Opið bréf til nýrra framkvæmdastjóra á Landspítala Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 12. september 2014 07:00 Ágætu nýju framkvæmdastjórar Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá forstjóranum virðist ráðning ykkar þjóna tvennum tilgangi; að setja „öryggi og flæði sjúklinga í fyrirrúm“ og láta nýjan spítala verða að veruleika. Ég vil því bjóða ykkur velkomin til starfa og dáist að hugrekki ykkar að takast á við verkefni hjá stofnun sem liggur undir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Forstjórinn fullyrðir að húsnæði spítalans sé stærsta ógnun við öryggi sjúklinga. Þessi fullyrðing hljómar sérkennilega í mínum eyrum því húsnæði og tæki gera ekki mistök. Ég er ein þeirra mörgu sem hafa bitra reynslu af spítalanum og tel mig vita talsvert um öryggi sjúklinga. Það var ekki húsnæðinu að kenna að sonur minn 14 mánaða lést eftir mistök á bráðamóttöku barna í febrúar 2001. Já, það er kannski ástæðan fyrir að ég rita þessar línur því stjórnendum spítalans hefur ekki lánast að ljúka því máli á sómasamlegan hátt. Þrettán ára gamalt mál er nú á borði ráðherra sem það hefði aldrei átt að vera. Athygli Umboðsmanns Alþingis verður fljótlega vakin á að ráðherrann hefur enn ekki svarað erindi mínu sem hefur velkst fram og til baka í kerfinu sökum vanhæfni stjórnenda til að ljúka því. Ég óska þess að ná sáttum og að fjölskylda mín geti notið þess að treysta þessari stofnun þegar á þarf að halda. Svo er ekki í dag en vonandi kemur sá dagur undir ykkar handleiðslu. Hann kemur ekki með nýjum spítala, því get ég lofað. Það þarf kjark og auðmýkt Á veraldarvefnum má finna margar reynslusögur um hvernig mistök í heilbrigðisþjónustu hafa verið markvisst nýtt til að bjarga öðrum frá sambærilegum skaða. Oft hefur frumkvæðið komið frá þeim sem fyrir þessum hörmungum verða. En hér á landi tíðkast ekki að reynsla nýtist á uppbyggilegan hátt þótt ríkur áhugi og vilji sé til staðar hjá þolendum. Mig langar til að sjá það verða að veruleika að sjúklingar og aðstandendur skipti máli og þeir hafi eitthvað um þessi mál að segja. Það var jú meginþemað í ráðstefnu í Hörpu fyrir ári síðan en ekkert hefur breyst. Hvað vantar upp á? Ég lýsi mig reiðubúna að halda uppbyggilegan fyrirlestur um reynslu mína sem móður af hörmulegu atviki inni á sjúkrahúsinu. Erindi sem allir starfsmenn, stjórnendur og embættismenn ættu að heyra, því það þarf að standa betur að úrvinnslu mistakamála og draga lærdóm af þeim. Lærdóm sem bjargar mannslífum. Það þarf mikinn kjark og auðmýkt af ykkar hálfu til að hlusta. Það mundi valda algerum straumhvörfum í trausti gagnvart þjónustu sem snertir okkur öll. Það er innri starfsemin sem skiptir meira máli en steypa og tæki, og því er margt mikilvægara en að byggja nýjan spítala. Vilt þú bjarga mannslífum og gera starfsemi spítalans öruggari? Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum og þekki marga í sömu stöðu. Ég þarf bara að heyra frá ykkur því ég þrái ekkert heitar en að dauði sonar míns verði öðrum til bjargar. Með vinsemd og virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ágætu nýju framkvæmdastjórar Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá forstjóranum virðist ráðning ykkar þjóna tvennum tilgangi; að setja „öryggi og flæði sjúklinga í fyrirrúm“ og láta nýjan spítala verða að veruleika. Ég vil því bjóða ykkur velkomin til starfa og dáist að hugrekki ykkar að takast á við verkefni hjá stofnun sem liggur undir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Forstjórinn fullyrðir að húsnæði spítalans sé stærsta ógnun við öryggi sjúklinga. Þessi fullyrðing hljómar sérkennilega í mínum eyrum því húsnæði og tæki gera ekki mistök. Ég er ein þeirra mörgu sem hafa bitra reynslu af spítalanum og tel mig vita talsvert um öryggi sjúklinga. Það var ekki húsnæðinu að kenna að sonur minn 14 mánaða lést eftir mistök á bráðamóttöku barna í febrúar 2001. Já, það er kannski ástæðan fyrir að ég rita þessar línur því stjórnendum spítalans hefur ekki lánast að ljúka því máli á sómasamlegan hátt. Þrettán ára gamalt mál er nú á borði ráðherra sem það hefði aldrei átt að vera. Athygli Umboðsmanns Alþingis verður fljótlega vakin á að ráðherrann hefur enn ekki svarað erindi mínu sem hefur velkst fram og til baka í kerfinu sökum vanhæfni stjórnenda til að ljúka því. Ég óska þess að ná sáttum og að fjölskylda mín geti notið þess að treysta þessari stofnun þegar á þarf að halda. Svo er ekki í dag en vonandi kemur sá dagur undir ykkar handleiðslu. Hann kemur ekki með nýjum spítala, því get ég lofað. Það þarf kjark og auðmýkt Á veraldarvefnum má finna margar reynslusögur um hvernig mistök í heilbrigðisþjónustu hafa verið markvisst nýtt til að bjarga öðrum frá sambærilegum skaða. Oft hefur frumkvæðið komið frá þeim sem fyrir þessum hörmungum verða. En hér á landi tíðkast ekki að reynsla nýtist á uppbyggilegan hátt þótt ríkur áhugi og vilji sé til staðar hjá þolendum. Mig langar til að sjá það verða að veruleika að sjúklingar og aðstandendur skipti máli og þeir hafi eitthvað um þessi mál að segja. Það var jú meginþemað í ráðstefnu í Hörpu fyrir ári síðan en ekkert hefur breyst. Hvað vantar upp á? Ég lýsi mig reiðubúna að halda uppbyggilegan fyrirlestur um reynslu mína sem móður af hörmulegu atviki inni á sjúkrahúsinu. Erindi sem allir starfsmenn, stjórnendur og embættismenn ættu að heyra, því það þarf að standa betur að úrvinnslu mistakamála og draga lærdóm af þeim. Lærdóm sem bjargar mannslífum. Það þarf mikinn kjark og auðmýkt af ykkar hálfu til að hlusta. Það mundi valda algerum straumhvörfum í trausti gagnvart þjónustu sem snertir okkur öll. Það er innri starfsemin sem skiptir meira máli en steypa og tæki, og því er margt mikilvægara en að byggja nýjan spítala. Vilt þú bjarga mannslífum og gera starfsemi spítalans öruggari? Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum og þekki marga í sömu stöðu. Ég þarf bara að heyra frá ykkur því ég þrái ekkert heitar en að dauði sonar míns verði öðrum til bjargar. Með vinsemd og virðingu.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun