Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar 14. nóvember 2024 08:17 Ísland hefur alla burði til að búa til eitt besta leikskólakerfi sem þekkist á heimsvísu. Við vitum hins vegar að stærsta áskorunin okkar er í dag sú að tryggja hnökralausa samfellu þegar kemur að dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur – sem í daglegu tali kallast brúun umönnunarbilsins. Flest ef ekki öll erum við sammála um að ávinningur leikskólavistar fyrir börn er ótvíræður, enda er eftirspurn eftir þjónustunni mikil og verður sífellt fyrirferðameira umfjöllunarefni í almennri kjara- og menntaumræðu. Ákall eftir umbótum er ekki að ástæðulausu. Leikskólinn er ásamt heimili barns helsti griðarstaður þess þar sem það fær í senn menntun og umönnun, og er forsenda fyrir atvinnuþáttöku foreldra. Allir vilja nýta sér leikskólana Við megum ekki gleyma því að það er ekki svo langt síðan að leikskólinn stóð tiltölulega fáum börnum til boða hér á landi, og var þá fyrst og fremst hugsaður sem geymslustaður fyrir börn einstæðra mæðra eða námsmanna. Þrotlaus barátta kvennahreyfinga, félagshyggjufólks og ekki síst Reykjavíkurlistans á 10. áratugnum skilaði okkur því almenna kerfi sem gríðarleg sátt hefur skapast um og almennt er rekið af sveitarfélögum landsins. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, og íslenskt samfélag sér ávinninginn af því að verkefnið falli undir opinbera grunnþjónustu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 91% tveggja ára barna á leikskóla árið 2023, en tæplega 97% þriggja til fimm ára barna. Aftur á móti voru 44% eins árs barna á leikskóla, samanborið við 54% á árinu 2022 og biðlistar barna er að finna á þéttbýlissvæðum um allt land. Óbreytt ástand eykur á ójafnrétti Svo vísað sé ályktunar 47. landsþings BSRB sem fram fór í október sl. er talið að innan við 10% barna hér á landi fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur og yfir helmingur þeirra er orðinn meira en 18 mánaða við upphaf leikskóladvalar. Þá eru mæður mun líklegri en feður til að lengja fæðingarorlof sitt eða minnka við sig vinnu til að brúa bilið. Konur taka að meðaltali rúma sjö mánuði í fæðingarorlof en karlar um fjóra og tekjur mæðra lækka um 30-50% á fæðingarári barns samkvæmt nýlegri rannsókn Fjármálaráðuneytisins. Þær eru enn 20% lægri tveimur árum eftir fæðingu. Tekjur feðra lækka hins vegar aðeins um 3-5% við fæðingu og á öðru ári eru þær orðnar þær sömu og áður. Það er hægt að gera þetta betur – og jafnvel best Á öðrum Norðurlöndum á barn lögbundinn rétt til dagvistunar frá tilteknum aldri sem helst í hendur við rétt foreldra til fæðingarorlofs. Þannig eiga sænsk og norsk börn rétt til leikskóladvalar frá 12 mánaða aldri. Í Finnlandi eiga börn rétt á dagvistun frá 9 mánaða aldri og fæðingarorlof foreldra er samtals 9 mánuðir. Í Danmörku er boðið upp á dagvistun barna frá 8 mánaða aldri á svonefndum vöggustofum sem eru á vegum hins opinbera en samtals er fæðingarorlof foreldra er um 12 mánuðir. Þetta er grjóthart atvinnumál! Við í Samfylkingunni erum með plan, og nú köllum við eftir lögfestingu réttar barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert hefur verið í öllum ríkjum Norðurlanda að Íslandi undanskildu. Þetta er ekki bara jafnréttis- og menntamál – þetta er brýnt atvinnumál sem gerir konum kleift að sinna atvinnuþátttöku til jafns við karla. Þetta kallast líka inn umræðu um aldagamalt hugarfar um stöðluð kynjahlutverk og þeirri staðreynd að engin sátt ætlar að öðru óbreyttu myndast um róttækar aðgerðir í því skyni að leysa mönnunarvanda leikskólanna fyrir fullt og allt með því að bæta kjör og vinnuaðstæður kennara. Þetta þýðir að við þurfum að fjárfesta til þess að þjónustan verði áfram tryggð, og hún fari fram á faglegum forsendum þar sem starfsfólki og börnum líður vel. Já, þetta er plan Þess vegna köllum við eftir gerbreyttri hugsun um fjármögnun leikskólastigsins þar sem ríki og sveitarfélög munu taka höndum saman og hreinlega leysa þessa flækju, að minnsta kosti þegar kemur að því að hreinlega tryggja kjaraöryggi barna og foreldra þegar fæðingarorlofi lýkur. Þetta snýst hins vegar ekki bara um peninga og að húsnæði eða starfsfólk sé til staðar – við þurfum umfram allt að geta einbeitt okkur að því að hlúa að leikskólastiginu og gera okkur kleift að láta umræðuna snúast um það sem fram á að fara á skólatíma og hvernig við getum tryggt mönnun, samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður án þess að skerða vistunarrétt verulega og færa verkefnið í hendur hagnaðardrifinna einkaaðila. Með öðrum orðum höfnum við skammtímalausnum og tilraunastarfsemi. Við eigum norrænar fyrirmyndir. Við skulum heimfæra þær á íslenskan veruleika með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Við getum kalla það Íslandsmódelið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og skipar 4. sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Leikskólar Dagbjört Hákonardóttir Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur alla burði til að búa til eitt besta leikskólakerfi sem þekkist á heimsvísu. Við vitum hins vegar að stærsta áskorunin okkar er í dag sú að tryggja hnökralausa samfellu þegar kemur að dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur – sem í daglegu tali kallast brúun umönnunarbilsins. Flest ef ekki öll erum við sammála um að ávinningur leikskólavistar fyrir börn er ótvíræður, enda er eftirspurn eftir þjónustunni mikil og verður sífellt fyrirferðameira umfjöllunarefni í almennri kjara- og menntaumræðu. Ákall eftir umbótum er ekki að ástæðulausu. Leikskólinn er ásamt heimili barns helsti griðarstaður þess þar sem það fær í senn menntun og umönnun, og er forsenda fyrir atvinnuþáttöku foreldra. Allir vilja nýta sér leikskólana Við megum ekki gleyma því að það er ekki svo langt síðan að leikskólinn stóð tiltölulega fáum börnum til boða hér á landi, og var þá fyrst og fremst hugsaður sem geymslustaður fyrir börn einstæðra mæðra eða námsmanna. Þrotlaus barátta kvennahreyfinga, félagshyggjufólks og ekki síst Reykjavíkurlistans á 10. áratugnum skilaði okkur því almenna kerfi sem gríðarleg sátt hefur skapast um og almennt er rekið af sveitarfélögum landsins. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, og íslenskt samfélag sér ávinninginn af því að verkefnið falli undir opinbera grunnþjónustu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 91% tveggja ára barna á leikskóla árið 2023, en tæplega 97% þriggja til fimm ára barna. Aftur á móti voru 44% eins árs barna á leikskóla, samanborið við 54% á árinu 2022 og biðlistar barna er að finna á þéttbýlissvæðum um allt land. Óbreytt ástand eykur á ójafnrétti Svo vísað sé ályktunar 47. landsþings BSRB sem fram fór í október sl. er talið að innan við 10% barna hér á landi fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur og yfir helmingur þeirra er orðinn meira en 18 mánaða við upphaf leikskóladvalar. Þá eru mæður mun líklegri en feður til að lengja fæðingarorlof sitt eða minnka við sig vinnu til að brúa bilið. Konur taka að meðaltali rúma sjö mánuði í fæðingarorlof en karlar um fjóra og tekjur mæðra lækka um 30-50% á fæðingarári barns samkvæmt nýlegri rannsókn Fjármálaráðuneytisins. Þær eru enn 20% lægri tveimur árum eftir fæðingu. Tekjur feðra lækka hins vegar aðeins um 3-5% við fæðingu og á öðru ári eru þær orðnar þær sömu og áður. Það er hægt að gera þetta betur – og jafnvel best Á öðrum Norðurlöndum á barn lögbundinn rétt til dagvistunar frá tilteknum aldri sem helst í hendur við rétt foreldra til fæðingarorlofs. Þannig eiga sænsk og norsk börn rétt til leikskóladvalar frá 12 mánaða aldri. Í Finnlandi eiga börn rétt á dagvistun frá 9 mánaða aldri og fæðingarorlof foreldra er samtals 9 mánuðir. Í Danmörku er boðið upp á dagvistun barna frá 8 mánaða aldri á svonefndum vöggustofum sem eru á vegum hins opinbera en samtals er fæðingarorlof foreldra er um 12 mánuðir. Þetta er grjóthart atvinnumál! Við í Samfylkingunni erum með plan, og nú köllum við eftir lögfestingu réttar barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert hefur verið í öllum ríkjum Norðurlanda að Íslandi undanskildu. Þetta er ekki bara jafnréttis- og menntamál – þetta er brýnt atvinnumál sem gerir konum kleift að sinna atvinnuþátttöku til jafns við karla. Þetta kallast líka inn umræðu um aldagamalt hugarfar um stöðluð kynjahlutverk og þeirri staðreynd að engin sátt ætlar að öðru óbreyttu myndast um róttækar aðgerðir í því skyni að leysa mönnunarvanda leikskólanna fyrir fullt og allt með því að bæta kjör og vinnuaðstæður kennara. Þetta þýðir að við þurfum að fjárfesta til þess að þjónustan verði áfram tryggð, og hún fari fram á faglegum forsendum þar sem starfsfólki og börnum líður vel. Já, þetta er plan Þess vegna köllum við eftir gerbreyttri hugsun um fjármögnun leikskólastigsins þar sem ríki og sveitarfélög munu taka höndum saman og hreinlega leysa þessa flækju, að minnsta kosti þegar kemur að því að hreinlega tryggja kjaraöryggi barna og foreldra þegar fæðingarorlofi lýkur. Þetta snýst hins vegar ekki bara um peninga og að húsnæði eða starfsfólk sé til staðar – við þurfum umfram allt að geta einbeitt okkur að því að hlúa að leikskólastiginu og gera okkur kleift að láta umræðuna snúast um það sem fram á að fara á skólatíma og hvernig við getum tryggt mönnun, samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður án þess að skerða vistunarrétt verulega og færa verkefnið í hendur hagnaðardrifinna einkaaðila. Með öðrum orðum höfnum við skammtímalausnum og tilraunastarfsemi. Við eigum norrænar fyrirmyndir. Við skulum heimfæra þær á íslenskan veruleika með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Við getum kalla það Íslandsmódelið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og skipar 4. sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun