekki á það bætandi. Flokkur fólksins hefur barist fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans alveg frá stofnun flokksins. Við munum sjá til þess að samningurinn og viðaukinn verði lögfestur tafarlaust fáum við umboð til þess. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun